Arsenal úr leik eftir dramatík Anton Ingi Leifsson skrifar 27. febrúar 2020 22:30 Sigurmarkinu fagnað í kvöld. vísir/getty Arsenal er úr leik í Evrópudeildinni þetta árið eftir að hafa farið alla leið í úrslitaleikinn á síðasta ári. Skytturnar töpuðu í kvöld fyrir Olympiacos 2-1 eftir að hafa unnið fyrri leikinn 1-0. Leikurinn fór í framlengingu og réðust úrslitin á lokamínútum leiksins. Staðan var markalaus í hálfleik en á áttundu mínútu síðari hálfleiks kom Pape Abou Cisse Grikkjunum yfir eftir hornspyrnu. 1-0 eftir venjulegum leiktíma og samanlagt 1-1. Því þurfti að framlengja. Á 113. mínútu skoraði Pierre-Emerick Aubameyang og virtist vera skjóta Arsenal áfram. Eftir fyrirgjöf klippti hann boltann skemmtilega í netið með glæsilegri bakfallsspyrnu. Arsenal have been knocked out of a European club competition having won the first leg away from home for the first time in the club's history. A Greek tragedy at the Emirates. pic.twitter.com/qBEwt4LiV0— Squawka Football (@Squawka) February 27, 2020 Fjörinu var hins vegar ekki lokið. Í uppbótartíma skoraði Youssef El Arabi sigurmarkið sem skaut Olympiacos áfram í 16-liða úrslitin. Vandræðalegur varnarleikur Arsenal í markinu. Aubameyang fékk hins vegar tækifæri á síðustu sekúndu leiksins til að skjóta Arsenal áfram en brenndi af algjöru dauðafæri. Allt kom fyrir ekki og Arsenal er úr leik.Our Europa League campaign ends with defeat to Olympiacos.#UEL— Arsenal (@Arsenal) February 27, 2020 Evrópudeild UEFA
Arsenal er úr leik í Evrópudeildinni þetta árið eftir að hafa farið alla leið í úrslitaleikinn á síðasta ári. Skytturnar töpuðu í kvöld fyrir Olympiacos 2-1 eftir að hafa unnið fyrri leikinn 1-0. Leikurinn fór í framlengingu og réðust úrslitin á lokamínútum leiksins. Staðan var markalaus í hálfleik en á áttundu mínútu síðari hálfleiks kom Pape Abou Cisse Grikkjunum yfir eftir hornspyrnu. 1-0 eftir venjulegum leiktíma og samanlagt 1-1. Því þurfti að framlengja. Á 113. mínútu skoraði Pierre-Emerick Aubameyang og virtist vera skjóta Arsenal áfram. Eftir fyrirgjöf klippti hann boltann skemmtilega í netið með glæsilegri bakfallsspyrnu. Arsenal have been knocked out of a European club competition having won the first leg away from home for the first time in the club's history. A Greek tragedy at the Emirates. pic.twitter.com/qBEwt4LiV0— Squawka Football (@Squawka) February 27, 2020 Fjörinu var hins vegar ekki lokið. Í uppbótartíma skoraði Youssef El Arabi sigurmarkið sem skaut Olympiacos áfram í 16-liða úrslitin. Vandræðalegur varnarleikur Arsenal í markinu. Aubameyang fékk hins vegar tækifæri á síðustu sekúndu leiksins til að skjóta Arsenal áfram en brenndi af algjöru dauðafæri. Allt kom fyrir ekki og Arsenal er úr leik.Our Europa League campaign ends with defeat to Olympiacos.#UEL— Arsenal (@Arsenal) February 27, 2020