Ferðamennska framtíðarinnar Inga Rós Antoníusdóttir skrifar 19. ágúst 2020 14:30 Hvenær blómstrar ferðaþjónustan á ný? Þeirri spurningu verður því miður ekki svarað hér. En við vitum að það kemur að því, þó það verði í breyttri mynd frá því sem áður þekktist. Ekki verður nóg að landamæri verði opin, sóttkvíarákvæði lögð af og að yfirvöld gefi út yfirlýsingar um öryggi ferðamanna á áfangastað. Greinin öll þarf að sameinast um að laga sig að breytti hegðun ferðamanna, nýjum þörfum og kröfum og þarf að gera það með sannfærandi hætti. Stafræn þróun í ferðaþjónustu snýst ekki lengur eingöngu um hagræðingu á einstaka sviðum rekstursins eða bætta upplifun útvaldra ferðamanna heldur er hún grundvallaratriði í samkeppnishæfni áfangastaða og ferðaþjónustufyrirtækja á tímum Covid 19. Ferðamenn munu gera kröfu um sem snertilausastan ferðamáta frá því að þeir yfirgefa heimili sitt í upprunalandinu og þar til þeir stíga inn á hótelherbergið sitt á áfangastað sem og í sem flestum upplifunum á meðan á ferðalaginu stendur. Hér er átt við atriði á borð við snertilausar bókanir og greiðslur fyrir samgöngur til og frá flugvelli, snertilausa innritun í flug sem og snertilausa innritun á gististað. Jafnvel með ströngum hreingerningaferlum vill ferðamaðurinn ekki þurfa að snerta skjái sem eru í meira og minna stanslausri notkun allan daginn, né þurfa að taka við herbergislykli/spjaldi sem hefur verið handleikið af öðrum. Veitingastaðir bjóða nú þegar margir hverjir upp á rafræna matseðla og sjá má fyrir sér aukningu á snertilausri framreiðslu. Forrit sem byggja á augngreiningu og/eða andlitsgreiningu, sem og raddskipanir munu sjást í auknum mæli í aðgangsstýringu, t.d. við landamæravörslu, á gististöðum og bílaleigubílum. Víðast hvar í heiminum eru íbúar og ferðamenn orðnir vanir því að geta leigt sér deilibíl með notkun á snjallforriti og andlitsgreiningu einni saman. Mikilvægt er að stjórnvöld, fjárfestar og greinin átti sig á mikilvægi þess að byggja upp stafræna sjálfsmynd og að þetta sé samspil sem geti endurheimt traust ferðamanna til áfangastaða og ferðalaga almennt. Líta þarf á þetta sem fjárfestingu til framtíðar og tryggja fjármögnunarleiðir fyrir þau fyrirtæki sem hafa alla burði til að koma þannig sterkari undan vetri. Það er í þessu samhengi vert að minna á að forsendur þess að laða að og byggja upp traust ferðamanna er að öll gögn um þá séu vel varin, persónuvernd virt og að það ríki gegnsæi í meðferð gagna. Þetta verður að vera kjarninn í öllum tæknilegum lausnum.Er fyrirtækið þitt öruggur áningastaður á stafrænni vegferð ferðamannsins? Höfundur er verkefnastjóri stafrænnar þróunar hjá Ferðamálastofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Inga Rós Antoníusdóttir Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Hvenær blómstrar ferðaþjónustan á ný? Þeirri spurningu verður því miður ekki svarað hér. En við vitum að það kemur að því, þó það verði í breyttri mynd frá því sem áður þekktist. Ekki verður nóg að landamæri verði opin, sóttkvíarákvæði lögð af og að yfirvöld gefi út yfirlýsingar um öryggi ferðamanna á áfangastað. Greinin öll þarf að sameinast um að laga sig að breytti hegðun ferðamanna, nýjum þörfum og kröfum og þarf að gera það með sannfærandi hætti. Stafræn þróun í ferðaþjónustu snýst ekki lengur eingöngu um hagræðingu á einstaka sviðum rekstursins eða bætta upplifun útvaldra ferðamanna heldur er hún grundvallaratriði í samkeppnishæfni áfangastaða og ferðaþjónustufyrirtækja á tímum Covid 19. Ferðamenn munu gera kröfu um sem snertilausastan ferðamáta frá því að þeir yfirgefa heimili sitt í upprunalandinu og þar til þeir stíga inn á hótelherbergið sitt á áfangastað sem og í sem flestum upplifunum á meðan á ferðalaginu stendur. Hér er átt við atriði á borð við snertilausar bókanir og greiðslur fyrir samgöngur til og frá flugvelli, snertilausa innritun í flug sem og snertilausa innritun á gististað. Jafnvel með ströngum hreingerningaferlum vill ferðamaðurinn ekki þurfa að snerta skjái sem eru í meira og minna stanslausri notkun allan daginn, né þurfa að taka við herbergislykli/spjaldi sem hefur verið handleikið af öðrum. Veitingastaðir bjóða nú þegar margir hverjir upp á rafræna matseðla og sjá má fyrir sér aukningu á snertilausri framreiðslu. Forrit sem byggja á augngreiningu og/eða andlitsgreiningu, sem og raddskipanir munu sjást í auknum mæli í aðgangsstýringu, t.d. við landamæravörslu, á gististöðum og bílaleigubílum. Víðast hvar í heiminum eru íbúar og ferðamenn orðnir vanir því að geta leigt sér deilibíl með notkun á snjallforriti og andlitsgreiningu einni saman. Mikilvægt er að stjórnvöld, fjárfestar og greinin átti sig á mikilvægi þess að byggja upp stafræna sjálfsmynd og að þetta sé samspil sem geti endurheimt traust ferðamanna til áfangastaða og ferðalaga almennt. Líta þarf á þetta sem fjárfestingu til framtíðar og tryggja fjármögnunarleiðir fyrir þau fyrirtæki sem hafa alla burði til að koma þannig sterkari undan vetri. Það er í þessu samhengi vert að minna á að forsendur þess að laða að og byggja upp traust ferðamanna er að öll gögn um þá séu vel varin, persónuvernd virt og að það ríki gegnsæi í meðferð gagna. Þetta verður að vera kjarninn í öllum tæknilegum lausnum.Er fyrirtækið þitt öruggur áningastaður á stafrænni vegferð ferðamannsins? Höfundur er verkefnastjóri stafrænnar þróunar hjá Ferðamálastofu.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun