Foreldrar uggandi vegna áframhaldandi verkfalls Jóhann K. Jóhannsson skrifar 27. febrúar 2020 18:48 Foreldrar eru uggandi yfir stöðunni í kjaradeilu félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg. Enginn fundur hefur verið boðaður í deilunni eftir að upp úr slitnaði í viðræðum í gær. Ekki sér fyrir endann á ótímabundnu verkfalli Eflingar. Ótímabundið verkfall félagsmanna Eflingar hjá Reykjavíkurborg, sem starfa í grunn- og leikskólum, heimaþjónustu og þjónustumiðstöðvum, hefur nú staðið í ellefu daga. Samninganefndir Reykjavíkurborgar og Eflingar voru leiddar saman á fund skömmu fyrir klukkan sex í gær sem lauk á nokkrum mínútum þegar samninganefnd Eflingar gekk á dyr. Ruslatunnur og -geymslur eru teknar að fyllast við heimilis fólks. Þær hafa ekki verið tæmdar í rúma viku. Göngu- og hjólastígar eru ekki ruddir þrátt fyrir ófærðina sem nú er í borginni. Þá er heimaþjónusta aldraðra og búsetuaðstoð í lágmarki þó einhverjar undanþágur séu í gildi. Skert þjónusta er í grunn- og leikskólum borgarinnar. Síðustu ellefu daga hafa foreldrar þurft að gera ráðstafanir með börn sín og svo verður áfram á meðan verkfall varir. Foreldar skilja að sé áríðandi sé að hækka launin en eru uggandi yfir framhaldinu. Linda Rós Alferðsdóttir, segir barn sitt orðið langþreytt á löngu verkfalli.Vísir/Baldur Barnið orðið langþreytt á þessu ástandi Þetta er mjög erfitt. Barnið er orðið mjög þreytt, langþreytt á þessu ástandi og þetta er mikið að reyna að skipuleggja alla daga,“ segir Linda Rós Alfreðsdóttir, foreldri barns. „Börnin mín hafa lítið fengið að fara í leikskólann það er til dæmis lokuð alveg deildin hjá yngri í dag. hann fær tíu klukkustundir á þremur dögum í þessari viku. Svo erum við með annan sem er ekkert endilega á sömu tímum í leikskólanum. þetta er mikið púsluspil,“ segir Sveinborg H. Gunnarsdóttir, foreldri tveggja leikskólabarna. „Ég get viðurkennt það að ég varð örvæntingafull í gær þegar ég sá það að hurðum var skellt eftir fimm mínútna samtal,“ segir Linda. Skilur þú hvar ber í milli í deilunni? „Nei, ég hef ekki hugmynd um það því það virðast ekki vera neinar haldbærar upplýsingar að koma fram út á hvað þessi tilboð ganga,“ seigr Sveinborg. „Ég hef skilning á því að það sé verið að berjast fyrir laununum, ég hef sjálf unnið sem leiðbeinandi og veit að það er ekkert auðvelt en hins vegar hef ég ekki skilning á að fólk geti ekki setið í sama herbergi í meira en fimm mínútur, þegar það er þeirra hlutverk að semja,“ segir Linda. Sveinborg H. Gunnarsdóttir er foreldri sem hefur þurft að gera ráðstafanir vegna tveggja barna sinna.Vísir/Egill Skilur þú hvar ber í milli í deilunni? „Nei, ég hef ekki hugmynd um það því það virðast ekki vera neinar haldbærar upplýsingar að koma fram út á hvað þessi tilboð ganga,“ segir Sveinborg. „Ég hef skilning á því að það sé verið að berjast fyrir laununum, ég hef sjálf unnið sem leiðbeinandi og veit að það er ekkert auðvelt en hins vegar hef ég ekki skilning á að fólk geti ekki setið í sama herbergi í meira en fimm mínútur, þegar það er þeirra hlutverk að semja,“ segir Linda. Reykjavík Skóla - og menntamál Verkföll 2020 Vinnumarkaður Tengdar fréttir Vilja vita hvort borginni sé alvara með „Kastljóstilboð Dags B. Eggertssonar“ Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að trúverðugleiki borgarinnar sé í húfi. 26. febrúar 2020 13:18 Félagsmenn Eflingar orðnir þreyttir á verkfalli Þreyta er á meðal félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg. Ótímabundið verkfall þeirra hefur nú staðið í tíu daga. Félagsmenn vilja að gengið verði til samninga svo þeir geti mætt til vinnu aftur, verkfallið sé farið að hafa áhrif á fjárhag heimilla þeirra. 26. febrúar 2020 18:30 Segist „að sjálfsögðu“ standa við tilboð sitt Borgarstjóri harmar að ekki hafi gengið hraðar að ná samningum milli Reykjavíkurborgar og Eflingar. 27. febrúar 2020 10:49 Mest lesið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira
Foreldrar eru uggandi yfir stöðunni í kjaradeilu félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg. Enginn fundur hefur verið boðaður í deilunni eftir að upp úr slitnaði í viðræðum í gær. Ekki sér fyrir endann á ótímabundnu verkfalli Eflingar. Ótímabundið verkfall félagsmanna Eflingar hjá Reykjavíkurborg, sem starfa í grunn- og leikskólum, heimaþjónustu og þjónustumiðstöðvum, hefur nú staðið í ellefu daga. Samninganefndir Reykjavíkurborgar og Eflingar voru leiddar saman á fund skömmu fyrir klukkan sex í gær sem lauk á nokkrum mínútum þegar samninganefnd Eflingar gekk á dyr. Ruslatunnur og -geymslur eru teknar að fyllast við heimilis fólks. Þær hafa ekki verið tæmdar í rúma viku. Göngu- og hjólastígar eru ekki ruddir þrátt fyrir ófærðina sem nú er í borginni. Þá er heimaþjónusta aldraðra og búsetuaðstoð í lágmarki þó einhverjar undanþágur séu í gildi. Skert þjónusta er í grunn- og leikskólum borgarinnar. Síðustu ellefu daga hafa foreldrar þurft að gera ráðstafanir með börn sín og svo verður áfram á meðan verkfall varir. Foreldar skilja að sé áríðandi sé að hækka launin en eru uggandi yfir framhaldinu. Linda Rós Alferðsdóttir, segir barn sitt orðið langþreytt á löngu verkfalli.Vísir/Baldur Barnið orðið langþreytt á þessu ástandi Þetta er mjög erfitt. Barnið er orðið mjög þreytt, langþreytt á þessu ástandi og þetta er mikið að reyna að skipuleggja alla daga,“ segir Linda Rós Alfreðsdóttir, foreldri barns. „Börnin mín hafa lítið fengið að fara í leikskólann það er til dæmis lokuð alveg deildin hjá yngri í dag. hann fær tíu klukkustundir á þremur dögum í þessari viku. Svo erum við með annan sem er ekkert endilega á sömu tímum í leikskólanum. þetta er mikið púsluspil,“ segir Sveinborg H. Gunnarsdóttir, foreldri tveggja leikskólabarna. „Ég get viðurkennt það að ég varð örvæntingafull í gær þegar ég sá það að hurðum var skellt eftir fimm mínútna samtal,“ segir Linda. Skilur þú hvar ber í milli í deilunni? „Nei, ég hef ekki hugmynd um það því það virðast ekki vera neinar haldbærar upplýsingar að koma fram út á hvað þessi tilboð ganga,“ seigr Sveinborg. „Ég hef skilning á því að það sé verið að berjast fyrir laununum, ég hef sjálf unnið sem leiðbeinandi og veit að það er ekkert auðvelt en hins vegar hef ég ekki skilning á að fólk geti ekki setið í sama herbergi í meira en fimm mínútur, þegar það er þeirra hlutverk að semja,“ segir Linda. Sveinborg H. Gunnarsdóttir er foreldri sem hefur þurft að gera ráðstafanir vegna tveggja barna sinna.Vísir/Egill Skilur þú hvar ber í milli í deilunni? „Nei, ég hef ekki hugmynd um það því það virðast ekki vera neinar haldbærar upplýsingar að koma fram út á hvað þessi tilboð ganga,“ segir Sveinborg. „Ég hef skilning á því að það sé verið að berjast fyrir laununum, ég hef sjálf unnið sem leiðbeinandi og veit að það er ekkert auðvelt en hins vegar hef ég ekki skilning á að fólk geti ekki setið í sama herbergi í meira en fimm mínútur, þegar það er þeirra hlutverk að semja,“ segir Linda.
Reykjavík Skóla - og menntamál Verkföll 2020 Vinnumarkaður Tengdar fréttir Vilja vita hvort borginni sé alvara með „Kastljóstilboð Dags B. Eggertssonar“ Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að trúverðugleiki borgarinnar sé í húfi. 26. febrúar 2020 13:18 Félagsmenn Eflingar orðnir þreyttir á verkfalli Þreyta er á meðal félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg. Ótímabundið verkfall þeirra hefur nú staðið í tíu daga. Félagsmenn vilja að gengið verði til samninga svo þeir geti mætt til vinnu aftur, verkfallið sé farið að hafa áhrif á fjárhag heimilla þeirra. 26. febrúar 2020 18:30 Segist „að sjálfsögðu“ standa við tilboð sitt Borgarstjóri harmar að ekki hafi gengið hraðar að ná samningum milli Reykjavíkurborgar og Eflingar. 27. febrúar 2020 10:49 Mest lesið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira
Vilja vita hvort borginni sé alvara með „Kastljóstilboð Dags B. Eggertssonar“ Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að trúverðugleiki borgarinnar sé í húfi. 26. febrúar 2020 13:18
Félagsmenn Eflingar orðnir þreyttir á verkfalli Þreyta er á meðal félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg. Ótímabundið verkfall þeirra hefur nú staðið í tíu daga. Félagsmenn vilja að gengið verði til samninga svo þeir geti mætt til vinnu aftur, verkfallið sé farið að hafa áhrif á fjárhag heimilla þeirra. 26. febrúar 2020 18:30
Segist „að sjálfsögðu“ standa við tilboð sitt Borgarstjóri harmar að ekki hafi gengið hraðar að ná samningum milli Reykjavíkurborgar og Eflingar. 27. febrúar 2020 10:49