Sálfræðiþjónusta fyrir alla Emilía Björt Írisardóttir skrifar 24. febrúar 2020 12:35 Alþingi hefur nú til afgreiðslu frumvarp Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur hvers markmið er að færa sálfræðiþjónustu undir sjúkratryggingakerfið og það eina sem ég get sagt við því er: Loksins. Því sálfræðimeðferð fylgir gífurlegur kostnaður, mun meiri en fylgir heimsóknum til sérfræðilækna. Sá kostnaðarmunur orsakast einmitt af því að við erum tryggð fyrir læknisþjónustu, líkamlegum og sjáanlegum veikindum, en við erum ekki tryggð fyrir sálfræðiþjónustu, andlegum og ósýnilegum veikindum. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin telur um 22-24% íbúa vestrænna landa þjást af geðheilbrigðisvanda einhvern tímann á lífsleiðinni. Þá eru um það bil einn af hverjum fimm, jafnvel einn af hverjum fjórum Íslendingum, sem eru að glíma, hafa glímt við eða munu glíma við slíkan sjúkdóm. Þessi tölfræði tekur ekki einu sinni mið af fíknivanda og hækkar því hlutfallið ef við tökum það með í reikninginn. En þrátt fyrir þessa háu tíðni sjá alltof margir sér ekki fært að leita sér aðstoðar vegna fjárskorts eða fjarlægðar. Ungir og efnalitlir í vanda Algengast er að geðsjúkdómar komi fram á yngri árum. Á Íslandi er flest ungt fólk í skóla þökk sé góðu aðgengi að menntun, en ekki í vinnu. Ungt fólk sem ekki er í fullu starfi á svo ekkert endilega sérstaklega mikinn pening og nýtur ekki sömu réttinda innan stéttarfélaga, þið sjáið hvert ég er að fara með þetta. Flest ungt fólk, og sér í lagi þau sem ekki eiga efnaða foreldra eða þurfa alfarið að standa á eigin fótum, á ekki fyrir sálfræðiþjónustu. Almennt verð fyrir klukkutíma af samtalsmeðferð hjá sálfræðingi er um 15.000-19.000 krónur. Ég fagna því að sálfræðingar séu komnir til starfa hjá heilsugæslunum en þar er mörgum að sinna og getur biðin verið löng. Í sjálfu sér endurspeglar þessi langa bið brýna þörf á sálfræðiþjónustu. Sálfræðiþjónusta er persónuleg og það skiptir máli að hafa aðgang að sínum sálfræðingi, þeim sem maður myndar meðferðarsamband við, og að fólk hafi val. 57% öryrkja hafa verið greindir með geðsjúkdóm og 38% öryrkja eru öryrkjar vegna geðsjúkdóms. Ég vil ítreka, 38% öryrkja, 7200 manns, eru öryrkjar vegna geðsjúkdóms. Það er einfaldara að fara til læknis og fá uppáskrifuð geðlyf en að leita sér samtalsmeðferðar hjá sálfræðingi. Það stafar af því að við niðurgreiðum sérfræðiþjónustu lækna en ekki sálfræðiþjónustu. Það er því verið að skerða aðgang efnaminni að öflugu gagnreyndu meðferðarúrræði. Sálfræðiþjónustu í sjúkratryggingarkerfið Við sem þjóð þurfum sálfræðiþjónustu sem hluta af sjúkratryggingakerfinu sem allra fyrst. Í greinargerð frumvarpsins kemur fram að á Íslandi sé hæsta hlutfall kvenna á aldrinum 18-25 í allri Evrópu með þunglyndiseinkenni. Getur verið að það stafi af því að það er hreinlega ekki nægjanlegt aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu tryggt með núverandi fyrirkomulagi? Ég vona að þetta mikilvæga frumvarp hljóti skjóta afgreiðslu á Alþingi. Það er sérstakt fagnaðarefni að það virðist vera sem svo að allur þingheimur hafi sameinast um málið, en auk Þorgerðar eru 23 þingmenn úr öllum flokkum sem styðja málið. Það er statt í velferðarnefnd þingsins og bíður afgreiðslu. Nái frumvarpið fram að ganga mun aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu stórbatna og einstaklingar vonandi hafa loksins efni á því að leita sér hjálpar, með niðurgreiddri sálfræðimeðferð. Það á nefnilega ekki að vera munur á því hvort maður finni til í líkamanum eða í sálinni.Höfundur er varaforseti Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Heilbrigðismál Viðreisn Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Alþingi hefur nú til afgreiðslu frumvarp Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur hvers markmið er að færa sálfræðiþjónustu undir sjúkratryggingakerfið og það eina sem ég get sagt við því er: Loksins. Því sálfræðimeðferð fylgir gífurlegur kostnaður, mun meiri en fylgir heimsóknum til sérfræðilækna. Sá kostnaðarmunur orsakast einmitt af því að við erum tryggð fyrir læknisþjónustu, líkamlegum og sjáanlegum veikindum, en við erum ekki tryggð fyrir sálfræðiþjónustu, andlegum og ósýnilegum veikindum. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin telur um 22-24% íbúa vestrænna landa þjást af geðheilbrigðisvanda einhvern tímann á lífsleiðinni. Þá eru um það bil einn af hverjum fimm, jafnvel einn af hverjum fjórum Íslendingum, sem eru að glíma, hafa glímt við eða munu glíma við slíkan sjúkdóm. Þessi tölfræði tekur ekki einu sinni mið af fíknivanda og hækkar því hlutfallið ef við tökum það með í reikninginn. En þrátt fyrir þessa háu tíðni sjá alltof margir sér ekki fært að leita sér aðstoðar vegna fjárskorts eða fjarlægðar. Ungir og efnalitlir í vanda Algengast er að geðsjúkdómar komi fram á yngri árum. Á Íslandi er flest ungt fólk í skóla þökk sé góðu aðgengi að menntun, en ekki í vinnu. Ungt fólk sem ekki er í fullu starfi á svo ekkert endilega sérstaklega mikinn pening og nýtur ekki sömu réttinda innan stéttarfélaga, þið sjáið hvert ég er að fara með þetta. Flest ungt fólk, og sér í lagi þau sem ekki eiga efnaða foreldra eða þurfa alfarið að standa á eigin fótum, á ekki fyrir sálfræðiþjónustu. Almennt verð fyrir klukkutíma af samtalsmeðferð hjá sálfræðingi er um 15.000-19.000 krónur. Ég fagna því að sálfræðingar séu komnir til starfa hjá heilsugæslunum en þar er mörgum að sinna og getur biðin verið löng. Í sjálfu sér endurspeglar þessi langa bið brýna þörf á sálfræðiþjónustu. Sálfræðiþjónusta er persónuleg og það skiptir máli að hafa aðgang að sínum sálfræðingi, þeim sem maður myndar meðferðarsamband við, og að fólk hafi val. 57% öryrkja hafa verið greindir með geðsjúkdóm og 38% öryrkja eru öryrkjar vegna geðsjúkdóms. Ég vil ítreka, 38% öryrkja, 7200 manns, eru öryrkjar vegna geðsjúkdóms. Það er einfaldara að fara til læknis og fá uppáskrifuð geðlyf en að leita sér samtalsmeðferðar hjá sálfræðingi. Það stafar af því að við niðurgreiðum sérfræðiþjónustu lækna en ekki sálfræðiþjónustu. Það er því verið að skerða aðgang efnaminni að öflugu gagnreyndu meðferðarúrræði. Sálfræðiþjónustu í sjúkratryggingarkerfið Við sem þjóð þurfum sálfræðiþjónustu sem hluta af sjúkratryggingakerfinu sem allra fyrst. Í greinargerð frumvarpsins kemur fram að á Íslandi sé hæsta hlutfall kvenna á aldrinum 18-25 í allri Evrópu með þunglyndiseinkenni. Getur verið að það stafi af því að það er hreinlega ekki nægjanlegt aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu tryggt með núverandi fyrirkomulagi? Ég vona að þetta mikilvæga frumvarp hljóti skjóta afgreiðslu á Alþingi. Það er sérstakt fagnaðarefni að það virðist vera sem svo að allur þingheimur hafi sameinast um málið, en auk Þorgerðar eru 23 þingmenn úr öllum flokkum sem styðja málið. Það er statt í velferðarnefnd þingsins og bíður afgreiðslu. Nái frumvarpið fram að ganga mun aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu stórbatna og einstaklingar vonandi hafa loksins efni á því að leita sér hjálpar, með niðurgreiddri sálfræðimeðferð. Það á nefnilega ekki að vera munur á því hvort maður finni til í líkamanum eða í sálinni.Höfundur er varaforseti Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun