Erlent

Bæði Buttigieg og Sanders fara fram á að farið verði yfir niðurstöður í Iowa

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Þessir þrír herramenn hafa verið að mælast með mest fylgi undanfarna daga. Biden, Bernie og Buttigieg.
Þessir þrír herramenn hafa verið að mælast með mest fylgi undanfarna daga. Biden, Bernie og Buttigieg. Vísir/AP

Pete Buttigieg og Bernie Sanders, forsetaframbjóðendur demókrata og þeir frambjóðendur sem taldir hafa verið efstir í fyrstu forkosningum demókrata í Iowa-ríki hafa báðir farið fram á að farið verði aftur yfir niðurstöður forkosninganna í hluta ríkisins.

Demókrataflokkurinn í Iowa tilkynnti í gær að útlit væri fyrir að Buttigieg, fyrrverandi borgarstjóri South Bend í Indiana, hefði unnið flesta kjörmenn sem velja forsetaframbjóðandann á landsfundi flokksins í Milwaukee í júlí.

Endanleg úrslit liggja enn ekki fyrir vegna misræmissem kom upp í tilkynningum um úrslit frá kjörstöðum. Enn er verið að greiða úr misræminu ogstaðfesta úrslit.

Framboð Buttigieg hefur farið fram á að farið verði aftur yfir niðurstöðurnar í 66 kjördæmum í ríkinu en framboð Sanders í 28 kjördæmum, að því erReuters greinir frá og hefur eftir tilkynningu frá Demókrataflokknum. Alls verða úrslit skoðuð nánar í 143 kjördæmum.

Sú skoðun sem nú fer fram er þó ekki endurtalning á atkvæðum heldur einungis formleg yfirferð yfir gögn og útreikninga kjörnefnda í kjördæmunum.



Til þess að hægt sé að fara fram á formlega endurtalningu þarf fyrst að fara yfir niðurstöðurnar líkt og framboð Sanders og Buttigieg hafa nú farið fram á að verði gert.

Samkvæmt uppfærði talningu frá því gær hlaut Buttigieg 14 kjörmenn, Sanders 12, Elizabeth Warren átta, Joe Biden sex og Amy Klobuchar einn.

Formaður Demókrataflokksins í Iowa segir að ekki liggi fyrir hvað langan tíma taki að fara aftur yfir niðurstöðurnar en framundan er forval demókrata í New Hampshire.

Skoðanakannanir benda til þess að þeir Sanders og  Buttigieg muni býtast um sigurinn þar.


Tengdar fréttir

Segir ó­víst að Biden þoli að vera í tap­sæti í mánuð

Demókratar eru í erfiðri stöðu eftir forval flokksins í Iowa. Miklar tafir urðu á því að endanleg úrslit yrðu tilkynnt vegna misræmis í tilkynningu talna frá kjörfundunum. Donald Trump, Bandaríkjaforseti, var svo sýknaður af ákærum fyrir embættisbrot sem var nokkuð fyrirséð.

Bandaríkin: Trump sýknaður og Demókratar klúðra

Umdeilt forval Demókrataflokksins í Iowa og fyrirsjáanleg sýknun Donald Trump, forseta, er það helsta sem er til umfjöllunar í þriðja þætti Bandaríkjanna, hlaðvarps fréttastofu um bandarísk stjórnmál.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×