Two Birds kaupir Aurbjörgu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. febrúar 2020 10:42 Auður Björk Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Two Birds, ásamt Ólafi Erni Guðmundssyni, öðrum stofnanda Aurbjargar. Fjártæknifyrirtækið Two Birds, sem hefur sérhæft sig í þróun á nýjum og notendavænum viðskiptalausnum á fasteigna- og fjármálamarkaði, hefur fest kaup á Aurbjörgu. Frá þessu er greint í tilkynningu en ekkert kemur fram um kaupverðið. Aurbjörg aðstoðar fólk við fjármálin, sparar neytendum pening, hjálpar þeim að fræðast um fjármál og finna hagstæðustu kjörin fyrir lán, sparnað, síma, rafmagn ásamt fleiru. „Þessi kaup á Aurbjörgu styðja við markmið okkar hjá Two Birds að auðvelda fólki að taka betri ákvarðanir þegar kemur að stórum fjármálaákvörðunum, eins og að kaupa sér þak yfir höfuðið, finna hagkvæmasta húsnæðislánið eða fara í endurfjármögnun“ segir Auður Björk Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Two Birds. „Á Aurbjörgu gerir fólk samanburð á hinum ýmsu þjónustuþáttum sem snúa að heimilisrekstrinum, velur hagstæðan valkost og klárar málin með einföldum hætti.“ Mikið fagnaðarefni „Hugmyndin við stofnun á Aurbjörgu var ávallt að aðstoða fólk við ákvarðanatöku um hvert það ætti að beina viðskiptum með einföldum samanburði á kaupum og kjörum ólíkra fyrirtækja og stofnana. Nú verður hægt að byggja enn frekar undir það verkefni og gefa einstaklingum og fyrirtækjum kost á að taka upplýsta ákvörðun. Það er því mikið fagnaðarefni fyrir okkur sem stofnuðum Aurbjörgu að sjá þetta frábæra verkefni vaxa og dafna með allri þeirri þekkingu sem liggur hjá Two Birds,“ segir Ólafur Örn Guðmundsson, annar stofnenda Aurbjargar. Aurbjörg er fjártæknivefsíða sem fór í loftið í október 2017 og hjálpar fólki með fjármálin. Tilgangur vefsíðunnar er sagður vera sá að spara neytendum pening, hjálpa þeim að fræðast um fjármál og finna hagstæðustu kjörin fyrir lán, sparnað, kort o.fl. Samanburðirnir á Aurbjörg.is eru óháðir öðrum fjármálafyrirtækjum. Með því er verið að gæta að hagsmunum neytenda. Two Birds var stofnað í maí 2018 og sérhæfir sig í þróun á nýjum og notendavænum viðskiptalausnum á fasteigna- og fjármálamarkaði. Two Birds býr yfir gagnasafni um fasteignamarkaðinn á Íslandi og notar gervigreind til að reikna áætlað markaðsvirði fasteigna á öllu landinu. Neytendur Upplýsingatækni Fjártækni Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Sjá meira
Fjártæknifyrirtækið Two Birds, sem hefur sérhæft sig í þróun á nýjum og notendavænum viðskiptalausnum á fasteigna- og fjármálamarkaði, hefur fest kaup á Aurbjörgu. Frá þessu er greint í tilkynningu en ekkert kemur fram um kaupverðið. Aurbjörg aðstoðar fólk við fjármálin, sparar neytendum pening, hjálpar þeim að fræðast um fjármál og finna hagstæðustu kjörin fyrir lán, sparnað, síma, rafmagn ásamt fleiru. „Þessi kaup á Aurbjörgu styðja við markmið okkar hjá Two Birds að auðvelda fólki að taka betri ákvarðanir þegar kemur að stórum fjármálaákvörðunum, eins og að kaupa sér þak yfir höfuðið, finna hagkvæmasta húsnæðislánið eða fara í endurfjármögnun“ segir Auður Björk Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Two Birds. „Á Aurbjörgu gerir fólk samanburð á hinum ýmsu þjónustuþáttum sem snúa að heimilisrekstrinum, velur hagstæðan valkost og klárar málin með einföldum hætti.“ Mikið fagnaðarefni „Hugmyndin við stofnun á Aurbjörgu var ávallt að aðstoða fólk við ákvarðanatöku um hvert það ætti að beina viðskiptum með einföldum samanburði á kaupum og kjörum ólíkra fyrirtækja og stofnana. Nú verður hægt að byggja enn frekar undir það verkefni og gefa einstaklingum og fyrirtækjum kost á að taka upplýsta ákvörðun. Það er því mikið fagnaðarefni fyrir okkur sem stofnuðum Aurbjörgu að sjá þetta frábæra verkefni vaxa og dafna með allri þeirri þekkingu sem liggur hjá Two Birds,“ segir Ólafur Örn Guðmundsson, annar stofnenda Aurbjargar. Aurbjörg er fjártæknivefsíða sem fór í loftið í október 2017 og hjálpar fólki með fjármálin. Tilgangur vefsíðunnar er sagður vera sá að spara neytendum pening, hjálpa þeim að fræðast um fjármál og finna hagstæðustu kjörin fyrir lán, sparnað, kort o.fl. Samanburðirnir á Aurbjörg.is eru óháðir öðrum fjármálafyrirtækjum. Með því er verið að gæta að hagsmunum neytenda. Two Birds var stofnað í maí 2018 og sérhæfir sig í þróun á nýjum og notendavænum viðskiptalausnum á fasteigna- og fjármálamarkaði. Two Birds býr yfir gagnasafni um fasteignamarkaðinn á Íslandi og notar gervigreind til að reikna áætlað markaðsvirði fasteigna á öllu landinu.
Neytendur Upplýsingatækni Fjártækni Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Sjá meira