Útbreiðsla Wuhan-veirunnar „alvarleg ógn“ við lýðheilsu í Bretlandi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. febrúar 2020 10:30 Starfsfólk á sjúkrahúsi í Milton Keynes sést hér tilbúið til að taka á móti Bretum sem fluttir voru frá Wuhan á dögunum. vísir/getty Breska ríkisstjórnin hefur lýst útbreiðslu Wuhan-veirunnar svokölluðu sem „alvarlegri ógn við lýðheilsu“ í landinu. Með því að lýsa þessu yfir geta stjórnvöld gripið til harðari aðgerða gegn veirunni en áður að því er fram kemur í umfjöllun Guardian um málið. Veiran, sem á uppruna sinn í borginni Wuhan í Kína, er ný tegund af kórónaveiru og er formlegt heiti hennar 2019-nCoV. Meiri en 40 þúsund manns hafa smitast af veirunni, langflestir á meginlandi Kína, og rúmlega 900 hafa dáið vegna veirunnar, einnig langflestir í Kína. Fjöldi staðfestra tilfella í Bretlandi tvöfaldaðist um helgina, fór úr fjórum í átta, þegar þrír menn og ein kona greindust með veiruna í Brighton. Er fólkið nú í sóttkví á spítala í London. Nýju aðgerðirnar sem bresk stjórnvöld kynntu í dag fela það meðal annars í sér að heilbrigðisyfirvöld geta þvingað fólk sem greinist með Wuhan-veiruna í sóttkví. Þá yrðu einstaklingarnir ekki frjálsir ferða sinna. Ef smituð manneskja er síðan talin ógn við lýðheilsu geta yfirvöld þvingað viðkomandi í einangrun. „Smit vegna nýju kórónaveirunnar er alvarleg og yfirvofandi ógn við lýðheilsu,“ sagði Matt Hancock, heilbrigðisráðherra Bretlands, í morgun. Aðgerðir breskra yfirvalda nú koma í kjölfar fregna af því að breskur maður sem smitaðist af Wuhan-veirunni á viðskiptaráðstefnu í Singapúr sé tengdur við að minnsta kosti sjö önnur staðfest smit í Englandi, Frakklandi og á Spáni. Tilfellin fjögur sem staðfest voru í Bretlandi í dag tengjast þannig manninum. Fólkið smitaðist í Frakklandi þar sem maðurinn heimsótti skíðahótel í Ölpunum nærri Mont Blanc áður en hann sneri heim til Bretlands með flugi easy Jet frá Genf til Gatwick-flugvallar þann 28. janúar. Bretland Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Breska ríkisstjórnin hefur lýst útbreiðslu Wuhan-veirunnar svokölluðu sem „alvarlegri ógn við lýðheilsu“ í landinu. Með því að lýsa þessu yfir geta stjórnvöld gripið til harðari aðgerða gegn veirunni en áður að því er fram kemur í umfjöllun Guardian um málið. Veiran, sem á uppruna sinn í borginni Wuhan í Kína, er ný tegund af kórónaveiru og er formlegt heiti hennar 2019-nCoV. Meiri en 40 þúsund manns hafa smitast af veirunni, langflestir á meginlandi Kína, og rúmlega 900 hafa dáið vegna veirunnar, einnig langflestir í Kína. Fjöldi staðfestra tilfella í Bretlandi tvöfaldaðist um helgina, fór úr fjórum í átta, þegar þrír menn og ein kona greindust með veiruna í Brighton. Er fólkið nú í sóttkví á spítala í London. Nýju aðgerðirnar sem bresk stjórnvöld kynntu í dag fela það meðal annars í sér að heilbrigðisyfirvöld geta þvingað fólk sem greinist með Wuhan-veiruna í sóttkví. Þá yrðu einstaklingarnir ekki frjálsir ferða sinna. Ef smituð manneskja er síðan talin ógn við lýðheilsu geta yfirvöld þvingað viðkomandi í einangrun. „Smit vegna nýju kórónaveirunnar er alvarleg og yfirvofandi ógn við lýðheilsu,“ sagði Matt Hancock, heilbrigðisráðherra Bretlands, í morgun. Aðgerðir breskra yfirvalda nú koma í kjölfar fregna af því að breskur maður sem smitaðist af Wuhan-veirunni á viðskiptaráðstefnu í Singapúr sé tengdur við að minnsta kosti sjö önnur staðfest smit í Englandi, Frakklandi og á Spáni. Tilfellin fjögur sem staðfest voru í Bretlandi í dag tengjast þannig manninum. Fólkið smitaðist í Frakklandi þar sem maðurinn heimsótti skíðahótel í Ölpunum nærri Mont Blanc áður en hann sneri heim til Bretlands með flugi easy Jet frá Genf til Gatwick-flugvallar þann 28. janúar.
Bretland Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira