„Of snemmt að tala um að aflýsa Ólympíuleikunum“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. febrúar 2020 21:00 Katsunobu Kato, heilbrigðismálaráðherra Japans, er ekki tilbúinn að ræða stöðuna á Ólympíuleikunum í sumar. Getty/ Asahi Shimbun Kórónuveiran er þegar farinn að hafa mikil áhrif á íþróttaheiminn, fjölda íþróttaviðburðum hefur verið frestað í Kína og nú síðast hefur ítalska knattspyrnusambandið þurft bæði að fresta leikjum í ítölsku deildinni sem og láta leiki fara fram fyrir framan luktar dyr. Það er því ekkert skrýtið að sumir hafi áhyggjur af Ólympíuleikunum sem fara fram í Tókýó í Japan í sumar. Ólympíuleikarnir eiga að standa yfir frá 24. júlí til 9. ágúst. Katsunobu Kato, heilbrigðismálaráðherra Japans, ræddi við fjölmiðla í tilefni af stöðunni nú þegar aðeins rúmir fjórar mánuðir eru í að Ólympíuleikarnir eiga að hefjast. Ólympíuleikarnir áttu ekki að vera til umræðu heldur viðbragðsáætlun vegna kórónuveirunnar. Kato var spurður út í ráðstafanir stjórnvalda í Japans vegna kórónuveirunnar, hvort að þau ætluðu að auka eftirlit, gefa fólki tækifæri á að vinna meira að heiman eða gera sérstakar ráðstafanir á sjúkrahúsum. Japanskir blaðamenn nýttu líka tækifærið til að forvitnast um stöðuna á Ólympíuleikunum eins og sjá má hér fyrir neðan. Klippa: Áhyggjur af áhrifum kórónaveirunnar á ÓL í sumar „Þú nefnir Ólympíuleikanna í Tókýó en við erum að tala um daginn i dag. Ólympíuleikarnir eru í júlí og þetta er ekki rétti tíminn til að ræða aðgerðir vegna þeirra. Það er of snemmt að tala um að aflýsa Ólympíuleikunum. Okkar stefna í dag er að gera ráðstafanir vegna stöðunnar í dag og það strax,“ sagði Katsunobu Kato. „Í mörgum tilfellum hafa sýktir aðilar varla smitað neinn í kringum sig. Það eru hins vegar önnur tilfelli þar sem sumir hafa sýkt marga. Í vissum tilfellum er smithætta þegar þú talar við fólk nálægt þér þótt að enginn hósti eða hnerri,“ sagði Kato. Það eru engar áætlanir um að fresta eða aflýsa Ólympíuleikunum en Asscciated Press hefur eftir Dick Pound, meðlimi í Alþjóðaólympíunefndinni, að hann telji það réttast að taka ákvörðun um slíkt innan við þremur mánuðum fyrir leikana. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Sport Fleiri fréttir Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Sjá meira
Kórónuveiran er þegar farinn að hafa mikil áhrif á íþróttaheiminn, fjölda íþróttaviðburðum hefur verið frestað í Kína og nú síðast hefur ítalska knattspyrnusambandið þurft bæði að fresta leikjum í ítölsku deildinni sem og láta leiki fara fram fyrir framan luktar dyr. Það er því ekkert skrýtið að sumir hafi áhyggjur af Ólympíuleikunum sem fara fram í Tókýó í Japan í sumar. Ólympíuleikarnir eiga að standa yfir frá 24. júlí til 9. ágúst. Katsunobu Kato, heilbrigðismálaráðherra Japans, ræddi við fjölmiðla í tilefni af stöðunni nú þegar aðeins rúmir fjórar mánuðir eru í að Ólympíuleikarnir eiga að hefjast. Ólympíuleikarnir áttu ekki að vera til umræðu heldur viðbragðsáætlun vegna kórónuveirunnar. Kato var spurður út í ráðstafanir stjórnvalda í Japans vegna kórónuveirunnar, hvort að þau ætluðu að auka eftirlit, gefa fólki tækifæri á að vinna meira að heiman eða gera sérstakar ráðstafanir á sjúkrahúsum. Japanskir blaðamenn nýttu líka tækifærið til að forvitnast um stöðuna á Ólympíuleikunum eins og sjá má hér fyrir neðan. Klippa: Áhyggjur af áhrifum kórónaveirunnar á ÓL í sumar „Þú nefnir Ólympíuleikanna í Tókýó en við erum að tala um daginn i dag. Ólympíuleikarnir eru í júlí og þetta er ekki rétti tíminn til að ræða aðgerðir vegna þeirra. Það er of snemmt að tala um að aflýsa Ólympíuleikunum. Okkar stefna í dag er að gera ráðstafanir vegna stöðunnar í dag og það strax,“ sagði Katsunobu Kato. „Í mörgum tilfellum hafa sýktir aðilar varla smitað neinn í kringum sig. Það eru hins vegar önnur tilfelli þar sem sumir hafa sýkt marga. Í vissum tilfellum er smithætta þegar þú talar við fólk nálægt þér þótt að enginn hósti eða hnerri,“ sagði Kato. Það eru engar áætlanir um að fresta eða aflýsa Ólympíuleikunum en Asscciated Press hefur eftir Dick Pound, meðlimi í Alþjóðaólympíunefndinni, að hann telji það réttast að taka ákvörðun um slíkt innan við þremur mánuðum fyrir leikana.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Sport Fleiri fréttir Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Sjá meira