Skaðinn ferðast með fólki milli kynslóða Silja Dögg Gunnarsdóttir skrifar 9. mars 2020 13:00 Það er réttur hvers einstaklings að fá að lifa frjáls og geta notið sín. Margir einstaklingar þurfa að þola ofbeldi daglega og jafn vel í mörg ár. Þeir einstaklingar eru ófrjálsir, fastir í fjötrum hótana og sársauka. Heimilið á að vera griðarstaður en ekki ógn og hindrun. 2017 leituðu þúsund sér aðstoðar vegna heimilisofbeldis og ofbeldis í nánum samböndum. Það eru sláandi tölur. Við getum ekki lokað augunum fyrir þessum staðreyndum. Rjúfa þarf vítahring ofbeldis með öllum ráðum og dáð svo skaðinn ferðist ekki með fólki milli kynslóða.Skömmin Algengt er að þolendur upplifi neikvæðar tilfinningar eins og skömm, sektarkennd og sjálfsásakanir. Ef ofbeldið á sér stað innan veggja heimilisins eru afleiðingarnar oft enn djúpstæðari, sérstaklega ef þolandinn er barn. Þolendur ofbeldis eru fjórum sinnum líklegri að glíma við geðröskun en þeir sem ekki hafa upplifað ofbeldi. Löggjafanum ber siðferðileg skylda til að gera allt sem í hans valdi stendur til að verja þolendur heimilisofbeldis enn betur en nú er gert.Inngrip opinberra aðila Fyrir Alþingi liggur þingsályktunartillaga um upplýsingamiðlun um heimilisofbeldismál. Starfshópur á vegum dómsmálaráðherra er ætlað að móta tillögur að bættu verklagi um miðlun um heimilisofbeldismál milli félagsmálayfirvalda, heilbrigðisyfirvalda, menntamálayfirvalda og lögreglu. Raunveruleikinn er sá að þolendur heimilisofbeldis veigra sér oft við að tilkynna lögreglu um ofbeldi. Þess vegna er brýnt að þeir aðilar sem starfa náið með íbúunum geti tekið frumkvæði að því að grípa inn í með viðeigandi hætti og ávallt með samþykki þolanda. Þó verklagsreglur ríkislögreglustjóra hafi reynst vel og tryggt samstarf lögreglu við önnur stjórnvöld, er ljóst að formfesta þarf samstarfið í hina áttina, þ.e. milli félagsmálayfirvalda, heilbrigðisyfirvalda og menntastofnana til lögreglu. Liður í því er að koma á skýrari forvirkum lagaheimildum til að miðla viðkvæmum upplýsingum.Hagsmunir barnsins í fyrirrúmi Þegar grunur leikur á að barn hafi verið beitt ofbeldi eða orðið vitni að því þarf að tryggja að skilyrði um þátttöku og samþykki brotaþola hamli stjórnvöldum ekki að grípa inn í. Starfshópurinn mun einnig kanna hvort þörf sé að skilgreina betur tilkynningarskyldu stjórnvalda, sem hafa afskipti af málum til barnaverndarnefndar. Kerfin þurfa að geta talað saman með hagsmuni barnsins að leiðarljósi. Í þessu samhengi má einnig nefna að nauðsynlegt er að koma á fót úrræði fyrir börn sem hafa orðið fyrir heimilisofbeldi eða orðið vitni að því. Í dag eru starfrækt úrræði fyrir fullorðna einstaklinga, eins og Bjarkarhlíð, sem hefur gefið góða raun en ekkert sambærilegt úrræði er til fyrir börn.Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Silja Dögg Gunnarsdóttir Mest lesið Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Sjá meira
Það er réttur hvers einstaklings að fá að lifa frjáls og geta notið sín. Margir einstaklingar þurfa að þola ofbeldi daglega og jafn vel í mörg ár. Þeir einstaklingar eru ófrjálsir, fastir í fjötrum hótana og sársauka. Heimilið á að vera griðarstaður en ekki ógn og hindrun. 2017 leituðu þúsund sér aðstoðar vegna heimilisofbeldis og ofbeldis í nánum samböndum. Það eru sláandi tölur. Við getum ekki lokað augunum fyrir þessum staðreyndum. Rjúfa þarf vítahring ofbeldis með öllum ráðum og dáð svo skaðinn ferðist ekki með fólki milli kynslóða.Skömmin Algengt er að þolendur upplifi neikvæðar tilfinningar eins og skömm, sektarkennd og sjálfsásakanir. Ef ofbeldið á sér stað innan veggja heimilisins eru afleiðingarnar oft enn djúpstæðari, sérstaklega ef þolandinn er barn. Þolendur ofbeldis eru fjórum sinnum líklegri að glíma við geðröskun en þeir sem ekki hafa upplifað ofbeldi. Löggjafanum ber siðferðileg skylda til að gera allt sem í hans valdi stendur til að verja þolendur heimilisofbeldis enn betur en nú er gert.Inngrip opinberra aðila Fyrir Alþingi liggur þingsályktunartillaga um upplýsingamiðlun um heimilisofbeldismál. Starfshópur á vegum dómsmálaráðherra er ætlað að móta tillögur að bættu verklagi um miðlun um heimilisofbeldismál milli félagsmálayfirvalda, heilbrigðisyfirvalda, menntamálayfirvalda og lögreglu. Raunveruleikinn er sá að þolendur heimilisofbeldis veigra sér oft við að tilkynna lögreglu um ofbeldi. Þess vegna er brýnt að þeir aðilar sem starfa náið með íbúunum geti tekið frumkvæði að því að grípa inn í með viðeigandi hætti og ávallt með samþykki þolanda. Þó verklagsreglur ríkislögreglustjóra hafi reynst vel og tryggt samstarf lögreglu við önnur stjórnvöld, er ljóst að formfesta þarf samstarfið í hina áttina, þ.e. milli félagsmálayfirvalda, heilbrigðisyfirvalda og menntastofnana til lögreglu. Liður í því er að koma á skýrari forvirkum lagaheimildum til að miðla viðkvæmum upplýsingum.Hagsmunir barnsins í fyrirrúmi Þegar grunur leikur á að barn hafi verið beitt ofbeldi eða orðið vitni að því þarf að tryggja að skilyrði um þátttöku og samþykki brotaþola hamli stjórnvöldum ekki að grípa inn í. Starfshópurinn mun einnig kanna hvort þörf sé að skilgreina betur tilkynningarskyldu stjórnvalda, sem hafa afskipti af málum til barnaverndarnefndar. Kerfin þurfa að geta talað saman með hagsmuni barnsins að leiðarljósi. Í þessu samhengi má einnig nefna að nauðsynlegt er að koma á fót úrræði fyrir börn sem hafa orðið fyrir heimilisofbeldi eða orðið vitni að því. Í dag eru starfrækt úrræði fyrir fullorðna einstaklinga, eins og Bjarkarhlíð, sem hefur gefið góða raun en ekkert sambærilegt úrræði er til fyrir börn.Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun