Stjarnan hefur aldrei tapað í bikarúrslitum í Höllinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. febrúar 2020 15:30 Hlynur Elías Bæringsson lyfti bikarnum í fyrra. Vísir/Bára Stjörnumenn mæta í kvöld í Laugardalshöllina og eiga góða möguleika á því að halda þar áfram sigurgöngu sinni í bikarúrslitum. Leikurinn á móti Tindastól í Höllinni í kvöld verður sjötti leikur Stjörnunnar í bikarúrslitum í Höllinni og hinir fimm hafa allir unnist. Stjarnan vann bikarkeppnina í fyrra og er á toppi Domino´s deildarinnar í dag. Liðið vann fimmtán leiki í röð þar til að liðið steinlá í síðasta leik á móti Val. Undanúrslitaleikur Stjörnunnar og Tindastóls hefst klukkan 20.15 en á undan (Kl. 17.30) spila Grindavík og Fjölnir hinn undanúrslitaleikinn.Fyrsti bikarúrslitaleikur Stjörnumanna var fyrir ellefu árum síðan og þar innu Garðbæingar einn óvæntasta sigurinn í sögu bikarúrslitanna. Stjarnan vann þá 78-76 sigur á stórstjörnuliði KR-inga sem var meðal annars með þá Jón Arnór Stefánsson og Jakob Örn Sigurðarson á toppi síns ferils. Jovan Zdravevski var þá atkvæðamestur í Stjörnuliðinu með 23 stig, 11 fráköst og 5 stoðsendingar en Justin Shouse bætti við 22 stigum og 9 stoðsendingum. Kjartan Atli Kjartansson, núverandi umsjónarmaður Domino´s Körfuboltakvölds skoraði 11 stig í úrslitaleiknum eins og Fannar Freyr Helgason sem var líka með 19 fráköst. Justin Shouse varð þrisvar sinnum bikarmeistari með Stjörnunni.Mynd/Daníel Fjórum árum síðar komust Stjörnumenn aftur í bikarúrslitin og unnu þá tólf stiga sigur á Grindavík, 91-79. Jarrid Frye var þa langstigahæstur með 32 stig, Brian Mills skoraði 17 stig og svo voru þeir Jovan Zdravevski (15 stig) og Justin Shouse (14 stig og 9 stoðsendingar) áfram í stórum hlutverkum.Stjarnan vann síðan aftur tveggja stiga sigur á KR þegar liðin mættust í bikarúrslitaleiknum árið 2015. Justin Shouse náði þar að verða bikarmeistari með Stjörnunni í þriðja sinn en hann var með 19 stig og 10 stoðsendingar í bikaúrslitaleiknum. Jeremy Atkinson var hins vegar atkvæðamestur með 31 stig og 9 fráköst en Dagur Kár Jónsson skoraði síðan 14 stig.Stjörnumenn geta nú leikið eftir afrek sitt síðan í fyrra sem var í fyrsta sinn sem þeir komust í bikarúrslitin í Laugardalshöllinni síðan að undanúrslitaleikirnir urðu hluti af bikarúrslitunum. Stjarnan vann þá fjórtán stiga sigur á ÍR-ingum í undanúrslitunum og lék sér síðan að Njarðvíkurliðinu í bikarúrslitaleiknum sem Stjarnan vann 84-68. Brandon Rozzell var með 30 stig í bikarúrslitaleiknum og Hlynur Elías Bæringsson bauð upp á 13 stig og 14 fráköst. Einn allra besti maður vallarins var hins vegar Ægir Þór Steinarsson sem auk 8 stig og 8 stoðsendinga hélt aðalstjörnu Njarðvíkurliðsins, Elvari Má Friðrikssyni, í 8 stigum og 14 prósent skotnýtingu. Ægir Þór Steinarsson var frábær í bikarúrslitaleiknum í fyrra.Vísir/Bára Margir úr Stjörnuliðinu í fyrra fá nú tækifæri til að verða bikarmeistarar annað árið í röð. Hlynur Elías Bæringsson og Ægir Þór Steinarsson eru áfram í lykilhlutverkum og þeir Tómas Þórður Hilmarsson og Arnþór Freyr Guðmundsson eru líka áfram að skila mikilvægum mínútum. Dúi Þór Jónsson, Ingimundur Orri Jóhannsson og Ágúst Angantýsson voru líka með í bikarúrslitunum í fyrra. Það eru aftur á móti nýir erlendir leikmenn hjá Stjörnunni, því þeir Urald King, Nikolas Tomsick og Kyle Johnson eru á sínu fyrsta tímabili í Garðabænum. Landsliðsmaðurinn Gunnar Ólafsson kom síðan til liðsins um áramótin.Stjarnan í bikarúrslitum í Laugardalshöllinni: 2009 - Bikarúrslit - 78-76 sigur á KR 2013 - Bikarúrslit - 91-79 sigur á Grindavík 2015 - Bikarúrslit - 85-83 sigur á KR 2019 - Undanúrslit - 87-73 sigur á ÍR 2019 - Bikarúrslit - 84-68 sigur á Njarðvík Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Fótbolti Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Leik lokið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Körfubolti Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Tvenna Diallo tryggði fyrsta sigurinn Fótbolti Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Handbolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Sjá meira
Stjörnumenn mæta í kvöld í Laugardalshöllina og eiga góða möguleika á því að halda þar áfram sigurgöngu sinni í bikarúrslitum. Leikurinn á móti Tindastól í Höllinni í kvöld verður sjötti leikur Stjörnunnar í bikarúrslitum í Höllinni og hinir fimm hafa allir unnist. Stjarnan vann bikarkeppnina í fyrra og er á toppi Domino´s deildarinnar í dag. Liðið vann fimmtán leiki í röð þar til að liðið steinlá í síðasta leik á móti Val. Undanúrslitaleikur Stjörnunnar og Tindastóls hefst klukkan 20.15 en á undan (Kl. 17.30) spila Grindavík og Fjölnir hinn undanúrslitaleikinn.Fyrsti bikarúrslitaleikur Stjörnumanna var fyrir ellefu árum síðan og þar innu Garðbæingar einn óvæntasta sigurinn í sögu bikarúrslitanna. Stjarnan vann þá 78-76 sigur á stórstjörnuliði KR-inga sem var meðal annars með þá Jón Arnór Stefánsson og Jakob Örn Sigurðarson á toppi síns ferils. Jovan Zdravevski var þá atkvæðamestur í Stjörnuliðinu með 23 stig, 11 fráköst og 5 stoðsendingar en Justin Shouse bætti við 22 stigum og 9 stoðsendingum. Kjartan Atli Kjartansson, núverandi umsjónarmaður Domino´s Körfuboltakvölds skoraði 11 stig í úrslitaleiknum eins og Fannar Freyr Helgason sem var líka með 19 fráköst. Justin Shouse varð þrisvar sinnum bikarmeistari með Stjörnunni.Mynd/Daníel Fjórum árum síðar komust Stjörnumenn aftur í bikarúrslitin og unnu þá tólf stiga sigur á Grindavík, 91-79. Jarrid Frye var þa langstigahæstur með 32 stig, Brian Mills skoraði 17 stig og svo voru þeir Jovan Zdravevski (15 stig) og Justin Shouse (14 stig og 9 stoðsendingar) áfram í stórum hlutverkum.Stjarnan vann síðan aftur tveggja stiga sigur á KR þegar liðin mættust í bikarúrslitaleiknum árið 2015. Justin Shouse náði þar að verða bikarmeistari með Stjörnunni í þriðja sinn en hann var með 19 stig og 10 stoðsendingar í bikaúrslitaleiknum. Jeremy Atkinson var hins vegar atkvæðamestur með 31 stig og 9 fráköst en Dagur Kár Jónsson skoraði síðan 14 stig.Stjörnumenn geta nú leikið eftir afrek sitt síðan í fyrra sem var í fyrsta sinn sem þeir komust í bikarúrslitin í Laugardalshöllinni síðan að undanúrslitaleikirnir urðu hluti af bikarúrslitunum. Stjarnan vann þá fjórtán stiga sigur á ÍR-ingum í undanúrslitunum og lék sér síðan að Njarðvíkurliðinu í bikarúrslitaleiknum sem Stjarnan vann 84-68. Brandon Rozzell var með 30 stig í bikarúrslitaleiknum og Hlynur Elías Bæringsson bauð upp á 13 stig og 14 fráköst. Einn allra besti maður vallarins var hins vegar Ægir Þór Steinarsson sem auk 8 stig og 8 stoðsendinga hélt aðalstjörnu Njarðvíkurliðsins, Elvari Má Friðrikssyni, í 8 stigum og 14 prósent skotnýtingu. Ægir Þór Steinarsson var frábær í bikarúrslitaleiknum í fyrra.Vísir/Bára Margir úr Stjörnuliðinu í fyrra fá nú tækifæri til að verða bikarmeistarar annað árið í röð. Hlynur Elías Bæringsson og Ægir Þór Steinarsson eru áfram í lykilhlutverkum og þeir Tómas Þórður Hilmarsson og Arnþór Freyr Guðmundsson eru líka áfram að skila mikilvægum mínútum. Dúi Þór Jónsson, Ingimundur Orri Jóhannsson og Ágúst Angantýsson voru líka með í bikarúrslitunum í fyrra. Það eru aftur á móti nýir erlendir leikmenn hjá Stjörnunni, því þeir Urald King, Nikolas Tomsick og Kyle Johnson eru á sínu fyrsta tímabili í Garðabænum. Landsliðsmaðurinn Gunnar Ólafsson kom síðan til liðsins um áramótin.Stjarnan í bikarúrslitum í Laugardalshöllinni: 2009 - Bikarúrslit - 78-76 sigur á KR 2013 - Bikarúrslit - 91-79 sigur á Grindavík 2015 - Bikarúrslit - 85-83 sigur á KR 2019 - Undanúrslit - 87-73 sigur á ÍR 2019 - Bikarúrslit - 84-68 sigur á Njarðvík
Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Fótbolti Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Leik lokið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Körfubolti Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Tvenna Diallo tryggði fyrsta sigurinn Fótbolti Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Handbolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti