Fótbolti

Hazard missir af leiknum gegn City og El Clásico

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hazard biður um skiptingu gegn Levante.
Hazard biður um skiptingu gegn Levante. vísir/getty

Eden Hazard verður frá næstu vikurnar vegna meiðsla.

Hazard fór meiddur af velli í seinni hálfleik þegar Real Madrid tapaði fyrir Levante, 1-0, í spænsku úrvalsdeildinni í gær.

Við nánari skoðun kom í ljós að Hazard er með brákað bein í ökkla. Hann var nýkominn til baka eftir þriggja mánaða fjarveru vegna ökklameiðsla.

Hazard missir m.a. af fyrri leik Real Madrid og Manchester City í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu á miðvikudaginn og stórleiknum gegn Barcelona, El Clásico, á sunnudaginn.

Belginn hefur aðeins leikið 15 leiki fyrir Real Madrid á sínu fyrsta tímabili hjá félaginu.

Real Madrid er í 2. sæti spænsku deildarinnar með 53 stig, tveimur stigum á eftir toppliði Barcelona.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×