Innlent

Náðu ekki nægi­legum fjölda undir­skrifta til að knýja fram í­búa­kosningu

Atli Ísleifsson skrifar
Hér er þróunarreiturinn í deiliskipulaginu merktur gulur, lóð ALDIN er merkt í hvítu og byggingar ALDIN merktar í bláu en byggingarnar mega samkvæmt deiliskipulagi mest vera 4.500 m2.
Hér er þróunarreiturinn í deiliskipulaginu merktur gulur, lóð ALDIN er merkt í hvítu og byggingar ALDIN merktar í bláu en byggingarnar mega samkvæmt deiliskipulagi mest vera 4.500 m2.

Hollvinasamtökum Elliðaárdals tókst ekki að safna nægum fjölda undirskrifta til að knýja fram íbúakosningu um deiliskipulag við Stekkjarbakka.

Í Morgunblaðinu segir að alls hafi safnast rúmlega níu þúsund undirskriftir rafrænt, en til viðbótar safnaðist einhver fjöldi á pappír. Þó sé ljóst að fjöldinn sé ekki nálægt þeim 18 þúsundum sem þarf til að borgaryfirvöld væru bundin af niðurstöðunum. Söfnuninni lauk síðastliðinn laugardag.

Haft er eftir Halldóri Páli Gíslasyni, formanni samtakanna, að hópur íbúa sé með það til skoðunar að fara dómstólaleiðina og áfrýja úrskurði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála til dómstóla.

Áform eru uppi um að byggja 4.500 fermetra hvelfingu á svæðinu sem deilt er um.


Tengdar fréttir

Holl­vinir kæra framkvæmd undir­skriftalistans

Hollvinasamtök Elliðaáardals ætla í fyrramálið að kæra framkvæmd Þjóðskrár Íslands á undirskriftasöfnun til sveitarstjórnarráðuneytisins, að því er fram kemur í tilkynningu frá samtökunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×