Akfeit ugla send í megrun Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. febrúar 2020 10:54 Uglan bústna. Mynd/Uglusetur Suffolk. Það getur verið erfitt að standast freistingar og svo virðist sem það eigi ekki síður við uglur en menn ef marka má nýlegt dæmi frá Bretlandi. Þar fannst ugla í skurði sem átti erfitt með að hefja sig á loft. Þeir sem fundu ugluna töldu hana vera slasaða en uglan var blaut og hrakin. Var henni í snarhasti komið til uglusetursins í Suffolk í austurhluta Englands. Eftir búið var að hlúa að uglunni, þurrka hana og hugsa vel um kom í ljós að henni gekk afar illa að fljúga. Því næst var athugað hvort uglan hafi verið gæludýr en svo reyndist ekki vera, í það minnsta fúlsaði hún við þekktum fuglamat sem gæludýrum í fljúgandi formi er jafnan gefið. „Við rannsökuðum hana í bak og fyrir og komumst að því að það var ekkert að henni nema það að hún var alveg í einstakri yfirvigt. Hín var mjög, mjög bústin og blaut,“ sagði Rufus Samkin í samtali við CNN sem fjallaði um raunir hinnar akfeitu uglu. Sagði hann að þekkt væri að uglur ættu erfitt með að fljúga væru þær of blautar en að þessi tiltekna hafi ekki getað flogið, óháð því hvort hún væri blaut eða þurr. „Hún var þriðjungi þyngri en hin venjulega ugla sem kemur hingað, þannig að hún var umtalsvert stærri,“ að sögn Samkin sem bætti við að mikil fita hafði safnast saman á kvið uglunnar og á læri hennar. En hvað var það sem olli því að uglan var svona bústin? „Þegar við könnuðum málið nánar þá kom í ljós að þar sem hún fannst var allt morandi í villtum músum. Þetta hefur verið gott ár fyrir ránfugla og þannig að ég tel að að hún hafi bara einfaldlega látið of mikið eftir sér, orðið mjög feit þannig að hún festist í skurðinumi og gat ekki flogið,“ sagði Samkin. Allt er þó gott sem endar vel. Uglan var sett á tveggja vikna megrunarkúr áður en að henni var sleppt á nýjan leik. Bretland Dýr Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira
Það getur verið erfitt að standast freistingar og svo virðist sem það eigi ekki síður við uglur en menn ef marka má nýlegt dæmi frá Bretlandi. Þar fannst ugla í skurði sem átti erfitt með að hefja sig á loft. Þeir sem fundu ugluna töldu hana vera slasaða en uglan var blaut og hrakin. Var henni í snarhasti komið til uglusetursins í Suffolk í austurhluta Englands. Eftir búið var að hlúa að uglunni, þurrka hana og hugsa vel um kom í ljós að henni gekk afar illa að fljúga. Því næst var athugað hvort uglan hafi verið gæludýr en svo reyndist ekki vera, í það minnsta fúlsaði hún við þekktum fuglamat sem gæludýrum í fljúgandi formi er jafnan gefið. „Við rannsökuðum hana í bak og fyrir og komumst að því að það var ekkert að henni nema það að hún var alveg í einstakri yfirvigt. Hín var mjög, mjög bústin og blaut,“ sagði Rufus Samkin í samtali við CNN sem fjallaði um raunir hinnar akfeitu uglu. Sagði hann að þekkt væri að uglur ættu erfitt með að fljúga væru þær of blautar en að þessi tiltekna hafi ekki getað flogið, óháð því hvort hún væri blaut eða þurr. „Hún var þriðjungi þyngri en hin venjulega ugla sem kemur hingað, þannig að hún var umtalsvert stærri,“ að sögn Samkin sem bætti við að mikil fita hafði safnast saman á kvið uglunnar og á læri hennar. En hvað var það sem olli því að uglan var svona bústin? „Þegar við könnuðum málið nánar þá kom í ljós að þar sem hún fannst var allt morandi í villtum músum. Þetta hefur verið gott ár fyrir ránfugla og þannig að ég tel að að hún hafi bara einfaldlega látið of mikið eftir sér, orðið mjög feit þannig að hún festist í skurðinumi og gat ekki flogið,“ sagði Samkin. Allt er þó gott sem endar vel. Uglan var sett á tveggja vikna megrunarkúr áður en að henni var sleppt á nýjan leik.
Bretland Dýr Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira