Hlutfall ungs fólks meðal smitaðra eykst sífellt Samúel Karl Ólason skrifar 19. ágúst 2020 07:52 Ungt fólk er að snúa aftur til skóla um þessi misseri. AP/Julia Wall Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin varaði við því í gær að ungt fólk væri nú að dreifa Covid-19 víða um heim. Fjöldi ungs fólks hafi smitast um heim allan en þau sýni heilt yfir minni einkenni en eldra fólk og eru því líklegri til að dreifa veirunni án þess að vera meðvituð um að þau beri hana. Sérfræðingar óttast að ástandið muni versna frekar með opnun skóla um þessi misseri. Takeshi Kasai, yfirmaður WHO fyrir vesturhluta Kyrrahafsins, sagði á blaðamannafundi í gær að heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar sem veldur Covid-19, væri að taka breytingum. „Fólk á þrítugs-, fertugs-, og fimmtugsaldri er að dreifa veirunni í meira magni,“ sagði Kasai á fundinum, samkvæmt frétt Washington Post. Til marks um það benti hann á tölur frá Ástralíu og Filippseyjum þar sem fólk undir fertugu er rúmlega helmingur þeirra sem hafa smitast. Í Japan er hlutfallið 65 prósent. Þetta er þveröfugt við undanfarna mánuði þar sem dreifing Covid-19 hefur að mestu verið meðal eldra fólks. Þessi breyting byrjaði að vera ljós í síðasta mánuði. Fyrr í þessum mánuði birti WHO greiningu á sex milljónum smitaðra sem sýndi að á milli 24. febrúar og 12. júlí jókst hlutfall fólks á aldrinum 15 til 24 ára úr 4,5 prósentum í fimmtán prósent. Sjá einnig: Breytt hegðun og ungt fólk að baki fjölgun smita Kasai sagði að þjóðarleiðtogar og ríkisstjórnir víða um heim þyrftu að reyna að tryggja að þessi dreifing nái ekki til viðkvæmra aðila eins og eldri borgara. Rúmlega 22 milljónir manna hafa smitast af Covid-19, svo vitað sé, og rúmlega 780 þúsund hafa dáið. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Fleiri fréttir Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Sjá meira
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin varaði við því í gær að ungt fólk væri nú að dreifa Covid-19 víða um heim. Fjöldi ungs fólks hafi smitast um heim allan en þau sýni heilt yfir minni einkenni en eldra fólk og eru því líklegri til að dreifa veirunni án þess að vera meðvituð um að þau beri hana. Sérfræðingar óttast að ástandið muni versna frekar með opnun skóla um þessi misseri. Takeshi Kasai, yfirmaður WHO fyrir vesturhluta Kyrrahafsins, sagði á blaðamannafundi í gær að heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar sem veldur Covid-19, væri að taka breytingum. „Fólk á þrítugs-, fertugs-, og fimmtugsaldri er að dreifa veirunni í meira magni,“ sagði Kasai á fundinum, samkvæmt frétt Washington Post. Til marks um það benti hann á tölur frá Ástralíu og Filippseyjum þar sem fólk undir fertugu er rúmlega helmingur þeirra sem hafa smitast. Í Japan er hlutfallið 65 prósent. Þetta er þveröfugt við undanfarna mánuði þar sem dreifing Covid-19 hefur að mestu verið meðal eldra fólks. Þessi breyting byrjaði að vera ljós í síðasta mánuði. Fyrr í þessum mánuði birti WHO greiningu á sex milljónum smitaðra sem sýndi að á milli 24. febrúar og 12. júlí jókst hlutfall fólks á aldrinum 15 til 24 ára úr 4,5 prósentum í fimmtán prósent. Sjá einnig: Breytt hegðun og ungt fólk að baki fjölgun smita Kasai sagði að þjóðarleiðtogar og ríkisstjórnir víða um heim þyrftu að reyna að tryggja að þessi dreifing nái ekki til viðkvæmra aðila eins og eldri borgara. Rúmlega 22 milljónir manna hafa smitast af Covid-19, svo vitað sé, og rúmlega 780 þúsund hafa dáið.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Fleiri fréttir Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Sjá meira