Saksóknarar uggandi yfir pólitískum þrýstingi frá Trump Kjartan Kjartansson skrifar 13. febrúar 2020 11:00 Barr dómsmálaráðherra stendur þétt að baki Trump forseta. Hann skipti sér persónulega af máli vinar forsetans sem var sakfelldur fyrir margvísleg afbrot. Vísir/EPA Ótti við frekari pólitísk afskipti er sagður ríkja innan stéttar alríkissaksóknara um öll Bandaríkin eftir að dómsmálaráðuneytið hlutaðist til í máli Roger Stone, persónulegs vinar og ráðgjafa Donald Trump forseta. Ráðuneytið tók fram fyrir hendurnar á saksóknurum við ákvörðun refsikröfu yfir Stone eftir að forsetinn tísti um óánægju sína með kröfuna. Allir alríkissaksóknararnir fjórir sem fóru með mál Stone báðust lausnar frá því á þriðjudag í kjölfar þess að dómsmálaráðuneytið sneri við ákvörðun þeirra um að krefjast sjö til níu ára fangelsisdóms yfir vini forsetans. Einn saksóknaranna sagði alfarið af sér starfi sínu hjá ráðuneytinu. Kviðdómur sakfelldi Stone fyrir að ógna vitni, ljúga að Bandaríkjaþingi og hindra framgang réttvísinnar. Ráðuneytið lét breyta refsikröfunni og krefst ákæruvaldið nú þriggja til fjögurra ára fangelsisdóms yfir Stone. Eftir að upphaflega krafa saksóknaranna um lengri dóm varð opinber á mánudag tísti Trump um að krafan væri „ósanngjörn“ og að málsferðin væri hneisa. Málið hefur vakið upp spurningar um sjálfstæði dómsmálaráðuneytisins og hvort að William Barr, dómsmálaráðherra, láti pólitískan viljan Trump forseta hafa áhrif á störf saksóknara. Stone var grunaður um að hafa verið í samskiptum við Wikileaks um gögn sem var stolið úr tölvum Demókrataflokksins. Hann var sakfelldur fyrir að ógna vitni, ljúga að Bandaríkjaþingi og hindra framgang réttvísinnar.Vísir/EPA Óttast að ráðherrann styðji þau ekki í málum með pólitíska þýðingu New York Times segir að alríkissaksóknarar um öll Bandaríkin séu uggandi um frekari pólitísk afskipti Trump forseta eftir mál Stone. Fram að þessu hafa sakamálasaksóknir sætt litlum pólitískum afskiptum jafnvel þó að breytingar hafi orðið á ýmsum deildum dómsmálaráðuneytisins eftir embættistöku Trump. Í ljósi Stone-málsins óttist saksóknarar að verða fyrir vaxandi þrýstingi frá forsetanum í málum sem hann lætur sig varða. Þeir saksóknarar sem blaðið ræddi við sögðu þegar hafa hikað við að taka að sér mál sem Trump gæti haft áhuga á. Áhyggjur þeirra hafi aðeins ágerst vegna máls Stone. Þeir óttast einnig að Barr ráðherra myndi ekki styðja þá í málum með mikla pólitíska þýðingu. Barr hefur samþykkt að svara spurningum dómsmálanefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í lok mars. Það verður í fyrsta skipti sem hann kemur fyrir nefndina frá því að hann tók við embætti í byrjun síðasta árs. Demókratar á Bandaríkjaþingi hafa jafnframt óskað eftir því að innri endurskoðandi dómsmálaráðuneytisins rannsaki hvernig það fór með mál Stone. Trump hefur tíst ótt og títt um mál vinar síns, Roger Stone, undanfarna daga. Hann hrósaði dómsmálaráðherra sínum fyrir að grípa inn í málið.AP/Carolyn Kaster Ráðherrann greip sjálfur inn í Dómsmálaráðuneytið hefur fullyrt að það hafi ákveðið að lækka refsikröfu saksóknaranna yfir Stone áður en Trump tísti um málið á mánudag. Engin samskipti hafi átt sér stað á milli ráðuneytisins og Hvíta hússins, hvorki á mánudag né þriðjudag. New York Times segir að Timothy Shea, starfandi umdæmissaksóknari Columbia-svæðis í Washington-borg, hafi sagt saksóknurunum í máli Stone að hann vildi milda refsingu yfir honum og minnt þá á að þeir hefðu heimild til að víkja frá viðmiðum um refsingu á mánudag. Shea, sem hefur verið einn af nánustu ráðgjöfum Barr dómsmálaráðherra um árabil, gaf eftir þegar þrír af saksóknurum fjórum hótuðu að segja sig frá málinu. Refsikröfunni var samt sem áður breytt eftir að Barr ráðherra og Jeffrey Rosen, aðstoðardómsmálaráðherra, gripu inn í á þriðjudag. Trump gróf heldur undan fullyrðingum ráðuneytisins um að það hefði ekki hlutast til í máli Stone vegna þrýstings forsetans. Eftir að refsikrafan var milduð óskaði Trump dómsmálaráðherra sínum til hamingju með að hafa „tekið við stjórnina í máli sem var algerlega stjórnlaust“ í tísti. Talsmaður dómsmálaráðuneytisins vildi ekki bregðast við tísti forsetans þegar Washington Post leitaði eftir því í gær. Congratulations to Attorney General Bill Barr for taking charge of a case that was totally out of control and perhaps should not have even been brought. Evidence now clearly shows that the Mueller Scam was improperly brought & tainted. Even Bob Mueller lied to Congress!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 12, 2020 Barr talinn tefla sjálfstæði ráðuneytisins í tvísýnu Nokkrir núverandi og fyrrverandi embættismenn dómsmálaráðuneytisins eru sagðir hafa lengi óttast að Barr ráðherra sé tilbúinn að fórna sögulegu sjálfstæði þess til að þjóna duttlungum forseta sem hefur virt það að vettugi með linnulitlum árásum á löggæslu- og dómsmálayfirvöld. Barr hefur ítrekað sætt gagnrýni fyrir að virðast ganga pólitískra erinda forsetans. Nýlega viðurkenndi Barr þannig að ráðuneyti hans hefði komið upp formlegu ferli til þess að taka við upplýsingum sem Rudy Giuliani, persónulegum lögmanni Trump forseta, hefur reynt að grafa upp um Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og mögulegan mótframbjóðanda Trump í forsetakosningum á þessu ári, í Úkraínu. Þrýstingsherferð Trump og Giuliani til að fá úkraínsk stjórnvöld til að rannsaka Biden varð til þess að fulltrúadeild Bandaríkjaþings kærði Trump fyrir að misbeita valdi sínu. Öldungadeildin sýknaði forsetann í síðustu viku. Giuliani er sjálfur til rannsóknar alríkissaksóknara í New York vegna viðskiptatengsla við tvo fjárhagslega bakhjarla Repúblikanaflokksins sem eru grunaðir um að hafa brotið lög um fjárframlög til stjórnmálaflokka. Áður en rannsóknarskýrsla Roberts Mueller, þáverandi sérstaka rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, um meint samráð forsetaframboðs Trump við Rússa og hvort forsetinn hefði hindrað framgang réttvísinnar var gerð opinber í fyrra hélt Barr blaðamannafund þar sem hann kynnti eigin túlkun á niðurstöðum rannsóknarinnar. Mueller er sagt hafa gramst hvernig Barr lýsti niðurstöðum svo að hann hafi sent ráðherranum bréf til að mótmæla því. Eftir að Rússarannsókninni svonefndu lauk fól Barr alríkissaksóknara frá Connecticut að rannsaka tilurð hennar eins og Trump forseti hefur lengi krafist. Hann hefur persónulega ferðast víða um heim til að reyna að afla upplýsinga sem hann og forsetinn telja að geta stutt kenningar þeirra um að rannsóknin hafi átt sér pólitískar rætur. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Saksóknarar sögðu sig frá máli vinar Trump eftir inngrip dómsmálaráðuneytis Dómsmálaráðuneyti Trump stytti upphaflega kröfu saksóknara um refsingu yfir vini Trump forseta um meira en helming stuttu eftir að forsetinn tísti vanþóknun sinni á kröfunni. 12. febrúar 2020 10:56 Mun svara fyrir inngrip dómsmálaráðuneytisins William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur samþykkt að mæta fyrir þingnefnd og svara spurningum þingmanna vegna inngrips dómsmálaráðuneytisins í mál gegn vini og bandamanni Donalds Trump forseta í kjölfar þess að forsetinn gagnrýndi málareksturinn gegn honum. 12. febrúar 2020 22:30 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Sjá meira
Ótti við frekari pólitísk afskipti er sagður ríkja innan stéttar alríkissaksóknara um öll Bandaríkin eftir að dómsmálaráðuneytið hlutaðist til í máli Roger Stone, persónulegs vinar og ráðgjafa Donald Trump forseta. Ráðuneytið tók fram fyrir hendurnar á saksóknurum við ákvörðun refsikröfu yfir Stone eftir að forsetinn tísti um óánægju sína með kröfuna. Allir alríkissaksóknararnir fjórir sem fóru með mál Stone báðust lausnar frá því á þriðjudag í kjölfar þess að dómsmálaráðuneytið sneri við ákvörðun þeirra um að krefjast sjö til níu ára fangelsisdóms yfir vini forsetans. Einn saksóknaranna sagði alfarið af sér starfi sínu hjá ráðuneytinu. Kviðdómur sakfelldi Stone fyrir að ógna vitni, ljúga að Bandaríkjaþingi og hindra framgang réttvísinnar. Ráðuneytið lét breyta refsikröfunni og krefst ákæruvaldið nú þriggja til fjögurra ára fangelsisdóms yfir Stone. Eftir að upphaflega krafa saksóknaranna um lengri dóm varð opinber á mánudag tísti Trump um að krafan væri „ósanngjörn“ og að málsferðin væri hneisa. Málið hefur vakið upp spurningar um sjálfstæði dómsmálaráðuneytisins og hvort að William Barr, dómsmálaráðherra, láti pólitískan viljan Trump forseta hafa áhrif á störf saksóknara. Stone var grunaður um að hafa verið í samskiptum við Wikileaks um gögn sem var stolið úr tölvum Demókrataflokksins. Hann var sakfelldur fyrir að ógna vitni, ljúga að Bandaríkjaþingi og hindra framgang réttvísinnar.Vísir/EPA Óttast að ráðherrann styðji þau ekki í málum með pólitíska þýðingu New York Times segir að alríkissaksóknarar um öll Bandaríkin séu uggandi um frekari pólitísk afskipti Trump forseta eftir mál Stone. Fram að þessu hafa sakamálasaksóknir sætt litlum pólitískum afskiptum jafnvel þó að breytingar hafi orðið á ýmsum deildum dómsmálaráðuneytisins eftir embættistöku Trump. Í ljósi Stone-málsins óttist saksóknarar að verða fyrir vaxandi þrýstingi frá forsetanum í málum sem hann lætur sig varða. Þeir saksóknarar sem blaðið ræddi við sögðu þegar hafa hikað við að taka að sér mál sem Trump gæti haft áhuga á. Áhyggjur þeirra hafi aðeins ágerst vegna máls Stone. Þeir óttast einnig að Barr ráðherra myndi ekki styðja þá í málum með mikla pólitíska þýðingu. Barr hefur samþykkt að svara spurningum dómsmálanefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í lok mars. Það verður í fyrsta skipti sem hann kemur fyrir nefndina frá því að hann tók við embætti í byrjun síðasta árs. Demókratar á Bandaríkjaþingi hafa jafnframt óskað eftir því að innri endurskoðandi dómsmálaráðuneytisins rannsaki hvernig það fór með mál Stone. Trump hefur tíst ótt og títt um mál vinar síns, Roger Stone, undanfarna daga. Hann hrósaði dómsmálaráðherra sínum fyrir að grípa inn í málið.AP/Carolyn Kaster Ráðherrann greip sjálfur inn í Dómsmálaráðuneytið hefur fullyrt að það hafi ákveðið að lækka refsikröfu saksóknaranna yfir Stone áður en Trump tísti um málið á mánudag. Engin samskipti hafi átt sér stað á milli ráðuneytisins og Hvíta hússins, hvorki á mánudag né þriðjudag. New York Times segir að Timothy Shea, starfandi umdæmissaksóknari Columbia-svæðis í Washington-borg, hafi sagt saksóknurunum í máli Stone að hann vildi milda refsingu yfir honum og minnt þá á að þeir hefðu heimild til að víkja frá viðmiðum um refsingu á mánudag. Shea, sem hefur verið einn af nánustu ráðgjöfum Barr dómsmálaráðherra um árabil, gaf eftir þegar þrír af saksóknurum fjórum hótuðu að segja sig frá málinu. Refsikröfunni var samt sem áður breytt eftir að Barr ráðherra og Jeffrey Rosen, aðstoðardómsmálaráðherra, gripu inn í á þriðjudag. Trump gróf heldur undan fullyrðingum ráðuneytisins um að það hefði ekki hlutast til í máli Stone vegna þrýstings forsetans. Eftir að refsikrafan var milduð óskaði Trump dómsmálaráðherra sínum til hamingju með að hafa „tekið við stjórnina í máli sem var algerlega stjórnlaust“ í tísti. Talsmaður dómsmálaráðuneytisins vildi ekki bregðast við tísti forsetans þegar Washington Post leitaði eftir því í gær. Congratulations to Attorney General Bill Barr for taking charge of a case that was totally out of control and perhaps should not have even been brought. Evidence now clearly shows that the Mueller Scam was improperly brought & tainted. Even Bob Mueller lied to Congress!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 12, 2020 Barr talinn tefla sjálfstæði ráðuneytisins í tvísýnu Nokkrir núverandi og fyrrverandi embættismenn dómsmálaráðuneytisins eru sagðir hafa lengi óttast að Barr ráðherra sé tilbúinn að fórna sögulegu sjálfstæði þess til að þjóna duttlungum forseta sem hefur virt það að vettugi með linnulitlum árásum á löggæslu- og dómsmálayfirvöld. Barr hefur ítrekað sætt gagnrýni fyrir að virðast ganga pólitískra erinda forsetans. Nýlega viðurkenndi Barr þannig að ráðuneyti hans hefði komið upp formlegu ferli til þess að taka við upplýsingum sem Rudy Giuliani, persónulegum lögmanni Trump forseta, hefur reynt að grafa upp um Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og mögulegan mótframbjóðanda Trump í forsetakosningum á þessu ári, í Úkraínu. Þrýstingsherferð Trump og Giuliani til að fá úkraínsk stjórnvöld til að rannsaka Biden varð til þess að fulltrúadeild Bandaríkjaþings kærði Trump fyrir að misbeita valdi sínu. Öldungadeildin sýknaði forsetann í síðustu viku. Giuliani er sjálfur til rannsóknar alríkissaksóknara í New York vegna viðskiptatengsla við tvo fjárhagslega bakhjarla Repúblikanaflokksins sem eru grunaðir um að hafa brotið lög um fjárframlög til stjórnmálaflokka. Áður en rannsóknarskýrsla Roberts Mueller, þáverandi sérstaka rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, um meint samráð forsetaframboðs Trump við Rússa og hvort forsetinn hefði hindrað framgang réttvísinnar var gerð opinber í fyrra hélt Barr blaðamannafund þar sem hann kynnti eigin túlkun á niðurstöðum rannsóknarinnar. Mueller er sagt hafa gramst hvernig Barr lýsti niðurstöðum svo að hann hafi sent ráðherranum bréf til að mótmæla því. Eftir að Rússarannsókninni svonefndu lauk fól Barr alríkissaksóknara frá Connecticut að rannsaka tilurð hennar eins og Trump forseti hefur lengi krafist. Hann hefur persónulega ferðast víða um heim til að reyna að afla upplýsinga sem hann og forsetinn telja að geta stutt kenningar þeirra um að rannsóknin hafi átt sér pólitískar rætur.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Saksóknarar sögðu sig frá máli vinar Trump eftir inngrip dómsmálaráðuneytis Dómsmálaráðuneyti Trump stytti upphaflega kröfu saksóknara um refsingu yfir vini Trump forseta um meira en helming stuttu eftir að forsetinn tísti vanþóknun sinni á kröfunni. 12. febrúar 2020 10:56 Mun svara fyrir inngrip dómsmálaráðuneytisins William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur samþykkt að mæta fyrir þingnefnd og svara spurningum þingmanna vegna inngrips dómsmálaráðuneytisins í mál gegn vini og bandamanni Donalds Trump forseta í kjölfar þess að forsetinn gagnrýndi málareksturinn gegn honum. 12. febrúar 2020 22:30 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Sjá meira
Saksóknarar sögðu sig frá máli vinar Trump eftir inngrip dómsmálaráðuneytis Dómsmálaráðuneyti Trump stytti upphaflega kröfu saksóknara um refsingu yfir vini Trump forseta um meira en helming stuttu eftir að forsetinn tísti vanþóknun sinni á kröfunni. 12. febrúar 2020 10:56
Mun svara fyrir inngrip dómsmálaráðuneytisins William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur samþykkt að mæta fyrir þingnefnd og svara spurningum þingmanna vegna inngrips dómsmálaráðuneytisins í mál gegn vini og bandamanni Donalds Trump forseta í kjölfar þess að forsetinn gagnrýndi málareksturinn gegn honum. 12. febrúar 2020 22:30