Velgdu Sanders undir uggum í kappræðum Kjartan Kjartansson skrifar 26. febrúar 2020 10:40 Frambjóðendurnir Warren (t.v.), Sanders (f.m.) og Biden (t.h.) kepptust um orðið í Suður-Karólínu í gærkvöldi. AP/Patrick Semansky Frambjóðendur í forvali Demókrataflokksins beindu spjótum sínum að forystusauðnum Bernie Sanders í sjónvarpskappræðum í gærkvöldi. Vöruðu frambjóðendurnir við því að Sanders gæti kostað demókrata Hvíta húsið og meirihluta á Bandaríkjaþingi verði hann útnefndur forsetaframbjóðandi flokksins. Sanders hefur vegnað vel í fyrstu þremur ríkjunum í forvali demókrata. Hann og Pete Buttigieg, fyrrverandi borgarstjóri í South Bend í Indiana, voru nær jafnir í Iowa og New Hamsphire en í Nevada hafði Sanders sannfærandi sigur, án þess þó að fá hreinan meirihluta atkvæða, um síðustu helgi. Öll spjót stóðu því á Sanders í kappræðunum sem voru haldnar í Suður-Karólínu þar sem næsti hluti forvalsins fer fram á laugardag. Kappræðurnar voru jafnframt þær síðustu fyrir svonefndan ofurþriðjudag í næstu viku en þá halda fjórtán ríki forvöl sín, þar á meðal Kalifornía og Texas. Þá er keppt um þriðjung landsfundarfulltrúanna sem velja á endanum frambjóðandann í sumar. Sanders, sem er óháður öldungadeildarþingmaður frá Vermont, er á vinstri jaðrinum í bandarískum stjórnmálum. Aðrir frambjóðendur fullyrtu að hann ætti ekki möguleika á að leggja Donald Trump forseta að velli og gagnrýndu hann fyrir lof á vinstrisinnuðum einræðisherrum og að hafa ekki verið samkvæmur sjálfum sér um skotvopnalöggjöf, að sögn Washington Post. „Ég get sagt nákvæmlega hvernig þetta kemur út. Þetta endar með fjórum árum af Donald Trump til viðbótar,“ sagði Buttigieg þegar hann gagnrýndi Sanders fyrir undanbrögð um kostnað við stefnumál hans, þar á meðal almenna opinbera heilbrigðisþjónustu. Frambjóðendurnir höfðu einnig áhyggjur af því að Sanders ætti eftir að skemma fyrir demókrötum sem eiga erfiðar kosningar framundan í íhaldssömum ríkjum og ríkjum sem sveiflast á milli flokkanna tveggja. „Bernie tapar fyrir Donald Trump og Donald Trump og fulltrúadeildin og öldungadeildin og sum ríkisþinghúsin verða öll rauð [litur Repúblikanaflokksins],“ fullyrti Michael Bloomberg, fyrrverandi borgarstjóri New York, sem hélt því fram að það yrði „hörmung“ yrði Sanders fyrir valinu sem frambjóðandi demókrata. Jafnvel Elizabeth Warren, öldungadeildarþingmaður frá Massachusetts, sem stendur Sanders næst hugmyndafræðilega af frambjóðendunum skaut á hann. Fullyrti Warren að hún yrði betri forseti en Sanders vegna þess að það yrði erfitt að hrinda róttækum stefnumálum þeirra í framkvæmd. Það hefði hún gert áður en ekki Sanders. „Ég setti undir mig hausinn, ég vann vinnuna, og framboð Bernie úthúðaði mér,“ sagði Warren sem hefur ekki átt góðu gengi að fagna í forvalinu til þessa. Frambjóðendurnir sjö sem tóku þátt í kappræðunum. Frá vinstri: Michael Bloomberg, Pete Buttigieg, Elizabeth Warren, Bernie Sanders, Joe Biden, Amy Klobuchar og Tom Steyer.AP/Matt Rourke Varði hugmyndir sínar af hörku Sanders tók gagnrýninni þó ekki þegjandi og hljóðalaust. Hann varði tillögur sínar um opinbera heilbrigðisþjónustu fyrir alla sem mannréttindi og fullyrti að hugmyndir hans um aukinn jöfnuð í efnahagsmálum njóti stuðnings á meðal bandarísku þjóðarinnar, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. „Ef þið viljið sigra Trump þurfið þið á fordæmalausri grasrótarhreyfingu svarts og hvíts og rómansks, frumbyggja og asísks fólks sem rís upp og berst fyrir réttlæti. Það er það sem hreyfingin okkar snýst um,“ sagði Sanders. Fullyrti hann að þrátt fyrir að hagtölur í Bandaríkjunum hafi verið jákvæðar um hríð virki hagkerfið ekki fyrir bandarísku þjóðina, aðeins fyrir milljarðamæringa eins og Bloomberg. „Þetta er hagkerfi sem vinnur fyrir eina prósentið. Við ætlum að skapa hagkerfi fyrir alla, ekki bara fyrir auðugu fjárhagslegu bakhjarla frambjóðendanna,“ sagði Sanders. Sögðu að Rússar vildu Sanders svo Trump ynni Bloomberg, sem verður á fyrsta skipti á kjörseðlinum á þriðjudag, þótti standa sig betur í kappræðunum í gær en í Nevada í síðustu viku. Eftir þær glutraði hann niður nokkru af því fylgi sem hann hafði unnið sér inn í skoðanakönnunum með stórfelldum auglýsingakaupum og mikilli fjölmiðlaumfjöllun. Lagði Bloomberg meðal annars út af fréttum síðustu viku um að rússnesk stjórnvöld reyni nú að hjálpa framboði Sanders til sigurs með það fyrir augum að valda usla í röðum demókrata fyrir forsetakosningarnar í nóvember og að þeir reyni enn að hjálpa Trump. „Vladímír Pútín [Rússlandsforseti] telur að Donald Trump ætti að vera forseti Bandaríkjanna. Þess vegna vilja Rússar hjálpa þér að ná kjöri, svo að þú tapir fyrir honum,“ sagði Bloomberg. Buttigieg tók í sama streng og sagði Rússa reyna að skapa glundroða. „Haldið þið að undanfarin fjögur ár hafi verið óreiðukennd, sundrandi, eitruð, lýjandi? Ímyndið ykkur bróðurpart 2020 með Bernie Sanders gegn Donald Trump,“ sagði hann. Joe Biden, fyrrverandi varaforseti, sem leiddi lengi vel í skoðanakönnunum en hefur átt erfitt uppdráttar í fyrstu forvölunum hét því að bera sigur úr býtum í Suður-Karólínu og koma framboði sínu þannig aftur á beinu brautina. Um 60% kjósenda í forvali demókratar þar eru svartir og hefur Biden notið mestra vinsælda á meðal þeirra til þessa. „Ég er hér til að vinna mér það inn en, góðir hálsar, ég ætla mér að vinn í Suður-Karólínu og ætla að vinna atkvæði svartra Bandaríkjamanna hér í Suður-Karólínu,“ sagði hann. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Rússar sagðir reyna að hjálpa Sanders til að skapa usla hjá demókrötum Bernie Sanders segir Vladímír Pútín að hætta afskiptum af bandarískum kosningum í ljósi njósna um að Rússar reyni nú að hjálpa framboði hans. 21. febrúar 2020 21:42 Bernie Sanders með stórsigur í Nevada Bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders virðist hafa unnið stórsigur í forkosningum Demókrataflokksins í Nevada sem fram fóru í gær. 23. febrúar 2020 07:21 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Fleiri fréttir Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Sjá meira
Frambjóðendur í forvali Demókrataflokksins beindu spjótum sínum að forystusauðnum Bernie Sanders í sjónvarpskappræðum í gærkvöldi. Vöruðu frambjóðendurnir við því að Sanders gæti kostað demókrata Hvíta húsið og meirihluta á Bandaríkjaþingi verði hann útnefndur forsetaframbjóðandi flokksins. Sanders hefur vegnað vel í fyrstu þremur ríkjunum í forvali demókrata. Hann og Pete Buttigieg, fyrrverandi borgarstjóri í South Bend í Indiana, voru nær jafnir í Iowa og New Hamsphire en í Nevada hafði Sanders sannfærandi sigur, án þess þó að fá hreinan meirihluta atkvæða, um síðustu helgi. Öll spjót stóðu því á Sanders í kappræðunum sem voru haldnar í Suður-Karólínu þar sem næsti hluti forvalsins fer fram á laugardag. Kappræðurnar voru jafnframt þær síðustu fyrir svonefndan ofurþriðjudag í næstu viku en þá halda fjórtán ríki forvöl sín, þar á meðal Kalifornía og Texas. Þá er keppt um þriðjung landsfundarfulltrúanna sem velja á endanum frambjóðandann í sumar. Sanders, sem er óháður öldungadeildarþingmaður frá Vermont, er á vinstri jaðrinum í bandarískum stjórnmálum. Aðrir frambjóðendur fullyrtu að hann ætti ekki möguleika á að leggja Donald Trump forseta að velli og gagnrýndu hann fyrir lof á vinstrisinnuðum einræðisherrum og að hafa ekki verið samkvæmur sjálfum sér um skotvopnalöggjöf, að sögn Washington Post. „Ég get sagt nákvæmlega hvernig þetta kemur út. Þetta endar með fjórum árum af Donald Trump til viðbótar,“ sagði Buttigieg þegar hann gagnrýndi Sanders fyrir undanbrögð um kostnað við stefnumál hans, þar á meðal almenna opinbera heilbrigðisþjónustu. Frambjóðendurnir höfðu einnig áhyggjur af því að Sanders ætti eftir að skemma fyrir demókrötum sem eiga erfiðar kosningar framundan í íhaldssömum ríkjum og ríkjum sem sveiflast á milli flokkanna tveggja. „Bernie tapar fyrir Donald Trump og Donald Trump og fulltrúadeildin og öldungadeildin og sum ríkisþinghúsin verða öll rauð [litur Repúblikanaflokksins],“ fullyrti Michael Bloomberg, fyrrverandi borgarstjóri New York, sem hélt því fram að það yrði „hörmung“ yrði Sanders fyrir valinu sem frambjóðandi demókrata. Jafnvel Elizabeth Warren, öldungadeildarþingmaður frá Massachusetts, sem stendur Sanders næst hugmyndafræðilega af frambjóðendunum skaut á hann. Fullyrti Warren að hún yrði betri forseti en Sanders vegna þess að það yrði erfitt að hrinda róttækum stefnumálum þeirra í framkvæmd. Það hefði hún gert áður en ekki Sanders. „Ég setti undir mig hausinn, ég vann vinnuna, og framboð Bernie úthúðaði mér,“ sagði Warren sem hefur ekki átt góðu gengi að fagna í forvalinu til þessa. Frambjóðendurnir sjö sem tóku þátt í kappræðunum. Frá vinstri: Michael Bloomberg, Pete Buttigieg, Elizabeth Warren, Bernie Sanders, Joe Biden, Amy Klobuchar og Tom Steyer.AP/Matt Rourke Varði hugmyndir sínar af hörku Sanders tók gagnrýninni þó ekki þegjandi og hljóðalaust. Hann varði tillögur sínar um opinbera heilbrigðisþjónustu fyrir alla sem mannréttindi og fullyrti að hugmyndir hans um aukinn jöfnuð í efnahagsmálum njóti stuðnings á meðal bandarísku þjóðarinnar, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. „Ef þið viljið sigra Trump þurfið þið á fordæmalausri grasrótarhreyfingu svarts og hvíts og rómansks, frumbyggja og asísks fólks sem rís upp og berst fyrir réttlæti. Það er það sem hreyfingin okkar snýst um,“ sagði Sanders. Fullyrti hann að þrátt fyrir að hagtölur í Bandaríkjunum hafi verið jákvæðar um hríð virki hagkerfið ekki fyrir bandarísku þjóðina, aðeins fyrir milljarðamæringa eins og Bloomberg. „Þetta er hagkerfi sem vinnur fyrir eina prósentið. Við ætlum að skapa hagkerfi fyrir alla, ekki bara fyrir auðugu fjárhagslegu bakhjarla frambjóðendanna,“ sagði Sanders. Sögðu að Rússar vildu Sanders svo Trump ynni Bloomberg, sem verður á fyrsta skipti á kjörseðlinum á þriðjudag, þótti standa sig betur í kappræðunum í gær en í Nevada í síðustu viku. Eftir þær glutraði hann niður nokkru af því fylgi sem hann hafði unnið sér inn í skoðanakönnunum með stórfelldum auglýsingakaupum og mikilli fjölmiðlaumfjöllun. Lagði Bloomberg meðal annars út af fréttum síðustu viku um að rússnesk stjórnvöld reyni nú að hjálpa framboði Sanders til sigurs með það fyrir augum að valda usla í röðum demókrata fyrir forsetakosningarnar í nóvember og að þeir reyni enn að hjálpa Trump. „Vladímír Pútín [Rússlandsforseti] telur að Donald Trump ætti að vera forseti Bandaríkjanna. Þess vegna vilja Rússar hjálpa þér að ná kjöri, svo að þú tapir fyrir honum,“ sagði Bloomberg. Buttigieg tók í sama streng og sagði Rússa reyna að skapa glundroða. „Haldið þið að undanfarin fjögur ár hafi verið óreiðukennd, sundrandi, eitruð, lýjandi? Ímyndið ykkur bróðurpart 2020 með Bernie Sanders gegn Donald Trump,“ sagði hann. Joe Biden, fyrrverandi varaforseti, sem leiddi lengi vel í skoðanakönnunum en hefur átt erfitt uppdráttar í fyrstu forvölunum hét því að bera sigur úr býtum í Suður-Karólínu og koma framboði sínu þannig aftur á beinu brautina. Um 60% kjósenda í forvali demókratar þar eru svartir og hefur Biden notið mestra vinsælda á meðal þeirra til þessa. „Ég er hér til að vinna mér það inn en, góðir hálsar, ég ætla mér að vinn í Suður-Karólínu og ætla að vinna atkvæði svartra Bandaríkjamanna hér í Suður-Karólínu,“ sagði hann.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Rússar sagðir reyna að hjálpa Sanders til að skapa usla hjá demókrötum Bernie Sanders segir Vladímír Pútín að hætta afskiptum af bandarískum kosningum í ljósi njósna um að Rússar reyni nú að hjálpa framboði hans. 21. febrúar 2020 21:42 Bernie Sanders með stórsigur í Nevada Bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders virðist hafa unnið stórsigur í forkosningum Demókrataflokksins í Nevada sem fram fóru í gær. 23. febrúar 2020 07:21 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Fleiri fréttir Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Sjá meira
Rússar sagðir reyna að hjálpa Sanders til að skapa usla hjá demókrötum Bernie Sanders segir Vladímír Pútín að hætta afskiptum af bandarískum kosningum í ljósi njósna um að Rússar reyni nú að hjálpa framboði hans. 21. febrúar 2020 21:42
Bernie Sanders með stórsigur í Nevada Bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders virðist hafa unnið stórsigur í forkosningum Demókrataflokksins í Nevada sem fram fóru í gær. 23. febrúar 2020 07:21