Gerir sjö tillögur að úrbótum á rekstri ríkislögreglustjóra Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 9. mars 2020 14:23 Enn liggur ekki fyrir hver tekur við embætti ríkislögreglustjóra en Kjartan Þorkelsson er settur ríkislögreglustjóri til 15. mars. Vísir/Vilhelm Óskýr valdmörk í skipulagi lögreglu hafa valdið vaxandi togstreitu um yfirstjórnunarhlutverk ríkislögreglustjóra á undanförnum árum. Ríkisendurskoðun gerir sjö tillögur til úrbóta á rekstri embættisins. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu ríkisendurskoðunar vegna stjórnskýsluúttektar á embætti ríkislögreglustjóra. Skýrslan var til umfjöllunar í stjórnskipunar og eftirlitsnefnd í morgun og var gerð opinber nú eftir hádegi.Sjá einnig: Stjórnsýsluúttekt á embætti ríkislögreglustjóra tilbúinMeðal þess sem ríkisendurskoðandi leggur til er að lögreglulög verði endurskoðuð, samvinna og samráð verði aukið og að uppbygging og skipulag löggæslunnar í heild sinni verði skoðað með hagkvæmni og skilvirkni í huga. Þá verði litið til reynslu annarra landa og lærdómur dreginn af rekstri bílamiðstöðvar og koma verði á fót „ásættanlegu kerfi.” Einnig telur ríkisendurskoðandi að endurskoða þurfi fjármögnun á tölvudeild ríkislögreglustjóra og að tryggja þurfi með betri hætti samræmingu í innkaupum lögregluembætta hvað varðar búnað og fatnað. Í ljós kom við gagnaöflun og úrvinnslu í tengslum við gerð skýrslunnar að innbyrðis ósamræmis gætir á milli tölulgera upplýsinga frá ríkislögreglustjóra um rekstur embættisins. Af þessum sökum þurfti sérstaklega að sannreyna ýmsar tölulegar upplýsingar sem engin óvissa hefði þurft að ríkja um að því er fram kemur í skýrslunni. Þá telur ríkisendurskoðandi að þetta misræmi við meðferð tölulegra upplýsinga kunni að eiga sinn þátt í því hversu mikil tortryggni skapaðist á milli embættis ríkislögreglustjóra og lögregluembætta. Skýrslan er unnin í kjölfar beiðni frá embætti ríkislögreglustjóra um að Ríkisendurskoðun myndi framkvæma stjórnsýsluúttekt á rekstri bílamiðstöðvar ríkislögreglustjóra. Leitað var eftir afstöðu dómsmálaráðuneytis og í kjölfarið ákvað ríkisendurskoðandi að gera skyldi stjórnsýsluúttekt á embætti ríkislögreglustjóra í heild sinni.Fréttin verður uppfærð. Lögreglan Stjórnsýsla Vantraust á ríkislögreglustjóra Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira
Óskýr valdmörk í skipulagi lögreglu hafa valdið vaxandi togstreitu um yfirstjórnunarhlutverk ríkislögreglustjóra á undanförnum árum. Ríkisendurskoðun gerir sjö tillögur til úrbóta á rekstri embættisins. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu ríkisendurskoðunar vegna stjórnskýsluúttektar á embætti ríkislögreglustjóra. Skýrslan var til umfjöllunar í stjórnskipunar og eftirlitsnefnd í morgun og var gerð opinber nú eftir hádegi.Sjá einnig: Stjórnsýsluúttekt á embætti ríkislögreglustjóra tilbúinMeðal þess sem ríkisendurskoðandi leggur til er að lögreglulög verði endurskoðuð, samvinna og samráð verði aukið og að uppbygging og skipulag löggæslunnar í heild sinni verði skoðað með hagkvæmni og skilvirkni í huga. Þá verði litið til reynslu annarra landa og lærdómur dreginn af rekstri bílamiðstöðvar og koma verði á fót „ásættanlegu kerfi.” Einnig telur ríkisendurskoðandi að endurskoða þurfi fjármögnun á tölvudeild ríkislögreglustjóra og að tryggja þurfi með betri hætti samræmingu í innkaupum lögregluembætta hvað varðar búnað og fatnað. Í ljós kom við gagnaöflun og úrvinnslu í tengslum við gerð skýrslunnar að innbyrðis ósamræmis gætir á milli tölulgera upplýsinga frá ríkislögreglustjóra um rekstur embættisins. Af þessum sökum þurfti sérstaklega að sannreyna ýmsar tölulegar upplýsingar sem engin óvissa hefði þurft að ríkja um að því er fram kemur í skýrslunni. Þá telur ríkisendurskoðandi að þetta misræmi við meðferð tölulegra upplýsinga kunni að eiga sinn þátt í því hversu mikil tortryggni skapaðist á milli embættis ríkislögreglustjóra og lögregluembætta. Skýrslan er unnin í kjölfar beiðni frá embætti ríkislögreglustjóra um að Ríkisendurskoðun myndi framkvæma stjórnsýsluúttekt á rekstri bílamiðstöðvar ríkislögreglustjóra. Leitað var eftir afstöðu dómsmálaráðuneytis og í kjölfarið ákvað ríkisendurskoðandi að gera skyldi stjórnsýsluúttekt á embætti ríkislögreglustjóra í heild sinni.Fréttin verður uppfærð.
Lögreglan Stjórnsýsla Vantraust á ríkislögreglustjóra Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira