Frambjóðendur í fjárhagskröggum Samúel Karl Ólason skrifar 21. febrúar 2020 12:40 Mike Bloomberg, til vinstri, og Bernie Sanders, til hægri, eru þeir einu meðal stóru frambjóðendanna sem virðast eiga nóg í kosningasjóðum sínum. AP/John Locher Forsetaframbjóðendur Demókrataflokksins eiga flestir í töluverðum fjárhagsvandræðum. Joe Biden, Pete Buttigieg, Amy Klobuchar og Elizabeth Warren berjast nú í bökkum við að framboð þeirra fari ekki á hausinn fyrir „ofurþriðjudaginn“ svokallaða þann þriðja mars. Öll hafa þau gefið út neyðarkall eftir framlögum. Tveir frambjóðendur eru þó í mun betri stöðu. Það eru þeir Bernie Sanders og milljarðamæringurinn Mike Bloomberg. Í byrjun febrúar sat Sanders á 17 milljónum dala í kosningasjóðum sínum. Joe Biden átti þá 7,1 milljón, Buttigieg átti 6,6, Klobuchar átti 2,9 og Warren 2,3. Bloomberg, er nokkurs konar svindlkall. Hann er metinn á rúmlega 60 milljarða dala og hefur þegar varið gífurlegum fjármunum í framboð sitt. Á morgun fer fram forval í Nevada og svo í Suður-Karólínu laugardaginn 29. febrúar. Þann þriðja mars verða þó um þriðjungur landsfundarfulltrúa í boði þar sem forvöl fara fram í fjórtán ríkjum. Í kjölfar þess er nánast öruggt að einhverjir frambjóðendur og jafnvel flestir muni hellast úr lestinni og gefast upp. „Við erum að etja kappi við milljarðamæring sem er að henda gífurlegum fjárhæðum í sjónvarpsauglýsingar í stað þess að standa í kosningabaráttu,“ skrifaði Buttigieg í tölvupóst til stuðningsmanna sinna. „Við þurfum að safna töluverðri upphæð, um þrettán milljónum, fyrir ofurþriðjudag til að vera samkeppnishæf.“ Hann safnaði einungis 6,2 milljónum í janúar. Samkvæmt frétt Politico sitja helstu bakhjarlar Demókrataflokksins á sér þessa dagana og fylgjast með Bernie Sanders. Hann virðist sífellt líklegri til að hljóta tilnefningu flokksins en margir innanflokksmenn óttast að Sanders geti ekki sigrað Donald Trump. Því eru þeir ragir við að láta fé af hendi rakna gegn Sanders, hvort sem það yrði í gegnum auglýsingar eða beint til annarra frambjóðanda, og valda þannig deilum meðal kjósenda Demókrataflokksins og draga enn frekar úr sigurlíkum Sanders. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Sjá meira
Forsetaframbjóðendur Demókrataflokksins eiga flestir í töluverðum fjárhagsvandræðum. Joe Biden, Pete Buttigieg, Amy Klobuchar og Elizabeth Warren berjast nú í bökkum við að framboð þeirra fari ekki á hausinn fyrir „ofurþriðjudaginn“ svokallaða þann þriðja mars. Öll hafa þau gefið út neyðarkall eftir framlögum. Tveir frambjóðendur eru þó í mun betri stöðu. Það eru þeir Bernie Sanders og milljarðamæringurinn Mike Bloomberg. Í byrjun febrúar sat Sanders á 17 milljónum dala í kosningasjóðum sínum. Joe Biden átti þá 7,1 milljón, Buttigieg átti 6,6, Klobuchar átti 2,9 og Warren 2,3. Bloomberg, er nokkurs konar svindlkall. Hann er metinn á rúmlega 60 milljarða dala og hefur þegar varið gífurlegum fjármunum í framboð sitt. Á morgun fer fram forval í Nevada og svo í Suður-Karólínu laugardaginn 29. febrúar. Þann þriðja mars verða þó um þriðjungur landsfundarfulltrúa í boði þar sem forvöl fara fram í fjórtán ríkjum. Í kjölfar þess er nánast öruggt að einhverjir frambjóðendur og jafnvel flestir muni hellast úr lestinni og gefast upp. „Við erum að etja kappi við milljarðamæring sem er að henda gífurlegum fjárhæðum í sjónvarpsauglýsingar í stað þess að standa í kosningabaráttu,“ skrifaði Buttigieg í tölvupóst til stuðningsmanna sinna. „Við þurfum að safna töluverðri upphæð, um þrettán milljónum, fyrir ofurþriðjudag til að vera samkeppnishæf.“ Hann safnaði einungis 6,2 milljónum í janúar. Samkvæmt frétt Politico sitja helstu bakhjarlar Demókrataflokksins á sér þessa dagana og fylgjast með Bernie Sanders. Hann virðist sífellt líklegri til að hljóta tilnefningu flokksins en margir innanflokksmenn óttast að Sanders geti ekki sigrað Donald Trump. Því eru þeir ragir við að láta fé af hendi rakna gegn Sanders, hvort sem það yrði í gegnum auglýsingar eða beint til annarra frambjóðanda, og valda þannig deilum meðal kjósenda Demókrataflokksins og draga enn frekar úr sigurlíkum Sanders.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Sjá meira