Engin staðfest tilfelli kórónuveirunnar í Færeyjum Sylvía Hall skrifar 28. febrúar 2020 23:08 Einstaklingarnir voru settir í sóttkví á heimilum sínum á meðan beðið var eftir niðurstöðum. Vísir/Getty Grunur vaknaði um að tveir væru sýktir af kórónuveirunni sem veldur COVID-19 í Færeyjum í dag. Niðurstöður sýnatöku sýndu þó fram á að einstaklingarnir væru ekki smitaðir. „Við vorum sammála um að taka sýni úr þeim þó svo að líkurnar á því að þeir væru smitaðir hafi verið tiltölulega litlar,“ sagði Shahin Gaini sérlæknir í Færeyjum í viðtali um málið. Það væri þó alltaf öruggast að kanna málið en hingað til hafa engin tilfelli komið upp í Færeyjum. Báðir einstaklingar höfðu verið á ferðalögum en þó ekki á stöðum þar sem mörg tilfelli kórónuveirunnar hafa greinst. Einstaklingarnir voru settir í sóttkví á heimilum sínum á meðan beðið var eftir niðurstöðum. „Ef það eru væg einkenni þá viljum við hafa [sjúklingana] heima, það er öruggast fyrir okkur öll og líka fyrir sjúkrahúsið. Við viljum helst ekki að fólk komi inn á sjúkrahúsið án sterks gruns um kórónusmit því það eru veikir sjúklingar liggja hér og það eru smithættur hér á sjúkrahúsinu.“ Landlæknir, forstjóri sjúkrahússins og aðrir opinberir aðilar voru boðaðir til fundar í dag vegna sýnatakanna þar sem farið var yfir viðbragð ef smit kæmi upp. Þar voru hinar ýmsu sviðsmyndir skoðaðar en að sögn Gaini fylgjast yfirvöld náið með þróun mála í nágrannalöndunum. Smitum í Danmörku, Noregi og Svíþjóð hefur fjölgað. Tvö staðfest smit eru í Danmörku, fjögur í Noregi og sjö í Svíþjóð. Þá hafa tvö tilfelli verið staðfest í Finnlandi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Færeyjar Tengdar fréttir Fyrsta tilfelli kórónuveirunnar á Íslandi Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið færður í einangrun á Landspítala eftir að sýni úr honum reyndist jákvætt fyrir nýrri kórónaveiru (COVID-19). 28. febrúar 2020 14:51 Kórónuveirusmit staðfest í Noregi Hin smitaða kom til landsins frá Kína um síðastliðna helgi og er nú í sóttkví. 26. febrúar 2020 21:05 Fyrsta staðfesta tilfelli Wuhan-veirunnar hefur greinst í Svíþjóð Sænska ríkisútvarpið SVT greinir frá þessu og segir að konan hafi verið á ferðalagi í nálægð við kínversku borgina Wuhan þar sem veiran er talin eiga upptök sín. 31. janúar 2020 17:17 Kórónaveiran komin til Finnlands Heilbrigðisyfirvöld í Finnlandi hafa staðfest að kínverskur ferðamaður á ferð um Finnlandi hafi greinst með sýkingu vegna kórónaveiru. Grunur er um að fimmtán séu sýktir af veirunni í Finnlandi. Er þetta fyrsta staðfesta tilfellið á Norðurlöndunum. 29. janúar 2020 15:45 Kórónuveiran komin til Danmerkur Maðurinn sem greindist með veiruna er starfsmaður dönsku sjónvarpsstöðvarinnar TV 2 og var nýkominn heim úr skíðaferð á Norður-Ítalíu. 27. febrúar 2020 06:34 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Sjá meira
Grunur vaknaði um að tveir væru sýktir af kórónuveirunni sem veldur COVID-19 í Færeyjum í dag. Niðurstöður sýnatöku sýndu þó fram á að einstaklingarnir væru ekki smitaðir. „Við vorum sammála um að taka sýni úr þeim þó svo að líkurnar á því að þeir væru smitaðir hafi verið tiltölulega litlar,“ sagði Shahin Gaini sérlæknir í Færeyjum í viðtali um málið. Það væri þó alltaf öruggast að kanna málið en hingað til hafa engin tilfelli komið upp í Færeyjum. Báðir einstaklingar höfðu verið á ferðalögum en þó ekki á stöðum þar sem mörg tilfelli kórónuveirunnar hafa greinst. Einstaklingarnir voru settir í sóttkví á heimilum sínum á meðan beðið var eftir niðurstöðum. „Ef það eru væg einkenni þá viljum við hafa [sjúklingana] heima, það er öruggast fyrir okkur öll og líka fyrir sjúkrahúsið. Við viljum helst ekki að fólk komi inn á sjúkrahúsið án sterks gruns um kórónusmit því það eru veikir sjúklingar liggja hér og það eru smithættur hér á sjúkrahúsinu.“ Landlæknir, forstjóri sjúkrahússins og aðrir opinberir aðilar voru boðaðir til fundar í dag vegna sýnatakanna þar sem farið var yfir viðbragð ef smit kæmi upp. Þar voru hinar ýmsu sviðsmyndir skoðaðar en að sögn Gaini fylgjast yfirvöld náið með þróun mála í nágrannalöndunum. Smitum í Danmörku, Noregi og Svíþjóð hefur fjölgað. Tvö staðfest smit eru í Danmörku, fjögur í Noregi og sjö í Svíþjóð. Þá hafa tvö tilfelli verið staðfest í Finnlandi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Færeyjar Tengdar fréttir Fyrsta tilfelli kórónuveirunnar á Íslandi Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið færður í einangrun á Landspítala eftir að sýni úr honum reyndist jákvætt fyrir nýrri kórónaveiru (COVID-19). 28. febrúar 2020 14:51 Kórónuveirusmit staðfest í Noregi Hin smitaða kom til landsins frá Kína um síðastliðna helgi og er nú í sóttkví. 26. febrúar 2020 21:05 Fyrsta staðfesta tilfelli Wuhan-veirunnar hefur greinst í Svíþjóð Sænska ríkisútvarpið SVT greinir frá þessu og segir að konan hafi verið á ferðalagi í nálægð við kínversku borgina Wuhan þar sem veiran er talin eiga upptök sín. 31. janúar 2020 17:17 Kórónaveiran komin til Finnlands Heilbrigðisyfirvöld í Finnlandi hafa staðfest að kínverskur ferðamaður á ferð um Finnlandi hafi greinst með sýkingu vegna kórónaveiru. Grunur er um að fimmtán séu sýktir af veirunni í Finnlandi. Er þetta fyrsta staðfesta tilfellið á Norðurlöndunum. 29. janúar 2020 15:45 Kórónuveiran komin til Danmerkur Maðurinn sem greindist með veiruna er starfsmaður dönsku sjónvarpsstöðvarinnar TV 2 og var nýkominn heim úr skíðaferð á Norður-Ítalíu. 27. febrúar 2020 06:34 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Sjá meira
Fyrsta tilfelli kórónuveirunnar á Íslandi Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið færður í einangrun á Landspítala eftir að sýni úr honum reyndist jákvætt fyrir nýrri kórónaveiru (COVID-19). 28. febrúar 2020 14:51
Kórónuveirusmit staðfest í Noregi Hin smitaða kom til landsins frá Kína um síðastliðna helgi og er nú í sóttkví. 26. febrúar 2020 21:05
Fyrsta staðfesta tilfelli Wuhan-veirunnar hefur greinst í Svíþjóð Sænska ríkisútvarpið SVT greinir frá þessu og segir að konan hafi verið á ferðalagi í nálægð við kínversku borgina Wuhan þar sem veiran er talin eiga upptök sín. 31. janúar 2020 17:17
Kórónaveiran komin til Finnlands Heilbrigðisyfirvöld í Finnlandi hafa staðfest að kínverskur ferðamaður á ferð um Finnlandi hafi greinst með sýkingu vegna kórónaveiru. Grunur er um að fimmtán séu sýktir af veirunni í Finnlandi. Er þetta fyrsta staðfesta tilfellið á Norðurlöndunum. 29. janúar 2020 15:45
Kórónuveiran komin til Danmerkur Maðurinn sem greindist með veiruna er starfsmaður dönsku sjónvarpsstöðvarinnar TV 2 og var nýkominn heim úr skíðaferð á Norður-Ítalíu. 27. febrúar 2020 06:34