„Hún dó skelfingu lostin og ein í herbergi með þér“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. febrúar 2020 09:07 Grace Millane var nýútskrifuð úr háskóla og var á ferðalagi um heiminn þegar hún var myrt. Maðurinn sem fundinn var sekur um morðið á breska bakpokaferðalanginum Grace Millane var í morgun dæmdur í lífstíðarfangelsi. Móðir Millane ávarpaði morðingjann í dómsal og kvaðst oft hugsa um þjáninguna sem hann hefði valdið dóttur hennar. Millane var 22 ára á ferðalagi um Nýja-Sjáland þegar hún mælti sér mót við manninn, sem er 28 ára Nýsjálendingur, í gegnum stefnumótaforritið Tinder í lok árs 2018. Maðurinn var fundinn sekur um að hafa kyrkt Millane á hótelherbergi í Auckland er þau stunduðu kynlíf, troðið líki hennar í ferðatösku og grafið það í töskunni rétt fyrir utan borgarmörkin. Maðurinn, sem hefur ekki verið nafngreindur á grundvelli nýsjálenskra laga, hefur ávallt neitað sök. Sjá einnig: Óttaðist að deyja í kynlífi með manninum Réttarhöld í málinu hófust í fyrra og maðurinn var loks sakfelldur í lok nóvember. Dómur, sem hljóðaði upp á lífstíðarfangelsi, var svo kveðinn upp yfir honum í morgun. Maðurinn þarf að afplána minnst sautján ár af dómnum áður en hann getur sótt um reynslulausn. Gillian og David Millane, foreldrar Grace, fyrir framan dómshúsið í Auckland í nóvember síðastliðnum, þegar maðurinn var sakfelldur.Vísir/getty David og Gillian Millane, foreldrar Grace, voru viðstödd dómsuppkvaðninguna í gegnum netið. Gillian ávarpaði dóminn og sagði morðið á Grace hafa reynst henni afar þungbært, hún hafi orðið þunglynd og fengið sjálfsvígshugsanir. Þá kvað hún þau foreldra Grace ekki hafa getað veitt hvort öðru nægilegan stuðning. Sorgin hafi borið þau ofurliði og komið í veg fyrir að þau gætu sinnt daglegu lífi. „Ég græt endalausum tárum yfir tilhugsuninni um að fá aldrei tækifæri til að kyssa elsku Grace mína bless,“ sagði Gillian. Þá ávarpaði hún morðingjann loks beint. „Ég kvelst yfir því sem þú gerðir Grace minni, skelfingunni og sársaukanum sem hún hefur þurft að þola vegna þín. Sem móðir hennar hefði ég gert allt til að taka hennar stað. Ég hefði átt að vera þarna en hún dó skelfingu lostin og ein í herbergi með þér.“ Vitnisburð Gillian Millane má horfa á í spilaranum hér að neðan. Bæði dómari í málinu og saksóknari segja manninn hafa sýnt einbeittan brotavilja. Sá síðarnefndi lýsir verknaðinum jafnframt sem sérstaklega „siðspilltum“ í ljósi þess að eftir að maðurinn myrti Millane hafi hann horft á klám og tekið myndir af nöktu líki hennar. Morðið á Grace Millane hefur vakið mikinn óhugnað meðal Nýsjálendinga, einkum ungra kvenna. Saksóknari sagði við réttarhöldin að með verknaðinum hefði maðurinn gert Nýja-Sjáland að hættulegri stað og knúið konur til að endurhugsa sambönd sín við karlmenn. Morðið á Grace Millane Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Fundinn sekur um morðið á Grace Millane Dómstóll í Nýja-Sjálandi dæmdi í dag mann sekan um morðið á hinni bresku Grace Millane. 22. nóvember 2019 07:36 Keypti ferðatöskuna um morguninn og tróð svo líkinu í hana Myndbönd sem sýnd voru við réttarhöldin í gær sýna manninn fara út og kaupa ferðatösku og flytja líkið svo út í bíl. 14. nóvember 2019 08:56 „Einhver með blóð á iljunum“ gekk um herbergið Maðurinn sem grunaður er um að hafa myrt breska bakpokaferðalanginn Grace Millane reyndi að þrífa blóð af gólfi íbúðarinnar, þar sem Millane var myrt. 8. nóvember 2019 08:26 Myndbönd varpa ljósi á stefnumótið í aðdraganda morðsins Nýbirtar upptökur úr öryggismyndavélum sýna síðustu klukkustundirnar í lífi breska bakpokaferðalangsins Grace Millane. 7. nóvember 2019 11:00 Skildi líkið eftir í ferðatösku og fór á annað Tinder-stefnumót Karlmaður sem grunaður er um morð á breska bakpokaferðalangnum Grace Millane skildi lík Millane eftir í ferðatösku í íbúð sinni, eftir að hann framdi morðið á henni, og fór á Tinder-stefnumót. 6. nóvember 2019 09:02 Óttaðist að deyja í kynlífi með manninum Kona, sem fór á Tinder-stefnumót með manninum sem ákærður er fyrir að myrða breska bakpokaferðalanginn Grace Millane, segist hafa óttast að hann myndi kæfa hana þegar þau stunduðu kynlíf. 11. nóvember 2019 10:29 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Sjá meira
Maðurinn sem fundinn var sekur um morðið á breska bakpokaferðalanginum Grace Millane var í morgun dæmdur í lífstíðarfangelsi. Móðir Millane ávarpaði morðingjann í dómsal og kvaðst oft hugsa um þjáninguna sem hann hefði valdið dóttur hennar. Millane var 22 ára á ferðalagi um Nýja-Sjáland þegar hún mælti sér mót við manninn, sem er 28 ára Nýsjálendingur, í gegnum stefnumótaforritið Tinder í lok árs 2018. Maðurinn var fundinn sekur um að hafa kyrkt Millane á hótelherbergi í Auckland er þau stunduðu kynlíf, troðið líki hennar í ferðatösku og grafið það í töskunni rétt fyrir utan borgarmörkin. Maðurinn, sem hefur ekki verið nafngreindur á grundvelli nýsjálenskra laga, hefur ávallt neitað sök. Sjá einnig: Óttaðist að deyja í kynlífi með manninum Réttarhöld í málinu hófust í fyrra og maðurinn var loks sakfelldur í lok nóvember. Dómur, sem hljóðaði upp á lífstíðarfangelsi, var svo kveðinn upp yfir honum í morgun. Maðurinn þarf að afplána minnst sautján ár af dómnum áður en hann getur sótt um reynslulausn. Gillian og David Millane, foreldrar Grace, fyrir framan dómshúsið í Auckland í nóvember síðastliðnum, þegar maðurinn var sakfelldur.Vísir/getty David og Gillian Millane, foreldrar Grace, voru viðstödd dómsuppkvaðninguna í gegnum netið. Gillian ávarpaði dóminn og sagði morðið á Grace hafa reynst henni afar þungbært, hún hafi orðið þunglynd og fengið sjálfsvígshugsanir. Þá kvað hún þau foreldra Grace ekki hafa getað veitt hvort öðru nægilegan stuðning. Sorgin hafi borið þau ofurliði og komið í veg fyrir að þau gætu sinnt daglegu lífi. „Ég græt endalausum tárum yfir tilhugsuninni um að fá aldrei tækifæri til að kyssa elsku Grace mína bless,“ sagði Gillian. Þá ávarpaði hún morðingjann loks beint. „Ég kvelst yfir því sem þú gerðir Grace minni, skelfingunni og sársaukanum sem hún hefur þurft að þola vegna þín. Sem móðir hennar hefði ég gert allt til að taka hennar stað. Ég hefði átt að vera þarna en hún dó skelfingu lostin og ein í herbergi með þér.“ Vitnisburð Gillian Millane má horfa á í spilaranum hér að neðan. Bæði dómari í málinu og saksóknari segja manninn hafa sýnt einbeittan brotavilja. Sá síðarnefndi lýsir verknaðinum jafnframt sem sérstaklega „siðspilltum“ í ljósi þess að eftir að maðurinn myrti Millane hafi hann horft á klám og tekið myndir af nöktu líki hennar. Morðið á Grace Millane hefur vakið mikinn óhugnað meðal Nýsjálendinga, einkum ungra kvenna. Saksóknari sagði við réttarhöldin að með verknaðinum hefði maðurinn gert Nýja-Sjáland að hættulegri stað og knúið konur til að endurhugsa sambönd sín við karlmenn.
Morðið á Grace Millane Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Fundinn sekur um morðið á Grace Millane Dómstóll í Nýja-Sjálandi dæmdi í dag mann sekan um morðið á hinni bresku Grace Millane. 22. nóvember 2019 07:36 Keypti ferðatöskuna um morguninn og tróð svo líkinu í hana Myndbönd sem sýnd voru við réttarhöldin í gær sýna manninn fara út og kaupa ferðatösku og flytja líkið svo út í bíl. 14. nóvember 2019 08:56 „Einhver með blóð á iljunum“ gekk um herbergið Maðurinn sem grunaður er um að hafa myrt breska bakpokaferðalanginn Grace Millane reyndi að þrífa blóð af gólfi íbúðarinnar, þar sem Millane var myrt. 8. nóvember 2019 08:26 Myndbönd varpa ljósi á stefnumótið í aðdraganda morðsins Nýbirtar upptökur úr öryggismyndavélum sýna síðustu klukkustundirnar í lífi breska bakpokaferðalangsins Grace Millane. 7. nóvember 2019 11:00 Skildi líkið eftir í ferðatösku og fór á annað Tinder-stefnumót Karlmaður sem grunaður er um morð á breska bakpokaferðalangnum Grace Millane skildi lík Millane eftir í ferðatösku í íbúð sinni, eftir að hann framdi morðið á henni, og fór á Tinder-stefnumót. 6. nóvember 2019 09:02 Óttaðist að deyja í kynlífi með manninum Kona, sem fór á Tinder-stefnumót með manninum sem ákærður er fyrir að myrða breska bakpokaferðalanginn Grace Millane, segist hafa óttast að hann myndi kæfa hana þegar þau stunduðu kynlíf. 11. nóvember 2019 10:29 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Sjá meira
Fundinn sekur um morðið á Grace Millane Dómstóll í Nýja-Sjálandi dæmdi í dag mann sekan um morðið á hinni bresku Grace Millane. 22. nóvember 2019 07:36
Keypti ferðatöskuna um morguninn og tróð svo líkinu í hana Myndbönd sem sýnd voru við réttarhöldin í gær sýna manninn fara út og kaupa ferðatösku og flytja líkið svo út í bíl. 14. nóvember 2019 08:56
„Einhver með blóð á iljunum“ gekk um herbergið Maðurinn sem grunaður er um að hafa myrt breska bakpokaferðalanginn Grace Millane reyndi að þrífa blóð af gólfi íbúðarinnar, þar sem Millane var myrt. 8. nóvember 2019 08:26
Myndbönd varpa ljósi á stefnumótið í aðdraganda morðsins Nýbirtar upptökur úr öryggismyndavélum sýna síðustu klukkustundirnar í lífi breska bakpokaferðalangsins Grace Millane. 7. nóvember 2019 11:00
Skildi líkið eftir í ferðatösku og fór á annað Tinder-stefnumót Karlmaður sem grunaður er um morð á breska bakpokaferðalangnum Grace Millane skildi lík Millane eftir í ferðatösku í íbúð sinni, eftir að hann framdi morðið á henni, og fór á Tinder-stefnumót. 6. nóvember 2019 09:02
Óttaðist að deyja í kynlífi með manninum Kona, sem fór á Tinder-stefnumót með manninum sem ákærður er fyrir að myrða breska bakpokaferðalanginn Grace Millane, segist hafa óttast að hann myndi kæfa hana þegar þau stunduðu kynlíf. 11. nóvember 2019 10:29