Fótbolti

Hildur kölluð inn í íslenska landsliðshópinn

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Hildur gæti spilað sinn fyrsta A-landsleik.
Hildur gæti spilað sinn fyrsta A-landsleik. Vísir/Bára

Jón Þór Hauksson, landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins, hefur þurft að gera eina breytingu á hópi sínum sem tekur þátt í Pinatar-mótinu á Spáni í næstu viku.

Hildur Antonsdóttir, leikmaður Breiðabliks, hefur verið kölluð inn í íslenska landsliðshópinn í stað Alexöndru Jóhannsdóttur en báðar leika þær með Breiðablik.

Hildur leikur venjulega í stöðu miðjumanns og hefur leikið 135 leiki í efstu deild hér á landi og skorað í þeim 27 mörk. Þessi 25 ára gamli miðjumaður hefur einnig leikið HK/Víking sem og Val í efstu deild.

Hildur hefur ekki enn leikið fyrir A-landsliðið en hún hefur alls leikið 40 leiki með yngri landsliðum Íslands og skorað í þeim sjö mörk.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×