Faðir langveiks barns kallar eftir umburðarlyndi fyrir óttaslegna Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. mars 2020 18:34 Sonur Baldurs Kristinssonar er með lifrasjúkdóm og er útsettur fyrir hvers kyns pestum. Myndin er úr safni. Vísir/vilhelm Faðir barns með undirliggjandi sjúkdóm kallar eftir auknu umburðarlyndi í garð þeirra sem eru uggandi vegna kórónuveirunnar. Skilaboð stjórnvalda séu jafnframt misvísandi og upplýsingar til foreldra langveikra barna af skornum skammti. Baldur Kristinsson býr ásamt sambýliskonu sinni og fjórum börnum á Húsavík. Yngsti drengurinn er tveggja ára en þegar hann var aðeins þriggja mánaða gamall greindist hann með lifrarsjúkdóm og undirgekkst hann lifrarskipti í Gautaborg í maí í fyrra. „Síðan þá hefur drengurinn verið á ónæmisbælandi lyfjum og er þess vegna útsettur fyrir alls konar smitsjúkdómum og veirupestum,“ segir Baldur. Baldur Kristinsson, faðir barns með undirliggjandi sjúkdóm. Af þeim sökum hefur kórónuveiran verið þeim hugleikin síðustu vikur. Eins og fram hefur komið leggst veiran verst á eldra fólk og þau sem veik eru fyrir, eins og sonur þeirra. Baldur segir því enga ástæðu til annars en að taka útbreiðslunni alvarlega. „Við reynum auðvitað bara að lifa okkar daglega lífi og höldum áfram að passa okkur, eins og við höfum verið að gera lengi eftir að drengurinn fór í aðgerð. Passa upp á hreinlæti og annað slíkt, sem er kannski ekkert nýtt en við viljum vera á varðbergi eins og staðan er í dag,“ segir Baldur. Aðgát skal höfð Þeirra upplifun af umræðunni sé hins vegar sú að lítið sér gert úr röddum þeirra áhyggjufullu, sem séu jafnvel stimpluð móðursjúk. „Okkur þykir vanta að fólk sýni umburðarlyndi og skilning gagnvart þeim sem eru hrædd við veiruna,“ segir Baldur. „Maður hefur séð skrif á Facebook, bæði jákvæð og neikvæð um þetta, og þegar einhver slysast til að segjast vera hræddur við þetta þá er hann umsvifalaust sagður móðursjúkur eða vitlaust. Þannig að mér þykir svolítið vanta „aðgát skal höfð“ og svo framvegis.“ „Manni finnst fólk gleyma að það er fullt af fólki sem myndi ekki ráða sérstaklega vel við þetta.“ Hann segir þau foreldrana ekkert vera að gera meira úr málinu en tilefni er til. „Við viljum bara að það sé hlustað á okkur, að foreldrar langveikra barna hafi einhverja rödd,“ segir Baldur og bætir við að þetta eigi jafnframt við um aðstandendur fullorðins fólks með undirliggjandi sjúkdóma. Kórónuveiran geti verið þessum hópum hættuleg. Takmörkuð skilaboð til fjölmenns hóps Baldur gangrýnir jafnframt það sem hann telur misvísandi skilaboð frá yfirvöldum. Þau segi að það sé lítið að óttast - á sama tíma og miklu púðri sé varið í að hefta frekari útbreiðslu. „Maður er því hugsi yfir því hvers vegna verið er að eyða öllum þessum peningum og standa í öllu þessu brasi ef þetta er ekkert hættulegt. Manni finnast skilaboðin frá yfirvöldum því svolítið tvíræð stundum.“ Þá segir hann fjölskylduna ekki hafa fengið nein sérstök skilaboð frá þeirra meðferðaraðilum eða sjúkrahúsinu um hvernig þau eigi að haga sér við þessa stöðu. Þau hafi þurft að útvega sér þær upplýsingar sjálf. „Við erum náttúrulega búin að búa við þann raunveruleika að þurfa að passa okkur í rúmt ár. Að því leytinu er þetta lítil breyting frá því sem verið hefur. Manni finnst samt vanta svolítið að fá nánari útskýringar af því að við erum ekki ein í þessum sporum. Það eru alveg ofboðslega margir í sömu sporum og við,“ segir Baldur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Norðurþing Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Fleiri fréttir Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Sjá meira
Faðir barns með undirliggjandi sjúkdóm kallar eftir auknu umburðarlyndi í garð þeirra sem eru uggandi vegna kórónuveirunnar. Skilaboð stjórnvalda séu jafnframt misvísandi og upplýsingar til foreldra langveikra barna af skornum skammti. Baldur Kristinsson býr ásamt sambýliskonu sinni og fjórum börnum á Húsavík. Yngsti drengurinn er tveggja ára en þegar hann var aðeins þriggja mánaða gamall greindist hann með lifrarsjúkdóm og undirgekkst hann lifrarskipti í Gautaborg í maí í fyrra. „Síðan þá hefur drengurinn verið á ónæmisbælandi lyfjum og er þess vegna útsettur fyrir alls konar smitsjúkdómum og veirupestum,“ segir Baldur. Baldur Kristinsson, faðir barns með undirliggjandi sjúkdóm. Af þeim sökum hefur kórónuveiran verið þeim hugleikin síðustu vikur. Eins og fram hefur komið leggst veiran verst á eldra fólk og þau sem veik eru fyrir, eins og sonur þeirra. Baldur segir því enga ástæðu til annars en að taka útbreiðslunni alvarlega. „Við reynum auðvitað bara að lifa okkar daglega lífi og höldum áfram að passa okkur, eins og við höfum verið að gera lengi eftir að drengurinn fór í aðgerð. Passa upp á hreinlæti og annað slíkt, sem er kannski ekkert nýtt en við viljum vera á varðbergi eins og staðan er í dag,“ segir Baldur. Aðgát skal höfð Þeirra upplifun af umræðunni sé hins vegar sú að lítið sér gert úr röddum þeirra áhyggjufullu, sem séu jafnvel stimpluð móðursjúk. „Okkur þykir vanta að fólk sýni umburðarlyndi og skilning gagnvart þeim sem eru hrædd við veiruna,“ segir Baldur. „Maður hefur séð skrif á Facebook, bæði jákvæð og neikvæð um þetta, og þegar einhver slysast til að segjast vera hræddur við þetta þá er hann umsvifalaust sagður móðursjúkur eða vitlaust. Þannig að mér þykir svolítið vanta „aðgát skal höfð“ og svo framvegis.“ „Manni finnst fólk gleyma að það er fullt af fólki sem myndi ekki ráða sérstaklega vel við þetta.“ Hann segir þau foreldrana ekkert vera að gera meira úr málinu en tilefni er til. „Við viljum bara að það sé hlustað á okkur, að foreldrar langveikra barna hafi einhverja rödd,“ segir Baldur og bætir við að þetta eigi jafnframt við um aðstandendur fullorðins fólks með undirliggjandi sjúkdóma. Kórónuveiran geti verið þessum hópum hættuleg. Takmörkuð skilaboð til fjölmenns hóps Baldur gangrýnir jafnframt það sem hann telur misvísandi skilaboð frá yfirvöldum. Þau segi að það sé lítið að óttast - á sama tíma og miklu púðri sé varið í að hefta frekari útbreiðslu. „Maður er því hugsi yfir því hvers vegna verið er að eyða öllum þessum peningum og standa í öllu þessu brasi ef þetta er ekkert hættulegt. Manni finnast skilaboðin frá yfirvöldum því svolítið tvíræð stundum.“ Þá segir hann fjölskylduna ekki hafa fengið nein sérstök skilaboð frá þeirra meðferðaraðilum eða sjúkrahúsinu um hvernig þau eigi að haga sér við þessa stöðu. Þau hafi þurft að útvega sér þær upplýsingar sjálf. „Við erum náttúrulega búin að búa við þann raunveruleika að þurfa að passa okkur í rúmt ár. Að því leytinu er þetta lítil breyting frá því sem verið hefur. Manni finnst samt vanta svolítið að fá nánari útskýringar af því að við erum ekki ein í þessum sporum. Það eru alveg ofboðslega margir í sömu sporum og við,“ segir Baldur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Norðurþing Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Fleiri fréttir Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Sjá meira