Var í tölvuleik þegar Tesla-jepplingur ók á vegatálma Samúel Karl Ólason skrifar 25. febrúar 2020 23:36 Tesla segir ökumenn alltaf þurfa að fylgjast með akstrinum og að kerfið sé eingöngu hugsað til aðstoðar. AP/David Zalubowski Rannsóknarnefnd samgönguslysa í Bandaríkjunum hefur komist að þeirri niðurstöðu að maður sem dó í bílslysi á Tesla-jeppling fyrir tveimur árum, var að spila tölvuleik í síma sínum þegar slysið varð. Sjálfstýrikerfi bílsins var virkt þegar bílinn ók á vegatálma úr steypu svo Walter Huang dó. Robert Sumwalt, formaður nefndarinnar, sagði í gær að kerfi Tesla keyri bílana ekki sjálft. Þrátt fyrir það séu ökumenn sífellt að nota kerfið án þess að fylgjast með akstrinum. „Ef þú átt bíl með sjálfstýrikerfi, áttu þú ekki sjálfkeyrandi bíl,“ sagði Sumwalt. Sjálfstýrikerfi Tesla er ætlað að halda bílum á akreinum þeirra og í öruggri fjarlægð frá næsta bíl. Þá getur kerfið skipt um akrein með samþykki ökumanna. Tesla segir ökumenn alltaf þurfa að fylgjast með akstrinum og að kerfið sé eingöngu hugsað til aðstoðar. Í dag hófst fundur nefndarinnar þar sem farið verður yfir gögn málsins og komist að niðurstöðu varðandi orsök slyssins. Þá mun nefndin gefa frá sér ráðleggingar svo koma megi í veg fyrir sambærileg slys í framtíðinni. Fram kom í dag að bíllinn keyrði á vegatálmann, sem var úr steypu, á um 114 kílómetra hraða, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Kerfi bílsins lét Huang ekki vita af tálmanum og sjálfstýrikerfi bílsins reyndi ekki að bremsa. Þá er ljóst að Huang reyndi ekki að beygja. Rannsóknarnefndin hefur áður gagnrýnt Tesla fyrir að tryggja ekki að ökumenn fylgist með akstrinum. Lagt hefur verið til bílar verði betur útbúnir til að greina hvort ökumenn séu ekki í raun að fylgjast með. Slík tillaga var lögð fram árið 2017 og þá til sex bílaframleiðenda. Sumwalt segir Tesla eina fyrirtækið sem hafi ekki brugðist við tillögunni. Bílar Tesla greina þrýsting á stýrum bíla. Hafi ökumenn hendur ekki á stýrinu láta bílarnir vita af því. Það þykir forsvarsmönnum rannsóknarnefndarinnar ekki nægjanlegt. Bandaríkin Tesla Tengdar fréttir Rannsóknarnefnd gagnrýnir Tesla vegna banaslyss Rannsóknarnefnd samgönguslysa í Bandaríkjunum er ósátt við vinnubrögð bílaframleiðandans TESLA í kjölfar banaslyss þann 23. mars. 2. apríl 2018 18:35 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Sjá meira
Rannsóknarnefnd samgönguslysa í Bandaríkjunum hefur komist að þeirri niðurstöðu að maður sem dó í bílslysi á Tesla-jeppling fyrir tveimur árum, var að spila tölvuleik í síma sínum þegar slysið varð. Sjálfstýrikerfi bílsins var virkt þegar bílinn ók á vegatálma úr steypu svo Walter Huang dó. Robert Sumwalt, formaður nefndarinnar, sagði í gær að kerfi Tesla keyri bílana ekki sjálft. Þrátt fyrir það séu ökumenn sífellt að nota kerfið án þess að fylgjast með akstrinum. „Ef þú átt bíl með sjálfstýrikerfi, áttu þú ekki sjálfkeyrandi bíl,“ sagði Sumwalt. Sjálfstýrikerfi Tesla er ætlað að halda bílum á akreinum þeirra og í öruggri fjarlægð frá næsta bíl. Þá getur kerfið skipt um akrein með samþykki ökumanna. Tesla segir ökumenn alltaf þurfa að fylgjast með akstrinum og að kerfið sé eingöngu hugsað til aðstoðar. Í dag hófst fundur nefndarinnar þar sem farið verður yfir gögn málsins og komist að niðurstöðu varðandi orsök slyssins. Þá mun nefndin gefa frá sér ráðleggingar svo koma megi í veg fyrir sambærileg slys í framtíðinni. Fram kom í dag að bíllinn keyrði á vegatálmann, sem var úr steypu, á um 114 kílómetra hraða, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Kerfi bílsins lét Huang ekki vita af tálmanum og sjálfstýrikerfi bílsins reyndi ekki að bremsa. Þá er ljóst að Huang reyndi ekki að beygja. Rannsóknarnefndin hefur áður gagnrýnt Tesla fyrir að tryggja ekki að ökumenn fylgist með akstrinum. Lagt hefur verið til bílar verði betur útbúnir til að greina hvort ökumenn séu ekki í raun að fylgjast með. Slík tillaga var lögð fram árið 2017 og þá til sex bílaframleiðenda. Sumwalt segir Tesla eina fyrirtækið sem hafi ekki brugðist við tillögunni. Bílar Tesla greina þrýsting á stýrum bíla. Hafi ökumenn hendur ekki á stýrinu láta bílarnir vita af því. Það þykir forsvarsmönnum rannsóknarnefndarinnar ekki nægjanlegt.
Bandaríkin Tesla Tengdar fréttir Rannsóknarnefnd gagnrýnir Tesla vegna banaslyss Rannsóknarnefnd samgönguslysa í Bandaríkjunum er ósátt við vinnubrögð bílaframleiðandans TESLA í kjölfar banaslyss þann 23. mars. 2. apríl 2018 18:35 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Sjá meira
Rannsóknarnefnd gagnrýnir Tesla vegna banaslyss Rannsóknarnefnd samgönguslysa í Bandaríkjunum er ósátt við vinnubrögð bílaframleiðandans TESLA í kjölfar banaslyss þann 23. mars. 2. apríl 2018 18:35