Mikil óvissa meðal Íslendinga á smithótelinu á Tenerife Jakob Bjarnar skrifar 26. febrúar 2020 13:16 Allt með kyrrum kjörum á Costa Adeje Palace-hótelinu en þar er gestum gert að vera inni á herbergjum sínum. Svali segir Íslendingana ekki fá miklar upplýsingar. Íslendingarnir sjö sem dvelja á Costa Adeje Palace-hótelinu á Tenerife, sem nú er í sóttkví vegna kórónu-smits sem greinst hefur í fjórum hótelgesta, kvarta undan takmarkaðri upplýsingagjöf. Þeir vita ekki hvenær þau losna né hver stefnan sé. Þetta segir Svali Kaldalóns fararstjóri Tenerife en hann hefur verið í sambandi við fólkið. Hann segir að frá því að þetta kom upp þá hafi þau aðeins fengið tvær tilkynningar. „Kæru gestir. Okkur þykir leitt að tilkynna ykkur að vegna öryggissjónarmiða sem snúa að heilbrigðismálum hefur hótelinu verið lokað. Verið inni á herbergjum ykkar þar til frekari fyrirskipanir berast frá heilbrigðisyfirvöldum.“ Svona var fyrri orðsending sem hótelgestir fengu, strax eftir að málið allt kom upp. Í þeirri seinni segir að hótelið verði í sóttkví þar til annað kemur á daginn. Heilbrigðisyfirvöld beini því til hótelgesta, vegna öryggis þeirra, að vera á herbergjum sínum. Það sé mjög mikilvægt. Ef hótelgestir verði varir við einhver einkenni þá beri þeim að hafa samband við móttökuna. „Ykkur verður sinnt allan sólarhringinn. Verið róleg, ykkur verður haldið upplýstum um gang mála.“ Þetta er seinna bréfið. Hótelgestir eru tiltölulega óupplýstir um stöðu mála. En, þar eru hinir spánsku hótelhaldarar að lofa upp í ermina á sér, að sögn Svala því upplýsingar eru að öðru leyti en þessu af afar skornum skammti. Starfsfólk orðið mjög þreytt „Þau vita í rauninni ekki hvenær þau fá að fara, það hefur ekki verið tilkynnt. Aðstoð innandyra er svona allt í lagi en þá bara í besta falli. Starfsfólkið er orðið mjög þreytt enda ekki fengið neitt breik síðan þetta kom upp,“ segir Svali. En um er að ræða um 800 gesti alls á hótelinu og 200 starfsmenn, sem öll eru föst á hótelinu. Fólk fær sendan mat uppá herbergi, grímur og fleira í þeim dúr auk þess sem gestum er gert að mæla sig tvisvar á dag. Er það í takti við það sem Magnús Gylfason, sem var fastur í sóttkví á skemmtiferðaskip, sagði frá nýlega. „Tilmælin eru að vera upp á herbergi en ef þig langar í kaffi þá þarftu að fara niður í matsal,“ segir Svali og telur það skjóta skökku við. En, að hans sögn segja Íslendingarnir að þetta sé allt að koma, það er í því er snýr að skipulagi á hótelinu. „Það var pínu óðagot á öllum þarna fyrst.“ Þrenn hjón og eitt barn Þessi sjö manna hópur sem um ræðir er á vegum Vitaferða en þar er framkvæmdastjóri Þráinn Vigfússon. Hann segir að um sé að ræða þrenn hjón og eitt barn. Þráinn segir sóttvarnalækni hafa lýst vel þeirri hættu sem til staðar er, ekki sé hættulegra að fara til Tenerife en hvert á land annað sem er. „Ef fólk er hrætt við að fara til Tenerife ætti það ekki að fara neitt,“ segir Þráinn. Vitaferðir flaug fullri vél til Tenerife í dag. 183 fóru en 12 afbókanir voru en þar var um að ræða eldra fólk með undirliggjandi sjúkdóma. Og frestuðu því för vegna þess. Í ferð sem fyrirhuguð er á laugardag eru engar afbókanir enn sem komið er. Þráinn segir að aðalfararstjóri þeirra hjá Vitaferðum sé í stöðugu sambandi við hópinn og er líðan þeirra góð eða eftir atvikum, í ljósi þeirrar stöðu sem uppi er að vera læst inni á hótelinu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Íslendingar erlendis Spánn Tengdar fréttir Svali segir að uggur sé í Íslendingum á Tenerife Um 1.500 Íslendingar á Tenerife að jafnaði. 25. febrúar 2020 10:52 Íslenskur hjúkrunarfræðingur á Tenerife segir viðbrögð Spánverjanna traustvekjandi Anna Sigrún Baldursdóttir villtist af leið í morgunskokki sínu og endaði í umstanginu við hótelið á Tenerife 25. febrúar 2020 11:45 Tenerife ekkert öðruvísi en aðrir staðir þar sem einstaka smit hafa greinst Ekki þykir ástæða til þess að uppfæra viðbragð vegna kórónuveirunnar hér á landi eða auka við ferðaviðvaranir enn sem komið er. 26. febrúar 2020 12:15 Tveir til viðbótar smitaðir á hótelinu á Tenerife Tvö kórónuveirusmit til viðbótar hafa verið staðfest meðal gesta á Costa Adeje Palace-hótelinu á Tenerife. 26. febrúar 2020 08:30 Þúsund manns í sóttkví á Íslendingahóteli á Tenerife Heilbrigðisyfirvöld á Tenerife á Kanaríeyjum hafa nú staðfest eitt tilfelli Covid19-smits á eyjunni. 25. febrúar 2020 06:55 Íslendingar forðist handabönd og kossaflens vegna kórónuveirunnar Þetta segir Rögnvaldur Ólafsson í samtali við Vísi að loknum stöðufundi almannavarna með sóttvarnalækni vegna frétta sem berast Tenerife. 25. febrúar 2020 10:14 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Sjá meira
Íslendingarnir sjö sem dvelja á Costa Adeje Palace-hótelinu á Tenerife, sem nú er í sóttkví vegna kórónu-smits sem greinst hefur í fjórum hótelgesta, kvarta undan takmarkaðri upplýsingagjöf. Þeir vita ekki hvenær þau losna né hver stefnan sé. Þetta segir Svali Kaldalóns fararstjóri Tenerife en hann hefur verið í sambandi við fólkið. Hann segir að frá því að þetta kom upp þá hafi þau aðeins fengið tvær tilkynningar. „Kæru gestir. Okkur þykir leitt að tilkynna ykkur að vegna öryggissjónarmiða sem snúa að heilbrigðismálum hefur hótelinu verið lokað. Verið inni á herbergjum ykkar þar til frekari fyrirskipanir berast frá heilbrigðisyfirvöldum.“ Svona var fyrri orðsending sem hótelgestir fengu, strax eftir að málið allt kom upp. Í þeirri seinni segir að hótelið verði í sóttkví þar til annað kemur á daginn. Heilbrigðisyfirvöld beini því til hótelgesta, vegna öryggis þeirra, að vera á herbergjum sínum. Það sé mjög mikilvægt. Ef hótelgestir verði varir við einhver einkenni þá beri þeim að hafa samband við móttökuna. „Ykkur verður sinnt allan sólarhringinn. Verið róleg, ykkur verður haldið upplýstum um gang mála.“ Þetta er seinna bréfið. Hótelgestir eru tiltölulega óupplýstir um stöðu mála. En, þar eru hinir spánsku hótelhaldarar að lofa upp í ermina á sér, að sögn Svala því upplýsingar eru að öðru leyti en þessu af afar skornum skammti. Starfsfólk orðið mjög þreytt „Þau vita í rauninni ekki hvenær þau fá að fara, það hefur ekki verið tilkynnt. Aðstoð innandyra er svona allt í lagi en þá bara í besta falli. Starfsfólkið er orðið mjög þreytt enda ekki fengið neitt breik síðan þetta kom upp,“ segir Svali. En um er að ræða um 800 gesti alls á hótelinu og 200 starfsmenn, sem öll eru föst á hótelinu. Fólk fær sendan mat uppá herbergi, grímur og fleira í þeim dúr auk þess sem gestum er gert að mæla sig tvisvar á dag. Er það í takti við það sem Magnús Gylfason, sem var fastur í sóttkví á skemmtiferðaskip, sagði frá nýlega. „Tilmælin eru að vera upp á herbergi en ef þig langar í kaffi þá þarftu að fara niður í matsal,“ segir Svali og telur það skjóta skökku við. En, að hans sögn segja Íslendingarnir að þetta sé allt að koma, það er í því er snýr að skipulagi á hótelinu. „Það var pínu óðagot á öllum þarna fyrst.“ Þrenn hjón og eitt barn Þessi sjö manna hópur sem um ræðir er á vegum Vitaferða en þar er framkvæmdastjóri Þráinn Vigfússon. Hann segir að um sé að ræða þrenn hjón og eitt barn. Þráinn segir sóttvarnalækni hafa lýst vel þeirri hættu sem til staðar er, ekki sé hættulegra að fara til Tenerife en hvert á land annað sem er. „Ef fólk er hrætt við að fara til Tenerife ætti það ekki að fara neitt,“ segir Þráinn. Vitaferðir flaug fullri vél til Tenerife í dag. 183 fóru en 12 afbókanir voru en þar var um að ræða eldra fólk með undirliggjandi sjúkdóma. Og frestuðu því för vegna þess. Í ferð sem fyrirhuguð er á laugardag eru engar afbókanir enn sem komið er. Þráinn segir að aðalfararstjóri þeirra hjá Vitaferðum sé í stöðugu sambandi við hópinn og er líðan þeirra góð eða eftir atvikum, í ljósi þeirrar stöðu sem uppi er að vera læst inni á hótelinu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Íslendingar erlendis Spánn Tengdar fréttir Svali segir að uggur sé í Íslendingum á Tenerife Um 1.500 Íslendingar á Tenerife að jafnaði. 25. febrúar 2020 10:52 Íslenskur hjúkrunarfræðingur á Tenerife segir viðbrögð Spánverjanna traustvekjandi Anna Sigrún Baldursdóttir villtist af leið í morgunskokki sínu og endaði í umstanginu við hótelið á Tenerife 25. febrúar 2020 11:45 Tenerife ekkert öðruvísi en aðrir staðir þar sem einstaka smit hafa greinst Ekki þykir ástæða til þess að uppfæra viðbragð vegna kórónuveirunnar hér á landi eða auka við ferðaviðvaranir enn sem komið er. 26. febrúar 2020 12:15 Tveir til viðbótar smitaðir á hótelinu á Tenerife Tvö kórónuveirusmit til viðbótar hafa verið staðfest meðal gesta á Costa Adeje Palace-hótelinu á Tenerife. 26. febrúar 2020 08:30 Þúsund manns í sóttkví á Íslendingahóteli á Tenerife Heilbrigðisyfirvöld á Tenerife á Kanaríeyjum hafa nú staðfest eitt tilfelli Covid19-smits á eyjunni. 25. febrúar 2020 06:55 Íslendingar forðist handabönd og kossaflens vegna kórónuveirunnar Þetta segir Rögnvaldur Ólafsson í samtali við Vísi að loknum stöðufundi almannavarna með sóttvarnalækni vegna frétta sem berast Tenerife. 25. febrúar 2020 10:14 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Sjá meira
Svali segir að uggur sé í Íslendingum á Tenerife Um 1.500 Íslendingar á Tenerife að jafnaði. 25. febrúar 2020 10:52
Íslenskur hjúkrunarfræðingur á Tenerife segir viðbrögð Spánverjanna traustvekjandi Anna Sigrún Baldursdóttir villtist af leið í morgunskokki sínu og endaði í umstanginu við hótelið á Tenerife 25. febrúar 2020 11:45
Tenerife ekkert öðruvísi en aðrir staðir þar sem einstaka smit hafa greinst Ekki þykir ástæða til þess að uppfæra viðbragð vegna kórónuveirunnar hér á landi eða auka við ferðaviðvaranir enn sem komið er. 26. febrúar 2020 12:15
Tveir til viðbótar smitaðir á hótelinu á Tenerife Tvö kórónuveirusmit til viðbótar hafa verið staðfest meðal gesta á Costa Adeje Palace-hótelinu á Tenerife. 26. febrúar 2020 08:30
Þúsund manns í sóttkví á Íslendingahóteli á Tenerife Heilbrigðisyfirvöld á Tenerife á Kanaríeyjum hafa nú staðfest eitt tilfelli Covid19-smits á eyjunni. 25. febrúar 2020 06:55
Íslendingar forðist handabönd og kossaflens vegna kórónuveirunnar Þetta segir Rögnvaldur Ólafsson í samtali við Vísi að loknum stöðufundi almannavarna með sóttvarnalækni vegna frétta sem berast Tenerife. 25. febrúar 2020 10:14