Hafa skipulagt eftirpartý í anda hins viðfræga Euroclub Stefán Árni Pálsson skrifar 24. febrúar 2020 15:30 Ísak er í stjórn FÁSES. Eurovision-aðdáendur ætla að fagna úrslitum Söngvakeppninnar á laugardagskvöldið næstkomandi á Iðnó þar sem félagar í FÁSES (Félag áhugafólks um Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva) hafa skipulagt eftirpartý í anda hins viðfræga Euroclub. Fram koma meðal annars KEiiNO, Hera Björk og Regína Ósk eins og segir í tilkynningu frá FÁSES. Á hverju ári er opnaður skemmtistaður í tengslum við Eurovision í borginni sem heldur keppnina sem kallast Euroclub. Þar geta eldheitir aðdáendur slett úr klaufunum undir valinkunnum Eurovision-lögum ásamt því að njóta lifandi flutnings margra keppenda. Fimm lög verða flutt á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar á laugardagskvöldið í Laugardalshöllinni en þá verður ákveðið hvaða lag við Íslendingar sendum í Eurovision 2020 í Rotterdam. „Við í FÁSES ákváðum að koma með stemminguna heim og æfa okkur í að halda Euroclub, því að þegar við Íslendingar vinnum þurfum við að skipuleggja slíkan klúbb hér í Reykjavík,” segir Ísak Pálmason stjórnarmaður í FÁSES. „Þar hafa aðdáendur keppninnar tækifæri til að skemmta sér ásamt keppendum við Eurovision-tónlist fram á rauða nótt.” Ísak segir að meðlimir FÁSES hafi haft samband við norska bandið KEiiNO og reynt að fá þau til landsins. „Þau voru mjög spennt og ætla að mæta með prógrammið sitt sem þau hafa verið að túra með um Evrópu síðan þau unnu símakosninguna í Eurovision 2019.” Vildu einnig íslenskar Eurovision-stjörnur Árlega leggja margir Eurovision-aðdáendur upp í ferðalög til að vera viðstaddir úrslit forkeppna um alla Evrópu og eru nokkrir erlendir aðdáendur væntanlegir til Íslands. „Okkur fannst nauðsynlegt að vera með íslenskar Eurovision-stjörnur líka svo við höfðum samband við Heru Björku og Regínu og þær voru meira en til í að koma fram. Svo erum við með leynigesti sem við ætlum ekki að kjafta frá til að halda smá spennu í þessu,” bætir Ísak við. Dj Ohrmeister frá Þýskalandi, sem er einn af plötusnúðunum sem spila á hverju ári á Euroclub, mætir á svæðið og spilar öll skemmtilegustu Eurovision danslögin. „Dj Ohrmester er einn af vinsælustu Eurovision plötusnúðum í heimi og spilar reglulega á Eurovision skemmtistöðum um alla Evrópu.” Júróklúbburinn opnar strax eftir úrslit Söngvakeppninnar laugardagskvöldið 29. febrúar á Iðnó í miðborg Reykjavíkur. Miðasala fer fram á fases.is. Eurovision Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira
Eurovision-aðdáendur ætla að fagna úrslitum Söngvakeppninnar á laugardagskvöldið næstkomandi á Iðnó þar sem félagar í FÁSES (Félag áhugafólks um Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva) hafa skipulagt eftirpartý í anda hins viðfræga Euroclub. Fram koma meðal annars KEiiNO, Hera Björk og Regína Ósk eins og segir í tilkynningu frá FÁSES. Á hverju ári er opnaður skemmtistaður í tengslum við Eurovision í borginni sem heldur keppnina sem kallast Euroclub. Þar geta eldheitir aðdáendur slett úr klaufunum undir valinkunnum Eurovision-lögum ásamt því að njóta lifandi flutnings margra keppenda. Fimm lög verða flutt á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar á laugardagskvöldið í Laugardalshöllinni en þá verður ákveðið hvaða lag við Íslendingar sendum í Eurovision 2020 í Rotterdam. „Við í FÁSES ákváðum að koma með stemminguna heim og æfa okkur í að halda Euroclub, því að þegar við Íslendingar vinnum þurfum við að skipuleggja slíkan klúbb hér í Reykjavík,” segir Ísak Pálmason stjórnarmaður í FÁSES. „Þar hafa aðdáendur keppninnar tækifæri til að skemmta sér ásamt keppendum við Eurovision-tónlist fram á rauða nótt.” Ísak segir að meðlimir FÁSES hafi haft samband við norska bandið KEiiNO og reynt að fá þau til landsins. „Þau voru mjög spennt og ætla að mæta með prógrammið sitt sem þau hafa verið að túra með um Evrópu síðan þau unnu símakosninguna í Eurovision 2019.” Vildu einnig íslenskar Eurovision-stjörnur Árlega leggja margir Eurovision-aðdáendur upp í ferðalög til að vera viðstaddir úrslit forkeppna um alla Evrópu og eru nokkrir erlendir aðdáendur væntanlegir til Íslands. „Okkur fannst nauðsynlegt að vera með íslenskar Eurovision-stjörnur líka svo við höfðum samband við Heru Björku og Regínu og þær voru meira en til í að koma fram. Svo erum við með leynigesti sem við ætlum ekki að kjafta frá til að halda smá spennu í þessu,” bætir Ísak við. Dj Ohrmeister frá Þýskalandi, sem er einn af plötusnúðunum sem spila á hverju ári á Euroclub, mætir á svæðið og spilar öll skemmtilegustu Eurovision danslögin. „Dj Ohrmester er einn af vinsælustu Eurovision plötusnúðum í heimi og spilar reglulega á Eurovision skemmtistöðum um alla Evrópu.” Júróklúbburinn opnar strax eftir úrslit Söngvakeppninnar laugardagskvöldið 29. febrúar á Iðnó í miðborg Reykjavíkur. Miðasala fer fram á fases.is.
Eurovision Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira