Viðskipti innlent

Munu veita allt að 16,5 milljarða ríkisábyrgð

Sylvía Hall skrifar
DSCF1092
Vísir/Vilhelm

Íslensk stjórnvald hafa ákveðið að veita Icelandair ríkisábyrgð á lánalínu sem nemur allt að 120 milljónum Bandaríkjadala. Það samsvarar um 16,5 milljörðum íslenskra króna á núverandi gengi.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair. Viðræður hafa staðið yfir milli félagsins og íslenskra stjórnvalda í samvinnu við Íslandsbanka og Landsbankann undanfarið um útfærslu á fyrrnefndri lánalínu og er þetta niðurstaðan.

Í tilkynningunni segir að ábyrgðin muni nema 90 prósentum af lánsfjárhæðinni og er hún háð samkomulagi aðila um skilmála hennar, samþykki Alþingis og að félagið nái markmiðum sínum í væntanlegu hlutafjárútboði.

Greint var frá því í gær að Icelandair hygðist fresta fyrirhuguðu hlutafjárútboði sem átti að fara fram nú í ágúst. Stefnt er að því að útboðið fari fram í september verði það samþykkt á hluthafafundi sem boðað verður til á næstu dögum.

„Icelandair Group stefnir að því að selja nýja hluti fyrir 20 milljarða króna að nafnverði á genginu 1 króna á hlut. Komi til umframeftirspurnar í hlutafjárútboðinu, myndi stjórn félagsins hafa heimild til að auka hlutafé enn frekar um allt að 3 milljarða þannig að stærð útboðsins yrði að hámarki 23 milljarðar króna,“ sagði í tilkynningu gærdagsins. 


Tengdar fréttir

Fresta hlutafjárútboðinu með fyrirvara um nýja heimild

Tímalína fyrirhugaðs hlutafjárútboðs Icelandair hefur verið uppfærð, að því er fram kemur í tilkynningu frá upplýsingafulltrúa félagsins. Stefnt er að því að útboðið fari fram í september.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×