Lífið

Börðust við rigninguna á rauða dreglinum á Óskarnum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Erfiðar starfsaðstæður á rauða dreglinum.
Erfiðar starfsaðstæður á rauða dreglinum. mynd/twitter

Á sunnudagskvöldið fór fram hin árlega Óskarsverðlaunahátíð í Dolby-leikhúsinu í Los Angeles.

Þar mæta ávallt stærstu stjörnur heims en ganga rauða dregilinn fyrir athöfnina. Ein af þeim var Hildur Guðnadóttir sem fór síðar um kvöldið heim með Óskarsverðlaun fyrst allra Íslendinga.

Veðrið í Los Angeles er oftast nokkuð gott en síðastliðið sunnudagskvöld var aftur á móti hellidemba og rigndi mikið.

Því var að setja sérstakt plastþak yfir stjörnurnar þegar þær gengu dregilinn og við það skapaðist töluverð vandræði eins og fréttakonan Caroline Patrickis sýnir á Twitter-síðu sinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.