Faðir Hildar telur hana slá nýjan tón í kvikmyndatónlist Birgir Olgeirsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 10. febrúar 2020 12:01 Hildur Guðnadóttir með verðlaun sín. Bandaríski leikstjórinn Spike Lee klappar henni lof í lófa. Getty/Richard Harbaugh Guðni Franzson, klarinettuleikari og faðir Hildar Guðnadóttur, sat límdur við sjónvarpsskjáinn í Stykkishólmi á fjórða tímanum í nótt þegar ljóst varð að Ísland hafði eignast sinn fyrsta Óskarsverðlaunahafa. „Þetta var smá sjokk, kom svolítið á óvart en svo sem alveg viðbúið þannig. En kemur samt skemmtilega og þægilega á óvart. Maður býst aldrei við neinu svona. Hollywood hefur sína hentisemi og maður gat allt eins búið við því að röðin væri komin að einhverjum öðrum. En þetta var frábært,“ segir Guðni. Hann segist vinna hér á landi og því fylgjast með vegferð Hildar úr nokkurri fjarlægð. „En við erum í góðu sambandi. Hún er með þessi tvö stóru verkefni á árinu og eins og þetta sé eðlilegt framhald af því, þegar bransinn fer að klóra sér, kemur í ljós að hún er með svo falleg og stór verkefni sem fleyta henni áfram í þetta. “ Sterkur karakter sé á tónlist Hildar. Guðni Franzson, annar frá vinstri, veitti Bjartsýnisverðlaunum viðtöku fyrir hönd Hildar í janúar. Með honum á myndinni eru Vigdís Finnbogadóttir, Guðni Th. Jóhannesson og Sigurður Þór Ásgeirsson.ISAL „Hennar tónlist þekkist vel, stingur alltaf út. Það má segja að hún sé fulltrúi sinnar kynslóðar. Lína sem hefur verið að vaxa síðustu ár. Hún kemur úr noisinu og bróminu og öllu þessu, en samt lírísk og tilfinningarík. Ég upplifi að það sé svolítið 21. öldin að taka yfir. Það tekur tíma að ganga inn í öldina og nú er kominn einhver svona 21. aldar tónn og Hildur á fallegar línur á þessari öld, sem verða alltaf hennar og eru mjög skýr höfundareinkenni.“ Baðherbergissenan í Jókernum er líklega sú sem flestir tengja við en þar leikur sellóið stórt hlutverk. „Selló hefur alltaf verið hennar rödd. Stundum felur hún það, í Tjernóbyl notar hún eiginlega ekkert selló, en þetta er eiginlega hennar hljóð - hennar rödd. Leiðir Jókerinn svolítið áfram. Verður svona leiðarstef. Svolítið framhald af henni. Joaquin Phoenix - það er eins og hann falli inn í hennar rödd. Það er mjög sterkt og kannski það akkurat sem setur þetta á þennan stall - heldur en það sem hinir strákarnir hafa verið að gera. Hvort sem það er Williams eða annað þá er það kannski ekki jafndjúpt persónulegt eins og hún gerði.“ Guðni bendir á að Hildur nálgist verkefni sín á mjög persónulegan hátt og sé nú að uppskera. „Það er kannski nýtt sjónarhorn á kvikmyndatónlist. Hún fer mjög persónulega að þessu í stað þess að fara svona iðnaðarleiðina eins og er gjarnan gert. Það er kannski nýr tónn í þessu öllu saman.“ Hildur Guðnadóttir Óskarinn Tónlist Mest lesið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Quincy Jones er látinn Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Fleiri fréttir Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Óþekkjanleg sem frægasta geimvera í heimi Sjá meira
Guðni Franzson, klarinettuleikari og faðir Hildar Guðnadóttur, sat límdur við sjónvarpsskjáinn í Stykkishólmi á fjórða tímanum í nótt þegar ljóst varð að Ísland hafði eignast sinn fyrsta Óskarsverðlaunahafa. „Þetta var smá sjokk, kom svolítið á óvart en svo sem alveg viðbúið þannig. En kemur samt skemmtilega og þægilega á óvart. Maður býst aldrei við neinu svona. Hollywood hefur sína hentisemi og maður gat allt eins búið við því að röðin væri komin að einhverjum öðrum. En þetta var frábært,“ segir Guðni. Hann segist vinna hér á landi og því fylgjast með vegferð Hildar úr nokkurri fjarlægð. „En við erum í góðu sambandi. Hún er með þessi tvö stóru verkefni á árinu og eins og þetta sé eðlilegt framhald af því, þegar bransinn fer að klóra sér, kemur í ljós að hún er með svo falleg og stór verkefni sem fleyta henni áfram í þetta. “ Sterkur karakter sé á tónlist Hildar. Guðni Franzson, annar frá vinstri, veitti Bjartsýnisverðlaunum viðtöku fyrir hönd Hildar í janúar. Með honum á myndinni eru Vigdís Finnbogadóttir, Guðni Th. Jóhannesson og Sigurður Þór Ásgeirsson.ISAL „Hennar tónlist þekkist vel, stingur alltaf út. Það má segja að hún sé fulltrúi sinnar kynslóðar. Lína sem hefur verið að vaxa síðustu ár. Hún kemur úr noisinu og bróminu og öllu þessu, en samt lírísk og tilfinningarík. Ég upplifi að það sé svolítið 21. öldin að taka yfir. Það tekur tíma að ganga inn í öldina og nú er kominn einhver svona 21. aldar tónn og Hildur á fallegar línur á þessari öld, sem verða alltaf hennar og eru mjög skýr höfundareinkenni.“ Baðherbergissenan í Jókernum er líklega sú sem flestir tengja við en þar leikur sellóið stórt hlutverk. „Selló hefur alltaf verið hennar rödd. Stundum felur hún það, í Tjernóbyl notar hún eiginlega ekkert selló, en þetta er eiginlega hennar hljóð - hennar rödd. Leiðir Jókerinn svolítið áfram. Verður svona leiðarstef. Svolítið framhald af henni. Joaquin Phoenix - það er eins og hann falli inn í hennar rödd. Það er mjög sterkt og kannski það akkurat sem setur þetta á þennan stall - heldur en það sem hinir strákarnir hafa verið að gera. Hvort sem það er Williams eða annað þá er það kannski ekki jafndjúpt persónulegt eins og hún gerði.“ Guðni bendir á að Hildur nálgist verkefni sín á mjög persónulegan hátt og sé nú að uppskera. „Það er kannski nýtt sjónarhorn á kvikmyndatónlist. Hún fer mjög persónulega að þessu í stað þess að fara svona iðnaðarleiðina eins og er gjarnan gert. Það er kannski nýr tónn í þessu öllu saman.“
Hildur Guðnadóttir Óskarinn Tónlist Mest lesið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Quincy Jones er látinn Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Fleiri fréttir Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Óþekkjanleg sem frægasta geimvera í heimi Sjá meira