Mikill viðbúnaður við hótelið á Tenerife Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. febrúar 2020 15:25 Lóa Pind Aldísardóttir, dagskrárgerðarmaður á Stöð 2, er stödd ásamt fjölskyldu sinni á Tenerife til að fagna sjötugsafmæli móður sinnar. Dóttir manns Lóu vakti þau eldsnemma í morgun með símtali frá Danmörku þar sem þeim var sagt að gestir hótelsins H10 Costa Adeje Palace væru í sóttkví eftir að það tók að spyrjast út að ítalskur læknir, sem dvaldi á hótelinu, væri í reynd smitaður af Covid-19. Dóttir manns Lóu er blaðamaður á Politiken en hún vildi fá þau til að ná í myndefni fyrir fjölmiðilinn og brugðust þau að sjálfsögðu vel við þeirri bón. Lóa lýsti aðstæðum á vettvangi í hádegisfréttum Bylgjunnar en þá var hún stödd fyrir utan hótelið þar sem viðbúnaður var mikill. „Það er talsvert af lögreglubílum hérna í kringum hótelið. Ég myndi giska á að það væru svona tíu, tuttugu lögregluþjónar sem eru að gæta þess að fólk komi ekki að hótelinu. Þegar við mættum svona um níuleytið í morgun þá var ein spænsk sjónvarpsstöð og svo fjölgaði þeim nú töluvert og eitthvað af forvitnum vegfarendum að ráfa hérna í kring. Flestir verða reyndar pínu skelkaðir þegar þeir átta sig á því að það er kórónavírusinn sem veldur því að það er búið að loka öllum leiðum að hótelinu.“ Fyrst sandstormurinn svo kórónaveiran Lóa sagðist ekki hafa heyrt frá mörgum Íslendingum á Tenerife þegar hún var spurð hvernig hljóðið væri í þeim. „Fólk er nú svona sæmilega rólegt enda varla annað hægt en að vera rólegur hérna á þessu svæði en ég get ímyndað mér að stemningin sé önnur á meðal þessara sjö Íslendinga og allra hótelgestanna sem við sjáum hérna, þeir eru sumir hangandi úti á svölum, væntanlega að tala við vini og vandamenn heima hjá sér. Ég heyrði í einni sem hafði átt leið hér um í gær, kom inn á hótelið til að spyrja til vegar. Ég hugsa að hún sjái nú dálítið eftir því en það var Íslendingur sem gerði það. Einhverjir hafa sagt: „Það á ekki af okkur að ganga hérna. Fyrst versti sandstormur sem sést hefur í áratugi og svo kórónavírusinn.“ Aðspurð hvort hún sjálf fyndi fyrir kvíða eða óþægindum vegna kórónaveirunnar sagði Lóa. „Ég er nú reyndar bara frísk og hraust kona á besta aldri og óttast þetta ekkert, þannig. En ég verð að viðurkenna að í fyrsta skiptið þá settist ég niður og las mér til um einkennin kórónaveirunnar. Hér er fullt af eldra fólki en það hlýtur að vera smá beygur í þeim og svo að sjálfsögðu fólkinu sem er fast á þessu hóteli. Ég hef nú samt ekkert hugsað mér að stytta þessa dvöl. Við eigum flug heim á föstudaginn og vonandi verður okkur hleypt frá eyjunni, en ef ekki þá er þetta ekkert versti staður í heimi til að vera kyrrsettur á,“ segir Lóa Pind glöð í bragði. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Spánn Tengdar fréttir Íslenskur hjúkrunarfræðingur á Tenerife segir viðbrögð Spánverjanna traustvekjandi Anna Sigrún Baldursdóttir villtist af leið í morgunskokki sínu og endaði í umstanginu við hótelið á Tenerife 25. febrúar 2020 11:45 Þúsund manns í sóttkví á Íslendingahóteli á Tenerife Heilbrigðisyfirvöld á Tenerife á Kanaríeyjum hafa nú staðfest eitt tilfelli Covid19-smits á eyjunni. 25. febrúar 2020 06:55 Íslendingar forðist handabönd og kossaflens vegna kórónuveirunnar Þetta segir Rögnvaldur Ólafsson í samtali við Vísi að loknum stöðufundi almannavarna með sóttvarnalækni vegna frétta sem berast Tenerife. 25. febrúar 2020 10:14 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Sjá meira
Lóa Pind Aldísardóttir, dagskrárgerðarmaður á Stöð 2, er stödd ásamt fjölskyldu sinni á Tenerife til að fagna sjötugsafmæli móður sinnar. Dóttir manns Lóu vakti þau eldsnemma í morgun með símtali frá Danmörku þar sem þeim var sagt að gestir hótelsins H10 Costa Adeje Palace væru í sóttkví eftir að það tók að spyrjast út að ítalskur læknir, sem dvaldi á hótelinu, væri í reynd smitaður af Covid-19. Dóttir manns Lóu er blaðamaður á Politiken en hún vildi fá þau til að ná í myndefni fyrir fjölmiðilinn og brugðust þau að sjálfsögðu vel við þeirri bón. Lóa lýsti aðstæðum á vettvangi í hádegisfréttum Bylgjunnar en þá var hún stödd fyrir utan hótelið þar sem viðbúnaður var mikill. „Það er talsvert af lögreglubílum hérna í kringum hótelið. Ég myndi giska á að það væru svona tíu, tuttugu lögregluþjónar sem eru að gæta þess að fólk komi ekki að hótelinu. Þegar við mættum svona um níuleytið í morgun þá var ein spænsk sjónvarpsstöð og svo fjölgaði þeim nú töluvert og eitthvað af forvitnum vegfarendum að ráfa hérna í kring. Flestir verða reyndar pínu skelkaðir þegar þeir átta sig á því að það er kórónavírusinn sem veldur því að það er búið að loka öllum leiðum að hótelinu.“ Fyrst sandstormurinn svo kórónaveiran Lóa sagðist ekki hafa heyrt frá mörgum Íslendingum á Tenerife þegar hún var spurð hvernig hljóðið væri í þeim. „Fólk er nú svona sæmilega rólegt enda varla annað hægt en að vera rólegur hérna á þessu svæði en ég get ímyndað mér að stemningin sé önnur á meðal þessara sjö Íslendinga og allra hótelgestanna sem við sjáum hérna, þeir eru sumir hangandi úti á svölum, væntanlega að tala við vini og vandamenn heima hjá sér. Ég heyrði í einni sem hafði átt leið hér um í gær, kom inn á hótelið til að spyrja til vegar. Ég hugsa að hún sjái nú dálítið eftir því en það var Íslendingur sem gerði það. Einhverjir hafa sagt: „Það á ekki af okkur að ganga hérna. Fyrst versti sandstormur sem sést hefur í áratugi og svo kórónavírusinn.“ Aðspurð hvort hún sjálf fyndi fyrir kvíða eða óþægindum vegna kórónaveirunnar sagði Lóa. „Ég er nú reyndar bara frísk og hraust kona á besta aldri og óttast þetta ekkert, þannig. En ég verð að viðurkenna að í fyrsta skiptið þá settist ég niður og las mér til um einkennin kórónaveirunnar. Hér er fullt af eldra fólki en það hlýtur að vera smá beygur í þeim og svo að sjálfsögðu fólkinu sem er fast á þessu hóteli. Ég hef nú samt ekkert hugsað mér að stytta þessa dvöl. Við eigum flug heim á föstudaginn og vonandi verður okkur hleypt frá eyjunni, en ef ekki þá er þetta ekkert versti staður í heimi til að vera kyrrsettur á,“ segir Lóa Pind glöð í bragði.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Spánn Tengdar fréttir Íslenskur hjúkrunarfræðingur á Tenerife segir viðbrögð Spánverjanna traustvekjandi Anna Sigrún Baldursdóttir villtist af leið í morgunskokki sínu og endaði í umstanginu við hótelið á Tenerife 25. febrúar 2020 11:45 Þúsund manns í sóttkví á Íslendingahóteli á Tenerife Heilbrigðisyfirvöld á Tenerife á Kanaríeyjum hafa nú staðfest eitt tilfelli Covid19-smits á eyjunni. 25. febrúar 2020 06:55 Íslendingar forðist handabönd og kossaflens vegna kórónuveirunnar Þetta segir Rögnvaldur Ólafsson í samtali við Vísi að loknum stöðufundi almannavarna með sóttvarnalækni vegna frétta sem berast Tenerife. 25. febrúar 2020 10:14 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Sjá meira
Íslenskur hjúkrunarfræðingur á Tenerife segir viðbrögð Spánverjanna traustvekjandi Anna Sigrún Baldursdóttir villtist af leið í morgunskokki sínu og endaði í umstanginu við hótelið á Tenerife 25. febrúar 2020 11:45
Þúsund manns í sóttkví á Íslendingahóteli á Tenerife Heilbrigðisyfirvöld á Tenerife á Kanaríeyjum hafa nú staðfest eitt tilfelli Covid19-smits á eyjunni. 25. febrúar 2020 06:55
Íslendingar forðist handabönd og kossaflens vegna kórónuveirunnar Þetta segir Rögnvaldur Ólafsson í samtali við Vísi að loknum stöðufundi almannavarna með sóttvarnalækni vegna frétta sem berast Tenerife. 25. febrúar 2020 10:14