Helltu sér yfir Trump og hvöttu fólk til að kjósa Samúel Karl Ólason skrifar 20. ágúst 2020 07:58 Barack Obama, Kamala Harris, Hillary Clinton og Elizabeth Warren. Vísir/AP Demókratar helltu sér yfir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, á landsfundi flokksins í nótt. Fundurinn fer að mestu fram á netinu og í nótt fluttu Kamala Harris, Barack Obama, Hillary Clinton og aðrir ræður þar sem þau gagnrýndu forsetann harðlega og hvöttu íbúa Bandaríkjanna til að kjósa gegn honum. Obama gekk hvað harðast fram gegn Trump og varaði við því að lýðræðið í Bandaríkjunum ætti undir högg að sækja og endurkjör Trump myndi koma verulega niður á því. Fólk þyrfti að kjósa því lýðræðið væri í húfi. Obama var harðorður í garð Trump og sagði hann ekki hafa áhuga á að sinna starfi forseta almennilega. Hann hafi engan áhuga á því að vinna þá vinnu sem nauðsynleg er. Þá hafi Trump sýnt að hann hafi engan áhuga á að beita völdum sínum í þágu annarra en sjálfs síns og vina sinna. „Hann hefur engan áhuga á að koma fram við forsetaembættið öðruvísi en enn einn raunveruleikaþáttinn sem hann getur notað til að fá þá athygli sem hann þráir,“ sagði Obama meðal annars. Hann sagði Trump ekki valda starfinu og að afleiðingar þessu væru alvarlegar. Hluta ræðu hans má sjá hér. Alla ræðuna má finna hér. Kamala Harris tók í nótt formlega við útnefningu sinni sem varaforsetaefni Joes Biden í komandi forsetakosningum í Bandaríkjunum. Í ræðu sem hún hélt á þingi Demókrataflokksins sagði hún Bandaríkin standa á krossgötum. Óreiðan í þjóðfélaginu, kaldlyndi og vanhæfni núverandi forseta geri það að verkum að fólk sé orðið hrætt. Hún sagði Trump einnig nýta sér harmleiki og vopnvæða þá í pólitískum tilgangi. Harris fjallaði einnig í ræðu sinni um faraldur Covid-19 og hvernig hann kæmi harðar niður á samfélögum þeldökkra í Bandaríkjunum. Í framhaldi af því ræddi hún um kerfisbundinn rasisma í Bandaríkjunum og sagði nauðsynlegt að berjast gegn honum. Hillary Clinton, mótframbjóðandi Trump árið 2016, flutti einnig ræðu. Þar sagði hún að morguninn eftir kosningarnar hefði hún sagt að Demókratar ættu að gefa Trump séns. Allir forsetar ættu rétt á því. Trump hefði tekið við embættinu á sterkum grunni góðs efnahags og annarra þátta. Hann hefði þó klúðrað því. Clinton sakaði Trump einnig um sjálfselsku og að setja sjálfan sig framar Bandaríkjunum. „Ég óskaði þess að Donald Trump kynni að vera forseti, því Bandaríkin þurfa á forseta að halda,“ sagði Clinton. Hún sagði einnig að margir hefðu sagt við hana á undanförnum árum að þau hefðu ekki gert sér grein fyrir því hve hættulegur Trump væri. „Þú hefðir átt að kjósa,“ sagði Clinton. Hún hvatti fólk til að kjósa og gera það snemma. Allir þyrftu að kjósa því ef Trump yrði endurkjörinn myndi ástandið í Bandaríkjunum versna til muna. „Munið þið árið 2016 þegar Trump spurði: Hverju hafið þið að tapa? Nú vitum við það. Heilbrigðisþjónustu okkar, störfum okkar, fjölskyldumeðlimum okkar, leiðtogastöðu okkar í heiminum og jafnvel Póstinum okkar.“ Hér að neðan má sjá fleiri ræður sem voru fluttar í nótt. Þar á meðal Gabby Giffords, þingkonu sem lifði af skotárás, Elizabeth Warren, forsetaframbjóðanda, og Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Flugferðum aflýst Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira
Demókratar helltu sér yfir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, á landsfundi flokksins í nótt. Fundurinn fer að mestu fram á netinu og í nótt fluttu Kamala Harris, Barack Obama, Hillary Clinton og aðrir ræður þar sem þau gagnrýndu forsetann harðlega og hvöttu íbúa Bandaríkjanna til að kjósa gegn honum. Obama gekk hvað harðast fram gegn Trump og varaði við því að lýðræðið í Bandaríkjunum ætti undir högg að sækja og endurkjör Trump myndi koma verulega niður á því. Fólk þyrfti að kjósa því lýðræðið væri í húfi. Obama var harðorður í garð Trump og sagði hann ekki hafa áhuga á að sinna starfi forseta almennilega. Hann hafi engan áhuga á því að vinna þá vinnu sem nauðsynleg er. Þá hafi Trump sýnt að hann hafi engan áhuga á að beita völdum sínum í þágu annarra en sjálfs síns og vina sinna. „Hann hefur engan áhuga á að koma fram við forsetaembættið öðruvísi en enn einn raunveruleikaþáttinn sem hann getur notað til að fá þá athygli sem hann þráir,“ sagði Obama meðal annars. Hann sagði Trump ekki valda starfinu og að afleiðingar þessu væru alvarlegar. Hluta ræðu hans má sjá hér. Alla ræðuna má finna hér. Kamala Harris tók í nótt formlega við útnefningu sinni sem varaforsetaefni Joes Biden í komandi forsetakosningum í Bandaríkjunum. Í ræðu sem hún hélt á þingi Demókrataflokksins sagði hún Bandaríkin standa á krossgötum. Óreiðan í þjóðfélaginu, kaldlyndi og vanhæfni núverandi forseta geri það að verkum að fólk sé orðið hrætt. Hún sagði Trump einnig nýta sér harmleiki og vopnvæða þá í pólitískum tilgangi. Harris fjallaði einnig í ræðu sinni um faraldur Covid-19 og hvernig hann kæmi harðar niður á samfélögum þeldökkra í Bandaríkjunum. Í framhaldi af því ræddi hún um kerfisbundinn rasisma í Bandaríkjunum og sagði nauðsynlegt að berjast gegn honum. Hillary Clinton, mótframbjóðandi Trump árið 2016, flutti einnig ræðu. Þar sagði hún að morguninn eftir kosningarnar hefði hún sagt að Demókratar ættu að gefa Trump séns. Allir forsetar ættu rétt á því. Trump hefði tekið við embættinu á sterkum grunni góðs efnahags og annarra þátta. Hann hefði þó klúðrað því. Clinton sakaði Trump einnig um sjálfselsku og að setja sjálfan sig framar Bandaríkjunum. „Ég óskaði þess að Donald Trump kynni að vera forseti, því Bandaríkin þurfa á forseta að halda,“ sagði Clinton. Hún sagði einnig að margir hefðu sagt við hana á undanförnum árum að þau hefðu ekki gert sér grein fyrir því hve hættulegur Trump væri. „Þú hefðir átt að kjósa,“ sagði Clinton. Hún hvatti fólk til að kjósa og gera það snemma. Allir þyrftu að kjósa því ef Trump yrði endurkjörinn myndi ástandið í Bandaríkjunum versna til muna. „Munið þið árið 2016 þegar Trump spurði: Hverju hafið þið að tapa? Nú vitum við það. Heilbrigðisþjónustu okkar, störfum okkar, fjölskyldumeðlimum okkar, leiðtogastöðu okkar í heiminum og jafnvel Póstinum okkar.“ Hér að neðan má sjá fleiri ræður sem voru fluttar í nótt. Þar á meðal Gabby Giffords, þingkonu sem lifði af skotárás, Elizabeth Warren, forsetaframbjóðanda, og Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Flugferðum aflýst Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira