Segir andrúmsloftið hafa verið spennuþrungið þegar fyrsta smitið greindist Birgir Olgeirsson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 4. mars 2020 19:46 Máney Sveinsdóttir, náttúrufræðingur á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans. stöð 2 Álagið á veirufræðideild Háskóla Íslands er með því mesta sem hefur verið vegna kórónuveirunnar. Starfsmaður segir andrúmsloftið hafa verið spennuþrungið þegar fyrsta smitið greindist hér á landi. Á þriðja hundrað sýna hafa farið í gegnum Veirufræðideildina undanfarna daga og vikur vegna kórónuveirunnar. „Ef við eigum að taka svona veirusýkingar þá hugsa ég að þetta sé líkast svínaflensunni 2009 en þá var líka mjög mikið álag hérna þó það hafi verið tímabundið, sem betur fer,“ segir Karl G. Kristinsson, yfirlæknir sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans. Karl G. Kristinsson, yfirlæknir sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans.stöð 2 Á deildinni eru strangar hreinlætiskröfur og handabönd stranglega bönnuð. Þegar sýni er greind eru þau sótt í venjulegan heimilisísskáp. Sýnin eru sett í tæki sem einangrar erfðaefni. „Það er bara allt búið að vera á haus hjá okkur þannig að þetta tæki er ekki vanalega hérna en þetta tæki, ásamt þessum tveimur sem þið sjáið þarna, það sér um einangrun erfðaefnisins. Síðan förum við með öll sýnin inn í svokallað öryggishúdd,“ segir Máney Sveinsdóttir, náttúrufræðingur á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans. Undir öryggishúddinu er það efnahvarf framkvæmt sem þarf til að gefa svör um hvort sýnin séu jákvæð. Svo er sest við tölvu og fylgst með niðurstöðum. „Þegar kúrfurnar liggja svona alveg flatar niðri það þýðir að einstaklingurinn er neikvæður og er ekki sýktur af þessari veiru. Þegar aftur á móti við sjáum kúrfu eins og þessa þá þýðir það að hann er með veiruna,“ segir Máney og sýnir snögga hækkun kúrfu á línuriti. Og hún varð vitni að því þegar fyrsta smitið greindist.Hvernig var tilfinningin þegar það gerðist?„Hún var spennuþrungin. Enda vorum við að búa okkur undir komu þessarar veiru. Við vissum alveg að líkur væru á því að hún myndi komast hingað til Íslands þannig að það var bara orðið dagaspursmál.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Smitin orðin tuttugu Tala smitaðra hér á landi vegna kórónuveirufaraldursins sem geisar er komin í tuttugu manns. Fjögur sýni hafa greinst jákvæð í dag. Þetta staðfestir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, í samtali við fréttastofu. 4. mars 2020 12:14 Búið að greina sex tilfelli kórónuveiru til viðbótar Búið er að greina sex ný kórónuveirusmitstifelli á Íslandi. Heildarfjöldi þeirra er því 26 sem stendur, þar af hafa 10 verið greind í dag. 4. mars 2020 17:08 Öllum verða tryggð laun í sóttkví Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að aðilar vinnumarkaðarins og stjórnvöld muni tryggja að allir sem þurfi að fara í sóttkví haldi launum sínum. Gengið verði frá útfærslu á framkvæmdinni í dag eða á morgun. 4. mars 2020 19:45 Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri fréttir Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Sjá meira
Álagið á veirufræðideild Háskóla Íslands er með því mesta sem hefur verið vegna kórónuveirunnar. Starfsmaður segir andrúmsloftið hafa verið spennuþrungið þegar fyrsta smitið greindist hér á landi. Á þriðja hundrað sýna hafa farið í gegnum Veirufræðideildina undanfarna daga og vikur vegna kórónuveirunnar. „Ef við eigum að taka svona veirusýkingar þá hugsa ég að þetta sé líkast svínaflensunni 2009 en þá var líka mjög mikið álag hérna þó það hafi verið tímabundið, sem betur fer,“ segir Karl G. Kristinsson, yfirlæknir sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans. Karl G. Kristinsson, yfirlæknir sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans.stöð 2 Á deildinni eru strangar hreinlætiskröfur og handabönd stranglega bönnuð. Þegar sýni er greind eru þau sótt í venjulegan heimilisísskáp. Sýnin eru sett í tæki sem einangrar erfðaefni. „Það er bara allt búið að vera á haus hjá okkur þannig að þetta tæki er ekki vanalega hérna en þetta tæki, ásamt þessum tveimur sem þið sjáið þarna, það sér um einangrun erfðaefnisins. Síðan förum við með öll sýnin inn í svokallað öryggishúdd,“ segir Máney Sveinsdóttir, náttúrufræðingur á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans. Undir öryggishúddinu er það efnahvarf framkvæmt sem þarf til að gefa svör um hvort sýnin séu jákvæð. Svo er sest við tölvu og fylgst með niðurstöðum. „Þegar kúrfurnar liggja svona alveg flatar niðri það þýðir að einstaklingurinn er neikvæður og er ekki sýktur af þessari veiru. Þegar aftur á móti við sjáum kúrfu eins og þessa þá þýðir það að hann er með veiruna,“ segir Máney og sýnir snögga hækkun kúrfu á línuriti. Og hún varð vitni að því þegar fyrsta smitið greindist.Hvernig var tilfinningin þegar það gerðist?„Hún var spennuþrungin. Enda vorum við að búa okkur undir komu þessarar veiru. Við vissum alveg að líkur væru á því að hún myndi komast hingað til Íslands þannig að það var bara orðið dagaspursmál.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Smitin orðin tuttugu Tala smitaðra hér á landi vegna kórónuveirufaraldursins sem geisar er komin í tuttugu manns. Fjögur sýni hafa greinst jákvæð í dag. Þetta staðfestir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, í samtali við fréttastofu. 4. mars 2020 12:14 Búið að greina sex tilfelli kórónuveiru til viðbótar Búið er að greina sex ný kórónuveirusmitstifelli á Íslandi. Heildarfjöldi þeirra er því 26 sem stendur, þar af hafa 10 verið greind í dag. 4. mars 2020 17:08 Öllum verða tryggð laun í sóttkví Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að aðilar vinnumarkaðarins og stjórnvöld muni tryggja að allir sem þurfi að fara í sóttkví haldi launum sínum. Gengið verði frá útfærslu á framkvæmdinni í dag eða á morgun. 4. mars 2020 19:45 Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri fréttir Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Sjá meira
Smitin orðin tuttugu Tala smitaðra hér á landi vegna kórónuveirufaraldursins sem geisar er komin í tuttugu manns. Fjögur sýni hafa greinst jákvæð í dag. Þetta staðfestir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, í samtali við fréttastofu. 4. mars 2020 12:14
Búið að greina sex tilfelli kórónuveiru til viðbótar Búið er að greina sex ný kórónuveirusmitstifelli á Íslandi. Heildarfjöldi þeirra er því 26 sem stendur, þar af hafa 10 verið greind í dag. 4. mars 2020 17:08
Öllum verða tryggð laun í sóttkví Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að aðilar vinnumarkaðarins og stjórnvöld muni tryggja að allir sem þurfi að fara í sóttkví haldi launum sínum. Gengið verði frá útfærslu á framkvæmdinni í dag eða á morgun. 4. mars 2020 19:45