Fótbolti

Rekur Koeman komist hann til valda

Anton Ingi Leifsson skrifar
Koeman er hann var kynntur sem þjálfari Börsunga.
Koeman er hann var kynntur sem þjálfari Börsunga. vísir/getty

Ronald Koeman er varla tekinn við Barcelona en hann gæti samt verið rekinn úr starfi áður en tímabilið 2021/2022 hefst.

Koeman tók við Barcelona fyrr í vikunni eftir að félagið hafði sagt upp samningi við Quique Setien sem tapaði með Barcelona 8-2 gegn Bayern Munchen í Meistaradeildinni.

Hinn hollenski skrifaði undir tveggja ára samning við Barcelona en framundan eru forsetakosningar hjá Barcelona sem gætu kostað Koeman starfið.

Victor Font, einn þeirra sem hyggst bjóða sig fram sem forseti félagsins, hefur ekki mikinn áhuga á að hafa Koeman í starfi.

„Ef ég verð forseti þá mun Koeman ekki þjálfa liðið tímabilið 2021/2022,“ sagði hann í samtali við El Larguero.

„Xavi skilur það að öll púsl félagsins þurfa að smella saman. Stjórn félagsins mun velja hver mun stýra félaginu og það verður hann [Xavi].“

„Ronald er goðsögn hjá félaginu en þrátt fyrir að hann myndi vinna þrefald; deildina, bikarinn og Meistaradeildina þá myndum við ekki velja hann.“

Forsetakosningarnar fara fram í mars.


Tengdar fréttir

Koeman gæti tekið við Börsungum

Ronald Koeman – landsliðsþjálfari Hollands – gæti orðið næsti þjálfari spænska knattspyrnufélagsins Barcelona.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×