Tvíburar nú í sitthvoru NBA-liðinu í Los Angeles borg Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. febrúar 2020 17:30 Markieff Morris og Marcus Morris eftir einn af leikjunum þar sem þeir hafa mæst inn á NBA vellinum. Getty/Adam Glanzman Los Angeles Lakers samdi við Markieff Morris í gær sem eru sérstaklega áhugaverðar fréttir úr NBA-deildinni í körfubolta út frá því hvar tvíburabróðir hans spilar. Markieff Morris mun fá það hlutverk að koma inn af bekknum hjá Lakers liðinu og mögulega leysa Anthony Davis af. Markieff Morris er 203 sentímetrar en um leið fínasta þriggja stiga skytta. Los Angeles liðin, Lakers og Clippers, eru líkleg til að fara langt í NBA-deildinni en þau hafa bæði bætt við sig stórstjörnum á síðustu árum. Það þykir líklegt að LA-liðin mætist í úrslitakeppninni. Á dögunum fékk Los Angeles Clippers Marcus Morris, tvíburabróðir Markieff, í leikmannaskiptum við New York Knicks. Marcus Morris skoraði tíu stig í fyrsta leik sínum með Clippers og er með 9,8 stig og 4,8 fráköst að meðaltali í fyrstu fjórum leikjunum. Markieff Morris signs with Lakers: Twins now on opposite sides of LA rivalry https://t.co/A8BJnuNpNgpic.twitter.com/gbMKdU331b— Sporting News NBA (@sn_nba) February 24, 2020 Marcus Morris hafði verið með 19,6 stig og 5,4 fráköst að meðaltali í búningi New York Knicks í vetur. Markieff Morris gerði starfslokasamning við Detroit Pistons og var því laus allra mála. Hann valdi það að semja við Los Angeles Lakers. Markieff Morris var með 11,0 stig, 3,9 fráköst og 1,6 stoðsendingu að meðaltali á 22,5 mínútum í leik með Detroit Pistons í NBA-deildinni í vetur. OFFICIAL: The Lakers have signed Markieff Morris. Welcome to L.A., @Keefmorris! pic.twitter.com/0FtMjPlCOI— Los Angeles Lakers (@Lakers) February 24, 2020 Markieff Morris hefur alls spilað 623 leiki í NBA-deildinni með liðum Phoenix Suns, Washington Wizards, Oklahoma City Thunder og Detroit en í þeim er hann með 11,6 stig, 5,4 fráköst og 1,7 stoðsendingar að meðaltali í leik. Markieff og Marcus Morris eru fæddir 2. september 1989 eru því á 31 aldursári. Morris er sjö mínútum yngri en Markieff. Markieff Morris hefur spilað alls 24 leiki í úrslitakeppni NBA þar af 13 þeirra á 206-17 tímabilinu með Washington Wizards. Marcus Morris hefur spilað 32 leiki í úrslitakeppninni þar af 19 þeirra með Boston Celtics á 2017-18 tímabilinu. The Morris Twins Ultimately Deciding Who Makes The Finals In The West Is The Drama We Need https://t.co/MEhEpsmdYkpic.twitter.com/DYoLBoJsQ4— Barstool Sports (@barstoolsports) February 21, 2020 NBA Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Sjá meira
Los Angeles Lakers samdi við Markieff Morris í gær sem eru sérstaklega áhugaverðar fréttir úr NBA-deildinni í körfubolta út frá því hvar tvíburabróðir hans spilar. Markieff Morris mun fá það hlutverk að koma inn af bekknum hjá Lakers liðinu og mögulega leysa Anthony Davis af. Markieff Morris er 203 sentímetrar en um leið fínasta þriggja stiga skytta. Los Angeles liðin, Lakers og Clippers, eru líkleg til að fara langt í NBA-deildinni en þau hafa bæði bætt við sig stórstjörnum á síðustu árum. Það þykir líklegt að LA-liðin mætist í úrslitakeppninni. Á dögunum fékk Los Angeles Clippers Marcus Morris, tvíburabróðir Markieff, í leikmannaskiptum við New York Knicks. Marcus Morris skoraði tíu stig í fyrsta leik sínum með Clippers og er með 9,8 stig og 4,8 fráköst að meðaltali í fyrstu fjórum leikjunum. Markieff Morris signs with Lakers: Twins now on opposite sides of LA rivalry https://t.co/A8BJnuNpNgpic.twitter.com/gbMKdU331b— Sporting News NBA (@sn_nba) February 24, 2020 Marcus Morris hafði verið með 19,6 stig og 5,4 fráköst að meðaltali í búningi New York Knicks í vetur. Markieff Morris gerði starfslokasamning við Detroit Pistons og var því laus allra mála. Hann valdi það að semja við Los Angeles Lakers. Markieff Morris var með 11,0 stig, 3,9 fráköst og 1,6 stoðsendingu að meðaltali á 22,5 mínútum í leik með Detroit Pistons í NBA-deildinni í vetur. OFFICIAL: The Lakers have signed Markieff Morris. Welcome to L.A., @Keefmorris! pic.twitter.com/0FtMjPlCOI— Los Angeles Lakers (@Lakers) February 24, 2020 Markieff Morris hefur alls spilað 623 leiki í NBA-deildinni með liðum Phoenix Suns, Washington Wizards, Oklahoma City Thunder og Detroit en í þeim er hann með 11,6 stig, 5,4 fráköst og 1,7 stoðsendingar að meðaltali í leik. Markieff og Marcus Morris eru fæddir 2. september 1989 eru því á 31 aldursári. Morris er sjö mínútum yngri en Markieff. Markieff Morris hefur spilað alls 24 leiki í úrslitakeppni NBA þar af 13 þeirra á 206-17 tímabilinu með Washington Wizards. Marcus Morris hefur spilað 32 leiki í úrslitakeppninni þar af 19 þeirra með Boston Celtics á 2017-18 tímabilinu. The Morris Twins Ultimately Deciding Who Makes The Finals In The West Is The Drama We Need https://t.co/MEhEpsmdYkpic.twitter.com/DYoLBoJsQ4— Barstool Sports (@barstoolsports) February 21, 2020
NBA Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Sjá meira