Umfjöllun og viðtöl: Valur - KR 84-77 | Valur deildarmeistari annað árið í röð Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. mars 2020 21:45 Kiana Johnson reyndist sínu gamla liði erfið í kvöld. vísir/daníel Valur tryggði sér deildarmeistaratitilinn í Domino's deild kvenna annað árið í röð með öruggum sigri á KR, 84-77, í uppgjöri tveggja efstu liða deildarinnar á Hlíðarenda í kvöld. Kiana Johnson skoraði 29 stig fyrir Val, þar af 20 í 3. leikhluta þar sem henni héldu engin bönd. Danielle Rodriguez og Sanja Orazovic skoruðu 18 stig hvor fyrir KR. Valur vann alla fjóra deildarleiki liðanna í vetur en KR vann leik þeirra í undanúrslitum Geysisbikarsins. Hildur Björg Kjartansdóttir skoraði 37 stig í þeim leik en var fjarri góðu gamni vegna meiðsla í kvöld og munaði um minna. KR byrjaði betur og var með undirtökin framan af. Þegar 35 sekúndur voru eftir kom Danielle Rodriguez KR-ingum níu stigum yfir, 15-24. Það liðu sex mínútur þar til næstu stig KR-inga komu. Þá minnkaði Perla Jóhannsdóttir muninn í fimm stig, 32-27. Valskonur voru mun sterkari í 2. leikhluta, skoruðu fyrstu 14 stig hans og leiddu með átta stigum í hálfleik, 43-35. Heimakonur náðu yfirhöndinni í frákastabaráttunni og spiluðu góða vörn. Í sókninni bar mest á Helenu Sverrisdóttur sem skoraði 14 stig í fyrri hálfleik. KR skoraði fyrstu stig seinni hálfleiks en Kiana Johnson tók þá yfir, skoraði tólf stig í röð og munurinn skyndilega orðinn 18 stig, 55-37. Eins og áður sagði skoraði Kiana 20 stig í 3. leikhluta en staðan að honum loknum var 71-52, Val í vil. KR skoraði fyrstu 13 af fyrstu 15 stigum 4. leikhluta og hleypti spennu í leikinn. Gestirnir minnkuðu muninn í átta stig, 73-65, og stemmningin þeirra megin. Valur svaraði fyrir sig en KR kom með annað áhlaup og Danielle minnkaði muninn í fimm stig, 80-75, þegar rúmar tvær mínútur voru eftir. Nær komust KR-ingar ekki og Valskonur fögnuðu sjö stiga sigri, 84-77, og deildarmeistaratitlinum.Af hverju vann Valur? Eftir erfiða byrjun náðu Valskonur áhlaupi undir lok 1. leikhluta. Þær spiluðu góða vörn í upphafi 2. leikhluta, skoruðu 17 stig í röð og byggðu upp forskot sem þær létu ekki af hendi. KR kom með áhlaup í 4. leikhluta en það var ekki nóg. Valur hafði fleiri vopn í sókninni og voru með mikla yfirburði undir körfunni.Hverjar stóðu upp úr? Helena var frábær í fyrri hálfleik og í þeim seinni tók Kiana við keflinu. Hún skoraði fyrstu tólf stig Vals í seinni hálfleik, 20 stig alls í 3. leikhluta og endaði með 29 stig. Danielle skoraði 18 stig og gaf ellefu stoðsendingar en hefði að ósekju mátt reyna meira sjálf. Í fjarveru Hildar hefðu hún þurft að taka fleiri en 16 skot. Sanja var drjúg en skotnýting hennar var slök.Hvað gekk illa? Sóknarleikur KR var afleitur fyrstu sex mínútur 2. leikhluta. Liðinu var fyrirmunað að skora og Valur náði góðu forskoti á þessum tíma. Þá átti KR ekki roð í Val í fráköstunum eftir 1. leikhluta og saknaði Hildar greinilega undir körfunni. Valur tók 51 frákast gegn 38 hjá KR.Hvað gerist næst? Bæði lið eiga fjóra leiki eftir áður en úrslitakeppnin hefst. Þann 11. mars sækir Valur Keflavík heim á meðan KR fær Skallagrím í heimsókn. KR-ingar vilja þar eflaust hefna fyrir tapið í bikarúrslitaleiknum í síðasta mánuði. Guðbjörg var ánægð eftir leik og hrósaði Kiönu Johnson fyrir hennar frammistöðu.vísir/daníel Guðbjörg: Tapið í bikarnum sat í okkur „Það er mjög gaman að vera búnar að klára þetta. Við getum byggt á þessu,“ sagði Guðbjörg Sverrisdóttir, fyrirliði Vals, eftir að liðið tryggði sér deildarmeistaratitilinn með sigri á KR í kvöld. KR vann Val í mögnuðum leik í undanúrslitum Geysisbikars kvenna í síðasta mánuði. Guðbjörg segir að það tap hafi sviðið sárt. „Það sat alveg í okkur í smá stund og við eftir þann leik komum við mjög grimmar til leiks gegn Skallagrími og Grindavík, enn rosalega sárar. Í kvöld ætluðum við bara að vinna,“ sagði Guðbjörg. Hún kvaðst sátt með frammistöðu Valskvenna í leiknum í kvöld. „Já, mjög ánægð. Við slökuðum kannski aðeins á þegar við vorum komnar 20 stigum yfir sem við hefðum ekki átt að gera,“ sagði Guðbjörg. Kiana Johnson fór hamförum í 3. leikhluta þar sem hún skoraði 20 af 29 stigum sínum. Guðbjörg segir ómetanlegt að vera með leikmann sem getur tekið yfir leiki með sér í liðin. „Það er mjög leiðinlegt að dekka hana á æfingum og hún lætur mann líta illa út. Hún getur þetta og það er frábært að hafa svoleiðis leikmann,“ sagði Guðbjörg. Valur hefur nú unnið ellefu leiki í deildinni í röð. Liðið ætlar ekkert að gefa eftir og vinna síðustu fjóra leikina sem það á eftir. „Mér finnst við hafa staðið okkur mjög vel og ég er bara spennt fyrir framhaldinu,“ sagði Guðbjörg sem fipaðist aðeins þegar systir hennar, Helena, skvetti vatni á hana í tilefni dagsins. „Við ætlum að vinna leikina fjóra sem eftir eru og svo tekur úrslitakeppnin við,“ sagði Guðbjörg að lokum. Benedikt leit á björtu hliðarnar eftir tapið fyrir Val.vísir/daníel Benedikt: Við erum KR, við erum aldrei með minnimáttarkennd Benedikt Guðmundsson, þjálfari KR, var nokkuð brattur eftir tapið fyrir Val. KR-ingar komu með gott áhlaup undir lok leiks en komust ekki nær Valskonum en fimm stigum. „Það vantaði t.d. Hildi,“ sagði Benedikt aðspurður hvað hefði vantað upp á hjá KR í kvöld. Hann vísaði þar til landsliðsmiðherjans Hildar Bjargar Kjartansdóttur sem missti af leiknum vegna meiðsla. „Það vantaði líka Margréti Köru [Sturludóttur]. Hún var í villuvandræðum og spilaði lítið. Þær áttu tvö mjög góð áhlaup í leiknum. Sautján núll kafla í fyrri hálfleik og svo átti Kiana 3. leikhlutann og kom þeim yfir 20 stigum yfir,“ sagði Benedikt. „Þegar við náðum að hægja aðeins á Kiönu fórum við að saxa á þetta forskot. En það eru fleiri hlutir sem ég er ánægður með en óánægður. Miðað við aðstæður fannst mér þetta fín liðsframmistaða.“ Þrátt fyrir tapið í kvöld er engan bilbug á Benedikt og KR-ingum að finna. „Maður er alltaf bjartsýnn. Við erum KR, við erum aldrei með minnimáttarkennd. Við stefnum alltaf hátt,“ sagði Benedikt. Hann segir að KR hafi saknað Hildar í baráttunni undir körfunni. Valur tók t.a.m. 13 fleiri fráköst en KR í leiknum og skorað 40 stig inni í teig gegn 24. „Við söknuðum hennar og Margrétar Köru sem eru okkar bestu frákastarar. Margrét Kara var með sex fráköst, bara í 1. leikhluta. Fráköstin fóru illa en ég ætla að einblína á það jákvæða,“ sagði Benedikt að endingu. Dominos-deild kvenna
Valur tryggði sér deildarmeistaratitilinn í Domino's deild kvenna annað árið í röð með öruggum sigri á KR, 84-77, í uppgjöri tveggja efstu liða deildarinnar á Hlíðarenda í kvöld. Kiana Johnson skoraði 29 stig fyrir Val, þar af 20 í 3. leikhluta þar sem henni héldu engin bönd. Danielle Rodriguez og Sanja Orazovic skoruðu 18 stig hvor fyrir KR. Valur vann alla fjóra deildarleiki liðanna í vetur en KR vann leik þeirra í undanúrslitum Geysisbikarsins. Hildur Björg Kjartansdóttir skoraði 37 stig í þeim leik en var fjarri góðu gamni vegna meiðsla í kvöld og munaði um minna. KR byrjaði betur og var með undirtökin framan af. Þegar 35 sekúndur voru eftir kom Danielle Rodriguez KR-ingum níu stigum yfir, 15-24. Það liðu sex mínútur þar til næstu stig KR-inga komu. Þá minnkaði Perla Jóhannsdóttir muninn í fimm stig, 32-27. Valskonur voru mun sterkari í 2. leikhluta, skoruðu fyrstu 14 stig hans og leiddu með átta stigum í hálfleik, 43-35. Heimakonur náðu yfirhöndinni í frákastabaráttunni og spiluðu góða vörn. Í sókninni bar mest á Helenu Sverrisdóttur sem skoraði 14 stig í fyrri hálfleik. KR skoraði fyrstu stig seinni hálfleiks en Kiana Johnson tók þá yfir, skoraði tólf stig í röð og munurinn skyndilega orðinn 18 stig, 55-37. Eins og áður sagði skoraði Kiana 20 stig í 3. leikhluta en staðan að honum loknum var 71-52, Val í vil. KR skoraði fyrstu 13 af fyrstu 15 stigum 4. leikhluta og hleypti spennu í leikinn. Gestirnir minnkuðu muninn í átta stig, 73-65, og stemmningin þeirra megin. Valur svaraði fyrir sig en KR kom með annað áhlaup og Danielle minnkaði muninn í fimm stig, 80-75, þegar rúmar tvær mínútur voru eftir. Nær komust KR-ingar ekki og Valskonur fögnuðu sjö stiga sigri, 84-77, og deildarmeistaratitlinum.Af hverju vann Valur? Eftir erfiða byrjun náðu Valskonur áhlaupi undir lok 1. leikhluta. Þær spiluðu góða vörn í upphafi 2. leikhluta, skoruðu 17 stig í röð og byggðu upp forskot sem þær létu ekki af hendi. KR kom með áhlaup í 4. leikhluta en það var ekki nóg. Valur hafði fleiri vopn í sókninni og voru með mikla yfirburði undir körfunni.Hverjar stóðu upp úr? Helena var frábær í fyrri hálfleik og í þeim seinni tók Kiana við keflinu. Hún skoraði fyrstu tólf stig Vals í seinni hálfleik, 20 stig alls í 3. leikhluta og endaði með 29 stig. Danielle skoraði 18 stig og gaf ellefu stoðsendingar en hefði að ósekju mátt reyna meira sjálf. Í fjarveru Hildar hefðu hún þurft að taka fleiri en 16 skot. Sanja var drjúg en skotnýting hennar var slök.Hvað gekk illa? Sóknarleikur KR var afleitur fyrstu sex mínútur 2. leikhluta. Liðinu var fyrirmunað að skora og Valur náði góðu forskoti á þessum tíma. Þá átti KR ekki roð í Val í fráköstunum eftir 1. leikhluta og saknaði Hildar greinilega undir körfunni. Valur tók 51 frákast gegn 38 hjá KR.Hvað gerist næst? Bæði lið eiga fjóra leiki eftir áður en úrslitakeppnin hefst. Þann 11. mars sækir Valur Keflavík heim á meðan KR fær Skallagrím í heimsókn. KR-ingar vilja þar eflaust hefna fyrir tapið í bikarúrslitaleiknum í síðasta mánuði. Guðbjörg var ánægð eftir leik og hrósaði Kiönu Johnson fyrir hennar frammistöðu.vísir/daníel Guðbjörg: Tapið í bikarnum sat í okkur „Það er mjög gaman að vera búnar að klára þetta. Við getum byggt á þessu,“ sagði Guðbjörg Sverrisdóttir, fyrirliði Vals, eftir að liðið tryggði sér deildarmeistaratitilinn með sigri á KR í kvöld. KR vann Val í mögnuðum leik í undanúrslitum Geysisbikars kvenna í síðasta mánuði. Guðbjörg segir að það tap hafi sviðið sárt. „Það sat alveg í okkur í smá stund og við eftir þann leik komum við mjög grimmar til leiks gegn Skallagrími og Grindavík, enn rosalega sárar. Í kvöld ætluðum við bara að vinna,“ sagði Guðbjörg. Hún kvaðst sátt með frammistöðu Valskvenna í leiknum í kvöld. „Já, mjög ánægð. Við slökuðum kannski aðeins á þegar við vorum komnar 20 stigum yfir sem við hefðum ekki átt að gera,“ sagði Guðbjörg. Kiana Johnson fór hamförum í 3. leikhluta þar sem hún skoraði 20 af 29 stigum sínum. Guðbjörg segir ómetanlegt að vera með leikmann sem getur tekið yfir leiki með sér í liðin. „Það er mjög leiðinlegt að dekka hana á æfingum og hún lætur mann líta illa út. Hún getur þetta og það er frábært að hafa svoleiðis leikmann,“ sagði Guðbjörg. Valur hefur nú unnið ellefu leiki í deildinni í röð. Liðið ætlar ekkert að gefa eftir og vinna síðustu fjóra leikina sem það á eftir. „Mér finnst við hafa staðið okkur mjög vel og ég er bara spennt fyrir framhaldinu,“ sagði Guðbjörg sem fipaðist aðeins þegar systir hennar, Helena, skvetti vatni á hana í tilefni dagsins. „Við ætlum að vinna leikina fjóra sem eftir eru og svo tekur úrslitakeppnin við,“ sagði Guðbjörg að lokum. Benedikt leit á björtu hliðarnar eftir tapið fyrir Val.vísir/daníel Benedikt: Við erum KR, við erum aldrei með minnimáttarkennd Benedikt Guðmundsson, þjálfari KR, var nokkuð brattur eftir tapið fyrir Val. KR-ingar komu með gott áhlaup undir lok leiks en komust ekki nær Valskonum en fimm stigum. „Það vantaði t.d. Hildi,“ sagði Benedikt aðspurður hvað hefði vantað upp á hjá KR í kvöld. Hann vísaði þar til landsliðsmiðherjans Hildar Bjargar Kjartansdóttur sem missti af leiknum vegna meiðsla. „Það vantaði líka Margréti Köru [Sturludóttur]. Hún var í villuvandræðum og spilaði lítið. Þær áttu tvö mjög góð áhlaup í leiknum. Sautján núll kafla í fyrri hálfleik og svo átti Kiana 3. leikhlutann og kom þeim yfir 20 stigum yfir,“ sagði Benedikt. „Þegar við náðum að hægja aðeins á Kiönu fórum við að saxa á þetta forskot. En það eru fleiri hlutir sem ég er ánægður með en óánægður. Miðað við aðstæður fannst mér þetta fín liðsframmistaða.“ Þrátt fyrir tapið í kvöld er engan bilbug á Benedikt og KR-ingum að finna. „Maður er alltaf bjartsýnn. Við erum KR, við erum aldrei með minnimáttarkennd. Við stefnum alltaf hátt,“ sagði Benedikt. Hann segir að KR hafi saknað Hildar í baráttunni undir körfunni. Valur tók t.a.m. 13 fleiri fráköst en KR í leiknum og skorað 40 stig inni í teig gegn 24. „Við söknuðum hennar og Margrétar Köru sem eru okkar bestu frákastarar. Margrét Kara var með sex fráköst, bara í 1. leikhluta. Fráköstin fóru illa en ég ætla að einblína á það jákvæða,“ sagði Benedikt að endingu.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti