Meira af verðmyndun auðlinda – er þetta eðlilegt? Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar 11. febrúar 2020 09:00 Í grein hér á Vísi fyrir rúmum tveimur vikum fór ég aðeins yfir verðmyndun á sjávarafurðum þar sem ég fór yfir verðmyndun á makríl og kolmuna. Þar ræddi ég meðal annars þann mikla verðmun sem er á makríl á Íslandi og Noregi og einnig þann mikla mun sem er á verði til íslenskra og norskra skipa þegar kolmunna er landað í íslenskar verksmiður til bræðslu. En það er fleira sem hefur vakið athygli okkar hjá VM - félagi vélstjóra og málmtæknimanna. Árið 2016 lét fjármála- og efnahagsráðuneytið útbúa fyrir sig skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum. Í þeim starfshóp áttu sæti meðal annars fólk frá Fjármálaeftirlitinu, fjármála- og efnahagsráðuneytinu, Hagstofu Íslands, Seðlabanka Íslands, ríkisskattstjóra og skattrannsóknarstjóra. Samkvæmt skæyrslunni er grunur um að útflutningaverð sjávarafurða sé 8,3% lægra frá Íslandi en innflutningsverð þegar fiskurinn er kominn á leiðarenda erlendis, og því möguleiki á milliverðlagningu. Þessi spurning hefur því legið í loftinu í næstum því fjögur ár en ríkisvaldið virðist ekkert hafa skoðað þetta síðan skýrslan kom út. Það er ótrúlegt að skrifuð er skýrsla sem útilokar ekki þann möguleika að ekki sé verið að gefa upp rétt verð á afla sem veiddur er á Íslandi, og ekkert er gert. Sé þetta sett í tölulegt samhengi þá þýðir 8.3% munur á fiskverði 19,9 milljarða munur á útflutningsverðmæti ef miðað er við útflutningsverð frá 2018. Í skýrslunni kemur einnig fram að til skamms tíma áttu mörg sjávarútvegsfyrirtæki dótturfyrirtæki á Kýpur sem nýttust þeim í skattalegu tilliti.Telja sumir að þessi dótturfélög íslensku sjávarfyrirtækjanna hafi einnig verið notuð við milliverðlagningu afurðanna. VM, sem stéttarfélag sjómanna, telur sig verða að spyrja hvort að þeir sem fari með íslensku fiskveiðiauðlindina séu að stinga hluta af ágóðanum í eigin vasa? Það er staðreynd að mörg íslensk útgerðarfyrirtæki eiga sín eigin sölufyrirtæki erlendis, til dæmis í Asíu, Frakklandi, Grikklandi og víðar. Hér er ég ekki að fullyrða að þessi félög séu notuð til milliverðlagningu afurða, en það er mjög skrýtið þegar skýrsluhöfundar á vegum fjármála og efnahagsráðherra varpa fram þessum spurningum, að það sé ekki kannað frekar. Í mínum huga er það ljóst, þegar fyrirtæki fara með nýttingarrétt yfir auðlind þjóðarinnar þá þarf það að vera krafa númer eitt, tvö og þrjú að þjóðin fái réttlátan arð fyrir auðlindir landsins. Höfundur er formaður VM - félags vélstjóra og málmtæknimanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Helgi Þórarinsson Sjávarútvegur Tengdar fréttir Af verðmyndun auðlinda - er þetta eðlilegt? Á undanförnum misserum hefur verið mikil umræða um hvaða endurgjald þjóðin eigi að fá fyrir sínar sameiginlegu auðlindir og hefur verðlagning á sjávarafurðum verið mjög áberandi í þeirri umræðu. 23. janúar 2020 13:00 Mest lesið „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson Skoðun Halldór 12.04.2025 Halldór Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson Skoðun Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar Kristrún Frostadóttir Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana Sandra B. Franks skrifar Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Skattahækkun Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson skrifar Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson skrifar Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Í grein hér á Vísi fyrir rúmum tveimur vikum fór ég aðeins yfir verðmyndun á sjávarafurðum þar sem ég fór yfir verðmyndun á makríl og kolmuna. Þar ræddi ég meðal annars þann mikla verðmun sem er á makríl á Íslandi og Noregi og einnig þann mikla mun sem er á verði til íslenskra og norskra skipa þegar kolmunna er landað í íslenskar verksmiður til bræðslu. En það er fleira sem hefur vakið athygli okkar hjá VM - félagi vélstjóra og málmtæknimanna. Árið 2016 lét fjármála- og efnahagsráðuneytið útbúa fyrir sig skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum. Í þeim starfshóp áttu sæti meðal annars fólk frá Fjármálaeftirlitinu, fjármála- og efnahagsráðuneytinu, Hagstofu Íslands, Seðlabanka Íslands, ríkisskattstjóra og skattrannsóknarstjóra. Samkvæmt skæyrslunni er grunur um að útflutningaverð sjávarafurða sé 8,3% lægra frá Íslandi en innflutningsverð þegar fiskurinn er kominn á leiðarenda erlendis, og því möguleiki á milliverðlagningu. Þessi spurning hefur því legið í loftinu í næstum því fjögur ár en ríkisvaldið virðist ekkert hafa skoðað þetta síðan skýrslan kom út. Það er ótrúlegt að skrifuð er skýrsla sem útilokar ekki þann möguleika að ekki sé verið að gefa upp rétt verð á afla sem veiddur er á Íslandi, og ekkert er gert. Sé þetta sett í tölulegt samhengi þá þýðir 8.3% munur á fiskverði 19,9 milljarða munur á útflutningsverðmæti ef miðað er við útflutningsverð frá 2018. Í skýrslunni kemur einnig fram að til skamms tíma áttu mörg sjávarútvegsfyrirtæki dótturfyrirtæki á Kýpur sem nýttust þeim í skattalegu tilliti.Telja sumir að þessi dótturfélög íslensku sjávarfyrirtækjanna hafi einnig verið notuð við milliverðlagningu afurðanna. VM, sem stéttarfélag sjómanna, telur sig verða að spyrja hvort að þeir sem fari með íslensku fiskveiðiauðlindina séu að stinga hluta af ágóðanum í eigin vasa? Það er staðreynd að mörg íslensk útgerðarfyrirtæki eiga sín eigin sölufyrirtæki erlendis, til dæmis í Asíu, Frakklandi, Grikklandi og víðar. Hér er ég ekki að fullyrða að þessi félög séu notuð til milliverðlagningu afurða, en það er mjög skrýtið þegar skýrsluhöfundar á vegum fjármála og efnahagsráðherra varpa fram þessum spurningum, að það sé ekki kannað frekar. Í mínum huga er það ljóst, þegar fyrirtæki fara með nýttingarrétt yfir auðlind þjóðarinnar þá þarf það að vera krafa númer eitt, tvö og þrjú að þjóðin fái réttlátan arð fyrir auðlindir landsins. Höfundur er formaður VM - félags vélstjóra og málmtæknimanna.
Af verðmyndun auðlinda - er þetta eðlilegt? Á undanförnum misserum hefur verið mikil umræða um hvaða endurgjald þjóðin eigi að fá fyrir sínar sameiginlegu auðlindir og hefur verðlagning á sjávarafurðum verið mjög áberandi í þeirri umræðu. 23. janúar 2020 13:00
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun