„Margar okkar muna mjög vel eftir því“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. mars 2020 15:30 Karen Helga Díönudóttir, fyrirliði Hauka, og Ásdís Sigurðardóttir, fyrirliði KA/Þórs, með bikarinn sem keppt er um. Mynd/HSÍ Haukar og KA/Þór spila í dag upp á sæti í bikarúrslitaleiknum á laugardaginn þegar liðin mætast í fyrri undanúrslitaleik Coca Cola bikars kvenna í Laugardalshöllinni. Karen Helga Díönudóttir, fyrirliði Hauka, og Ásdís Sigurðardóttir, fyrirliði KA/Þórs, mættu á kynningarfund vegna Coca Cola bikarsins fyrir helgina og HSÍ tók við þær viðtal og birti á síðu sinni. „Við töpuðum naumlega fyrir Haukum í undanúrslitum Coca Cola bikarsins fyrir tveimur árum. Það var mjög sárt. Margar okkar muna mjög vel eftir því,“ sagði Ásdís Sigurðardóttir, fyrirliði KA/Þórs, í viðtali við HSÍ og vitnar þar til undanúrslitaleiks Hauka og KA/Þórs fyrir tveimur árum sem lauk með tveggja marka sigri Hauka, 23-21. Þetta er í þriðja sinn sem KA/Þór er í undanúrslitum Coca Cola bikars kvenna. Árið 2009 náði liðið svo langt í keppninni og aftur níu árum síðar. Þess má einnig geta að Þór Akureyri lék til úrslita í bikarnum fyrir 40 árum gegn Fram. „Það er annað að mætast í úrslitaleik þar sem allt er undir en í deildarleik. Þetta er annað svið með hærra spennustigi,“ sagði Karen Helga Díönudóttir, fyrirliði Hauka, í samtali við HSÍ. Karen Helga tekur nú þátt í sjötta sinn í undanúrslitum með Haukum, þar af hefur hún einu sinni leikið til úrslita, fyrir tveimur árum. Alls hafa Haukar átt lið í undanúrslitum kvenna í 17 skipti frá því að fyrst var leikið í bikarkeppninni í kvennaflokki árið 1976. Karen Helga segir það hafa háð Haukaliðinu í vetur að mæta pressunni þegar mikið er undir. „Við erum í stanslausri vinnu við að bæta okkur á þessu sviði og læra betur inn á að vinna með spennustigið.“ „Við erum með góða blöndu af yngri og eldri leikmönnum og þeim yngri þykir eðlilegt að hafa náð alla leið í undanúrslitin í bikarnum sem gefur öllum sjálfstraust. Okkar stefna er að fara í úrslitaleikinn. Það væri alveg geggjað,“ sagði Ásdís ennfremur. „Úrslitin geta ráðist á því hvort liðið kemur betur undirbúið til leiks og tilbúið í slaginn,“ sagði Karen Helga en Haukar og KA/Þór mættust í Olís-deildinni á laugardaginn og þá unnu Haukar, 27:22. Úrslit þess leiks hafa ekkert vægi þegar komið verður út í undanúrslitaslaginn á miðvikudaginn. „Mesta pressan er á Arna Stefáni Guðjónssyni þjálfara okkar að klippa upptöku af fyrri leiknum svo við getum dregið lærdóm af honum fyrir viðureignina á miðvikudaginn í undanúrslitum Coca Cola bikarsins,“ sagði Karen Helga hress og kát í þessu viðtali við HSÍ. „Það er komið að því að við stigum skrefið og förum alla leið í úrslitaleikinn. Allir leikmenn eru í toppformi og hlakkar til,“ sagði Ásdís Sigurðardóttir, fyrirliði KA/Þórs. Undanúrslitaleikur Hauka og KA/Þórs hefst klukkan 18.00 í dag í Laugardalshöllinni. Olís-deild kvenna Mest lesið Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Sport Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Handbolti Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Enski boltinn Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Körfubolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti „Er í sjöunda himni með að hafa hann í mínu horni“ Sport Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Fótbolti Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Sjá meira
Haukar og KA/Þór spila í dag upp á sæti í bikarúrslitaleiknum á laugardaginn þegar liðin mætast í fyrri undanúrslitaleik Coca Cola bikars kvenna í Laugardalshöllinni. Karen Helga Díönudóttir, fyrirliði Hauka, og Ásdís Sigurðardóttir, fyrirliði KA/Þórs, mættu á kynningarfund vegna Coca Cola bikarsins fyrir helgina og HSÍ tók við þær viðtal og birti á síðu sinni. „Við töpuðum naumlega fyrir Haukum í undanúrslitum Coca Cola bikarsins fyrir tveimur árum. Það var mjög sárt. Margar okkar muna mjög vel eftir því,“ sagði Ásdís Sigurðardóttir, fyrirliði KA/Þórs, í viðtali við HSÍ og vitnar þar til undanúrslitaleiks Hauka og KA/Þórs fyrir tveimur árum sem lauk með tveggja marka sigri Hauka, 23-21. Þetta er í þriðja sinn sem KA/Þór er í undanúrslitum Coca Cola bikars kvenna. Árið 2009 náði liðið svo langt í keppninni og aftur níu árum síðar. Þess má einnig geta að Þór Akureyri lék til úrslita í bikarnum fyrir 40 árum gegn Fram. „Það er annað að mætast í úrslitaleik þar sem allt er undir en í deildarleik. Þetta er annað svið með hærra spennustigi,“ sagði Karen Helga Díönudóttir, fyrirliði Hauka, í samtali við HSÍ. Karen Helga tekur nú þátt í sjötta sinn í undanúrslitum með Haukum, þar af hefur hún einu sinni leikið til úrslita, fyrir tveimur árum. Alls hafa Haukar átt lið í undanúrslitum kvenna í 17 skipti frá því að fyrst var leikið í bikarkeppninni í kvennaflokki árið 1976. Karen Helga segir það hafa háð Haukaliðinu í vetur að mæta pressunni þegar mikið er undir. „Við erum í stanslausri vinnu við að bæta okkur á þessu sviði og læra betur inn á að vinna með spennustigið.“ „Við erum með góða blöndu af yngri og eldri leikmönnum og þeim yngri þykir eðlilegt að hafa náð alla leið í undanúrslitin í bikarnum sem gefur öllum sjálfstraust. Okkar stefna er að fara í úrslitaleikinn. Það væri alveg geggjað,“ sagði Ásdís ennfremur. „Úrslitin geta ráðist á því hvort liðið kemur betur undirbúið til leiks og tilbúið í slaginn,“ sagði Karen Helga en Haukar og KA/Þór mættust í Olís-deildinni á laugardaginn og þá unnu Haukar, 27:22. Úrslit þess leiks hafa ekkert vægi þegar komið verður út í undanúrslitaslaginn á miðvikudaginn. „Mesta pressan er á Arna Stefáni Guðjónssyni þjálfara okkar að klippa upptöku af fyrri leiknum svo við getum dregið lærdóm af honum fyrir viðureignina á miðvikudaginn í undanúrslitum Coca Cola bikarsins,“ sagði Karen Helga hress og kát í þessu viðtali við HSÍ. „Það er komið að því að við stigum skrefið og förum alla leið í úrslitaleikinn. Allir leikmenn eru í toppformi og hlakkar til,“ sagði Ásdís Sigurðardóttir, fyrirliði KA/Þórs. Undanúrslitaleikur Hauka og KA/Þórs hefst klukkan 18.00 í dag í Laugardalshöllinni.
Olís-deild kvenna Mest lesið Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Sport Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Handbolti Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Enski boltinn Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Körfubolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti „Er í sjöunda himni með að hafa hann í mínu horni“ Sport Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Fótbolti Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Sjá meira