„Gætum þurft að borga himinháan þrifakostnað ef ein okkar missir legvatnið“ Stefán Árni Pálsson skrifar 21. febrúar 2020 14:30 Þessar konur hafa slegið í gegn sem uppistandarar. mynd/Hlín Arngrímsdóttir Uppistandshópurinn Fyndnustu mínar skaut fyrst upp kollinum árið 2018 og fjallar um veruleika ungra kvenna árið 2020. Undanfarin tvö ár hafa þær staðið fyrir reglulegum uppistandskvöldum á hinum ýmsu stöðum og selt upp á sýningar í Þjóðleikhússkjallaranum, Hard Rock og Tjarnarbíói. Nú er komið að næstu sýningarröð en næstkomandi laugardag frumsýna þær sýninguna Bestu Mínar á jarðhæð Kex, oft kallað Gamla Nýló. Um leið slá þær til heljarinnar veislu en DJ Mellí heldur uppi stuðinu fyrir og eftir sýningu. Hópurinn samanstendur af Lóu Björk Björnsdóttur, Rebeccu Scott Lord og Heklu Elísabetu Aðalsteinsdóttur. Sú síðastnefnda er nýjasti meðlimur hópsins og fyllir upp í skarðið fyrir Sölku Gullbrá Þórarinsdóttur, sem er í tímabundnu þungunarleyfi frá uppistandi. Síminn stoppar ekki „Það er náttúrulega ekkert grín að vera ólétt svo hún tók ákvörðun um að setjast á bekkinn um stundarsakir og hvíla sig fyrir komandi átök,“ segir Hekla Elísabet. „Við gætum þurft að borga himinháan þrifakostnað ef ein okkar missir legvatnið á sviðinu þannig að ég er hæstánægð með þetta fyrirkomulag“. Vinsældir hópsins hafa farið ört vaxandi og hafa þær verið að troða upp á hinum ýmsu viðburðum, fyrirtækjaskemmtunum og í skólum upp á síðkastið. „Síminn stoppar ekki, ég þurfti að hætta á Instagram til að fá smá frið,“ segir Lóa Björk, fjölmiðla- og sviðslistakona. „Enda leggjum við mikinn metnað í það sem við gerum og stefnum á algjöra yfirtöku á þessu sviði,“ bætir hún við en hægt er að kaupa miða á sýningar þeirra á tix.is. Uppistand Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið Fleiri fréttir Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Stórmyndir í útrýmingarhættu Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Sjá meira
Uppistandshópurinn Fyndnustu mínar skaut fyrst upp kollinum árið 2018 og fjallar um veruleika ungra kvenna árið 2020. Undanfarin tvö ár hafa þær staðið fyrir reglulegum uppistandskvöldum á hinum ýmsu stöðum og selt upp á sýningar í Þjóðleikhússkjallaranum, Hard Rock og Tjarnarbíói. Nú er komið að næstu sýningarröð en næstkomandi laugardag frumsýna þær sýninguna Bestu Mínar á jarðhæð Kex, oft kallað Gamla Nýló. Um leið slá þær til heljarinnar veislu en DJ Mellí heldur uppi stuðinu fyrir og eftir sýningu. Hópurinn samanstendur af Lóu Björk Björnsdóttur, Rebeccu Scott Lord og Heklu Elísabetu Aðalsteinsdóttur. Sú síðastnefnda er nýjasti meðlimur hópsins og fyllir upp í skarðið fyrir Sölku Gullbrá Þórarinsdóttur, sem er í tímabundnu þungunarleyfi frá uppistandi. Síminn stoppar ekki „Það er náttúrulega ekkert grín að vera ólétt svo hún tók ákvörðun um að setjast á bekkinn um stundarsakir og hvíla sig fyrir komandi átök,“ segir Hekla Elísabet. „Við gætum þurft að borga himinháan þrifakostnað ef ein okkar missir legvatnið á sviðinu þannig að ég er hæstánægð með þetta fyrirkomulag“. Vinsældir hópsins hafa farið ört vaxandi og hafa þær verið að troða upp á hinum ýmsu viðburðum, fyrirtækjaskemmtunum og í skólum upp á síðkastið. „Síminn stoppar ekki, ég þurfti að hætta á Instagram til að fá smá frið,“ segir Lóa Björk, fjölmiðla- og sviðslistakona. „Enda leggjum við mikinn metnað í það sem við gerum og stefnum á algjöra yfirtöku á þessu sviði,“ bætir hún við en hægt er að kaupa miða á sýningar þeirra á tix.is.
Uppistand Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið Fleiri fréttir Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Stórmyndir í útrýmingarhættu Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Sjá meira