Erlent

Litlu mátti muna þegar flug­vallar­starfs­maður flaug vél án réttinda

Eiður Þór Árnason skrifar
Þessi stjórntæki eru ekki fyrir hvern sem er.
Þessi stjórntæki eru ekki fyrir hvern sem er. Getty/Roman Becker

Flugvallarstarfsmaður var nálægt því að hafa orðið valdur að flugslysi þegar hann flaug flugvél án tilskilinna réttinda í Virginíu-ríki í Bandaríkjunum.

Maðurinn er sakaður um að hafa sest í flugstjórnarklefann á minnst einni þotu árið 2018 og tekið á loft. Um var að ræða hættulega flugferð sem endað með því að vélin „hossaðist“ við lendingu, að sögn bandarískra alríkisyfirvalda.

Ryan Guy Parker er sagður hafa flogið í leyfisleysi yfir úthverfi Washington D.C. og með því stefnt lífi sínu og annarra í hættu.

Samkvæmt samgönguyfirvöldum rak Parker eitt sinn fyrirtæki sem sérhæfði sig í flugvélaþrifum og bar nafnið Outlaw Aviation.

Þann 27. september árið 2018 á hann að hafa flogið frá Shannon flugvelli í borginni Fredericksburg og verið nálægt því að brotlenda vélinni við lendingu.

Þá segja vitni að illt veður og slæmt skyggni hafi skapað ótryggar aðstæður fyrir flug þann daginn. Parker er einnig talinn tengjast öðru ósamþykktu flugtaki í byrjun september sama ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×