Glímustelpa vann alla strákana og geislaði á verðlaunapallinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. mars 2020 13:30 Heaven Fitch á verðlaunapallinum með strákunum sem töpuðu fyrir henni. Mynd/Twitter/North Carolina High School Athletic Association Heaven Fitch var í sjöunda himni eftir sögulegan sigur sinn í glímukeppni í Bandaríkjunum á dögunum. Engin kona hefur áður náð því að vinna strákana á stærsta móti fylkisins. Heaven Fitch er á þriðja ári í Uwharrie Charter High School og er mjög öflug glímukona. Hún er í raun svo öflug að enginn strákur réði við hana í fylkiskeppni gagnfræðaskóla Norður Karólínu. Heaven Fitch vann 48 kílóa flokkinn í 1A deildinni um helgina. Hún mætti í mótið með 54 sigra í 58 glímum á tímabilinu og var valin glímumaður ársins í 1A deildinni. Heaven Fitch became the first female to win an individual state wrestling championship in the North Carolina High School Athletic Association https://t.co/qasQIDxgEA— Sports Illustrated (@SInow) February 28, 2020 Myndin af Heaven Fitch á verðlaunapallinum segir líka meira en þúsund ár. Hún geislar þar sigurreif við hlið strákanna sem vilja helst vera einhvers staðar annars staðar. „Ég er bara enn að jafna mig. Það er klikkað að ég hafi náð þessu og ég er ekki alveg búin að átta mig á þessu,“ sagði í viðtali við WRAL-TV sjónvarpsstöðina. „Ég hélt að ætti ekki einu sinni möguleika á að vinna fleiri glímur en ég tapaði. Ég hefði aldrei trúað því að ég gæti náð þessum árangri,“ sagði Fitch. Heaven Fitch beat all the boys in the 106-pound weight class to become the first female wrestler to win a North Carolina high school championship, according to the state's athletic association https://t.co/i14T09Xglypic.twitter.com/rBJV85PteF— CNN (@CNN) February 29, 2020 Fitch vann Luke Wilson í lokaglímunni en í átta manna úrslitunum var Heaven Fitch eina stelpan. Alls tóku aðeins þrjár stelpur þátt í mótinu. Í fyrra náði Heaven Fitch fjórða sætinu sem var besti árangri stelpu til þessa en núna gerði hún enn betur. Hér fyrir neðan má síðan sjá Heaven Fitch glíma í úrslitaviðureigninni. 1t Female Wrestler to WIN an Individual Wrestling State Championship 1️bs Heaven Fitch @UwharrieCharter! #NCHSAAWRESpic.twitter.com/K7qvZPlDFh— NCHSAA (@NCHSAA) February 23, 2020 Glíma Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Sjá meira
Heaven Fitch var í sjöunda himni eftir sögulegan sigur sinn í glímukeppni í Bandaríkjunum á dögunum. Engin kona hefur áður náð því að vinna strákana á stærsta móti fylkisins. Heaven Fitch er á þriðja ári í Uwharrie Charter High School og er mjög öflug glímukona. Hún er í raun svo öflug að enginn strákur réði við hana í fylkiskeppni gagnfræðaskóla Norður Karólínu. Heaven Fitch vann 48 kílóa flokkinn í 1A deildinni um helgina. Hún mætti í mótið með 54 sigra í 58 glímum á tímabilinu og var valin glímumaður ársins í 1A deildinni. Heaven Fitch became the first female to win an individual state wrestling championship in the North Carolina High School Athletic Association https://t.co/qasQIDxgEA— Sports Illustrated (@SInow) February 28, 2020 Myndin af Heaven Fitch á verðlaunapallinum segir líka meira en þúsund ár. Hún geislar þar sigurreif við hlið strákanna sem vilja helst vera einhvers staðar annars staðar. „Ég er bara enn að jafna mig. Það er klikkað að ég hafi náð þessu og ég er ekki alveg búin að átta mig á þessu,“ sagði í viðtali við WRAL-TV sjónvarpsstöðina. „Ég hélt að ætti ekki einu sinni möguleika á að vinna fleiri glímur en ég tapaði. Ég hefði aldrei trúað því að ég gæti náð þessum árangri,“ sagði Fitch. Heaven Fitch beat all the boys in the 106-pound weight class to become the first female wrestler to win a North Carolina high school championship, according to the state's athletic association https://t.co/i14T09Xglypic.twitter.com/rBJV85PteF— CNN (@CNN) February 29, 2020 Fitch vann Luke Wilson í lokaglímunni en í átta manna úrslitunum var Heaven Fitch eina stelpan. Alls tóku aðeins þrjár stelpur þátt í mótinu. Í fyrra náði Heaven Fitch fjórða sætinu sem var besti árangri stelpu til þessa en núna gerði hún enn betur. Hér fyrir neðan má síðan sjá Heaven Fitch glíma í úrslitaviðureigninni. 1t Female Wrestler to WIN an Individual Wrestling State Championship 1️bs Heaven Fitch @UwharrieCharter! #NCHSAAWRESpic.twitter.com/K7qvZPlDFh— NCHSAA (@NCHSAA) February 23, 2020
Glíma Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Sjá meira