Mun aldrei aftur nota tímaleysi sem afsökun Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 16. febrúar 2020 07:00 Vala Eiríks hikar ekki við að hlusta á stjörnuspá og miðla þegar hún tekur stórar ákvarðanir. Vísir/Vilhelm Valdís Eiríksdóttir, betur þekkt sem Vala Eiríks, stóð uppi sem sigurvegari í úrslitaþætti Allir geta dansað ásamt dansfélaga sínum Sigurði Má Atlasyni. Útvarpskonan með stóra brosið og útgeislunina hefur látið örlögin stjórna lífi sínu og er ekki lengur hrædd við að taka áhættu. Hún barðist við átröskun á unglingsárum og óttaðist hvaða áhrif þyngdartapið í dansinum myndu hafa. „Þetta var ótrúlega einfalt svar alveg frá upphafi,“ segir Vala um ákvörðun sína að taka þátt í Allir geta dansað. „Ég var búin að vera að fást við sömu verkefnin í dálítinn tíma og ég þrífst vel ef ég er með einhver krefjandi verkefni á mér og er að fást við eitthvað nýtt og skemmtilegt. Ég var búin að vera í þægindum í svolítinn tíma og hafði það ótrúlega gott en vantaði eitthvað til að toga mig út fyrir þægindahringinn. Þetta kom því á hárréttum tíma. Ég hafði verið búin að ætla að taka heilsuna föstum tökum lengi þannig að ég ákvað að grípa tækifærið.“ Vala segir að það sem hafi komið mest á óvart hafi verið sú staðreynd að hún hafi getað þetta. „Ég byrjaði að hitta Sigga í september til þess að fara yfir alla dansana og fá tækifæri fyrir þessu. Þá fann ég strax taktinn, Siggi er svo góður kennari að ég fann að ég gæti lært þetta með tímanum. En miðað við þessa ótrúlegu tímapressu sem er á okkur þá hafði ég svolitlar áhyggjur af því að þetta myndi aldrei hafast, að setja saman heila rútínu á viku, æfa hana og skila henni vel.“ Mestu áhrifin frá þættinum er að Vala áttaði sig á því að hún hefði alveg tíma í sólarhringnum til að vinna í sinni ástríðu, tónlistinni. „Fyrir dansinn fannst mér ég aldrei hafa tíma í neitt, en þegar ég þurfti almennilega að byrja að skipuleggja mig, náði ég einhvern vegin að búa til pláss fyrir það að æfa í fjóra til sjö klukkutíma á dag, meðfram fullri vinnu.“ Hún hafði vissulega ekki tíma fyrir neitt annað á meðan, enda sat félagslíf og annað á hakanum í þessar vikur. „En ég lærði það allavega að ég get yfirleitt búið til tíma fyrir það að hugsa vel um mig og mun aldrei nota tímaleysi sem afsökun aftur.“ Vala og Siggi, sigurvegarar Allir Geta Dansað.Vísir/Marinó Flóvent Stress í lokaþættinum Vala segir að það hafi því komið sér mikið á óvart hvað dansinn flæddi vel hjá þeim. Dansparinu gekk almennt mjög vel í hverjum þætti og Vala náði miklum framförum í hverri vikunni sem leið. Hún segir að það hafi einnig komið á óvart hvað þetta var skemmtilegt verkefni. „Ég horfði ekki á þetta sem vinnu, ég var bara að hitta vin minn eftir vinnu og hafa gaman alla daga.“ Dómnefndin hrósaði Völu mikið fyrir útgeislun í þáttunum og virtist hún mjög afslöppuð á dansgólfinu. „Mér leið mjög vel en ég var rosalega stressuð,“ segir Vala um lokaþáttinn. Vala og Siggi dönsuðu tvo dansa og fengu fullt hús stiga, 10 stig frá öllum dómurum, fyrir bæði atriðin. „Það var mjög mismunandi eftir vikum hvernig dansarnir fóru í mig. Ég var minna stressuð í latin dönsunum því það er kannski aðeins minni umgjörð í kringum þá. Þú þarft að sinna tækninni rétt og skila sporunum rétt frá þér en ballrúm er mjög kassað. Að staðan sé rétt, þú ert ótrúlega fljótur að sjá það ef svo er ekki . Ég var til dæmis ótrúlega stressuð í foxtrottinum og í rauninni í öllum dönsunum á vissan hátt, því ég beið í hverri viku eftir því að ég myndi klúðra spori.“ Það gerðist þó aldrei og stærstu mistökin sem Vala gerði, ef mistök skyldi kalla, var að bæta einu sinni við auka spori. Siggi var þó svo fljótur að hugsa að enginn tók eftir því. „Í ballroom er maður með samtengda líkama og maður finnur fyrir hverju einasta skrefi sem hitt tekur, þannig að Siggi greip það bara á lofti og tók aukaskref með mér. Þegar þú ert að dansa saman svona mikið og ert að eyða svona mörgum klukkutímum með einhverri manneskju þá ertu farin að lesa hana svolítið vel. Sem betur fer flæddum við vel saman.“ Vala Eiríks á dansæfingu snemma í ferlinu. Hún fann ástríðu fyrir dansinum ætlar sér að halda áfram. Vísir/Vilhelm Hann tæknilegur og hún kærulaus Vala segir að þau séu samt miklar andstæður á allan hátt. „Hann er tæknilegur og ég er kærulaus. Hann er vandvirkur og ég rumpa hlutunum af með frjálsri aðferð. Ég held að þetta hafi því verið krefjandi fyrir okkur bæði en við mættumst í miðjunni og létum þetta ganga upp. Þetta fór ótrúlega vel saman því hann fékk smá af mínu kæruleysi og ég fékk helling af hans tækni.“ Margt af því sem Vala lærði af Sigga ætlar hún að nota í öðrum sviðum lífsins líka. „Hann kenndi mér að skipuleggja mig og æfa. Ég mæti alltaf óundirbúin í allt svo þetta var mér mjög framandi, að þurfa að vita hverja einustu mögulegu útkomu. En ég hafði mjög gott af því og þetta þroskaði mig heilmikið. Ég finn að ég er strax byrjuð að nota þetta í vinnunni minni þannig að Siggi er að hafa áhrif á öllum vígstöðum lífs míns.“ Þó að Vala sé ótrúlega þakklát fyrir Allir geta dansað ævintýrið, segir hún að fólk geri sér ekki endilega grein fyrir því hversu mikil vinna og tími er á bak við hvern þátt. „Ég myndi ráðleggja fólki að skoða þessa ákvörðun vel. Þetta eru nefnilega ofboðslega margir klukkutímar og mikil orka fer í þetta. Það er því mikilvægt að fólk viti hvað það er að fara út í. En ef fólk hefur tíma og möguleika þá er þetta eitthvað sem gerir þér ekkert nema gott. Ég myndi fara aftur í seríu þrjú ef mér væri boðið.“ Kærastinn nennir ekki á dansnámskeið Vala segir að það sem standi upp úr eftir þátttökuna sé hvað hún lærði mikið inn á sjálfa sig. „Ég komst í svo góð tengsl við sjálfa sig. Þetta byggði alveg gríðarlega mikið upp sjálfstraustið hjá mér og sjálfsöryggið. Eins og flestir þá er maður búinn að takmarka sjálfan sig svo mikið í huganum. Þarna fann ég að með réttri pressu og réttri þjálfun þá er allt hægt. Það kom mér skemmtilega á óvart að þetta gekk upp. Svo stóð upp úr allir frábæru vinirnir sem ég eignaðist.“ Ætlar hún að halda sambandi við þennan hóp áfram þó að keppninni sem er lokið. „Ég lærði það að ég get verið öguð, ég vissi það alls ekki. Ég lærði líka að ef ég vil eitthvað þá fylgi ég því eftir. Fram að þessu valdi ég nefnilega þægileg verkefni sem ég veit að ég er góð í og sagði nei takk við því sem var aðeins út fyrir minn ramma. Þetta verður til þess að ég mun frekar taka þátt í slíkum verkefnum því þetta er það skemmtilegasta sem ég hef tekið þátt í þrátt fyrir að vera ekki minn heimavöllur. Þetta opnaði alveg nýjan heim.“ Hún uppgötvaði einnig ást sína á dansi og ætlar að halda áfram að dansa út lífið. „Regína er að fara af stað með paranámskeið en málið er að kærastinn nennir því ekki, ég ætla því að sjá hvort að dagskráin hans Sigga passi við þetta og hvort hann geti þá bara verið dansherrann minn. Annars er ég búin að fá kærastann til að samþykkja að kíkja með mér á einstaka salsakvöld. Svo er ég að hugsa um að kíkja í Zumba og halda þessu inni sem líkamsrækt því þetta er svo skemmtileg og góð brennsla. Ég hef verið mikið í styrktaræfingum síðustu ár en ég er með astma og hef notað það sem afsökun fyrir því að fara ekki í hlaup eða eitthvað sem þarfnast úthalds. Þetta eru bara afsakanir, þetta var erfitt fyrst í dansinum en svo var þolið fljótt að koma. Ég vil ekki missa það svo ég vil þess vegna halda þessu áfram.“ Vala segir að það hafi komið sér á óvart að vinna Glimmerbikarinn í Allir geta dansað, enda var þetta fyrsti og eini bikarinn sem hún hefur unnið um ævina.Vísir/Marínó Flóvent Ástandið varð lífshættulegt Þyngdartap Völu í þáttunum vakti athygli, en Vala segir að það hafi ekki verið markmiðið sitt að léttast, það hafi einfaldlega gerst vegna breytinga á hreyfingu og mataræði. „Þetta er samt ekkert heilbrigt þyngdartap, að dansa í sjö tíma á dag og ég myndi ekki hvetja fólk til þess,“ útskýrir Vala. Sjálf hafði hún áhyggjur af því hvaða áhrif þyngdartapið myndi hafa á hennar andlegu heilsu. Öll sín unglingsár barðist Vala við átröskun og afleiðingarnar sem fylgdu á eftir. „Ég fór að veikjast um 13 ára aldur, þótt óöryggið hafi vissulega búið í mér í lengri tíma. 14 ára var ég komin í meðferð á BUGL, þar sem ég var undir nánu eftirliti í ár.“ BUGL er barna- og unglingageðdeild Landspítalans og er staðsett í Reykjavík. Vala bjó á Akureyri á þessum tíma og flaug móðir hennar því með hana suður í hverri viku í vigtun og mælingar. Vala barðist gegn því að vera lögð inn og fékk það í gegn en þurfti samt að samþykkja að hætta í skólasundi og íþróttum. Ári seinna var Vala ekki lengur í ástandi sem taldist lífshættulegt en hún átti samt langt í land á sínum bata. „Ég var léttust vigtuð 32 kíló, en hafði þá náð fullri hæð, 172 cm. Þau þurftu að þyngja mig hratt, svo hausinn náði ekki að meðtaka það sem var að gerast fyrr en löngu seinna. Ég var sett á sérstakan þyngingardrykk til að flýta fyrir líkamlegum bata, en andlega var ég langt á eftir og tók það mig mörg ár að sætta mig við inngripið. Ég var náttúrulega bara krakki og stjórnin var tekin af mér. Ég skil vel að þau voru bara að reyna að koma mér úr líkamlegri hættu. En það að vera neyddur til að þyngjast mikið áður en þú hefur samþykkt að þú viljir ná bata hægði á andlegum bata.“ Aldrei verið á betri stað Vala fjölskyldan hafi verið mjög stuðningsrík og haldið vel utan um hana á meðan hausinn áttaði sig á því sem var að gerast. „Þetta var barátta alveg fram undir tvítugt, þar sem ég hef farið aftur í sama hugarfarið. Fram að því var þetta barátta að halda hausnum á réttum stað. Þó að suma daga sé ég ekki sjálfsörugg bara eins og aðrir, þá hef ég ekki fundið í nokkur ár fyrir hvatanum til að fara þessa leið.“ Þetta var eitthvað sem hún var mjög meðvituð um þegar hún ákvað að taka þátt í Allir geta dansað. „Ég hef verið í bata lengi núna, en alltaf verið dálítið hrædd við að fara á fullt í líkamlegt átak af ótta við að enda á sama stað aftur. Þú ert aldrei læknaður af geðsjúkdómum, þetta er alltaf hangandi einhvers staðar í hausnum á þér. Því hafði ég alveg smá áhyggjur en svo kom það mér á óvart að það kom bara ekki ein einasta óheilbrigða hugsun. Allir Geta Dansað ferlið staðfesti það fyrir mér að ég hef aldrei verið á betri stað og ég upplifði engar slæmar tilfinningar í þessu ferli. Nema bara auma vöðva, en það var bara gaman. Því meira sem ég hreyfði mig því meira eldsneyti þurfti ég svo ég borðaði næringarríkan mat og passaði að borða reglulega.“ View this post on Instagram A post shared by Valdís Eiríksdóttir (@valaeiriks) on Mar 6, 2019 at 4:26pm PST Treystir líkamanum til að stoppa Systir Völu passaði hana í gegnum þetta ferli, hringdi reglulega í hana til þess að athuga með líðan hennar. Allir hennar nánustu voru meðvitaðir um hætturnar og fylgdust vel með. Sjálf hlustaði hún líka á líkamann og var meðvituð um líðan sína. „Kærastinn minn er kokkur og hann passar að ég næri mig vel. Hann er duglegur að segja mér í öllu þessu ferli hvað ég er sæt og fín, þannig að hausinn á mér fór aldrei þangað aftur. Ég var ekki að reyna að missa einhver kíló, þetta var bara eitthvað sem fylgdi. Mér langaði bara að verða sterk og skila góðum rútínum.“ Vala segir að hún geri sér alveg grein fyrir því að talan á vigtinni fari aðeins upp aftur fyrst hún er hætt að dansa svona mikið alla daga. „Líkaminn stoppar þar sem hann á að vera, ég hugsa vel um mig. Líkaminn mun því stoppa í heilbrigðri þyngd og ég verð bara að treysta því.“ Hún ákvað að opna sig um veikindin í lokaþættinum, til þess að geta mögulega verið fyrirmynd fyrir aðra sem væru að ganga í gegnum þetta núna. Sjálf hefði hún viljað sjá meira af batasögum sem enda vel þegar hún var hvað veikust. „Þættirnir styrktu og efldu sjálfstraustið mjög mikið. Með því að hugsa betur um mig líkamlega og þar með líða betur andlega og svo með því að mæta viku eftir viku og sinna mínum verkefnum. Ég hélt alltaf fyrsta æfingadaginn með hvern dans að þetta yrði lokapunkturinn.“ Vala Eiríks og Siggi stóðu uppi sem sigurvegarar Allir geta dansað eftir símakosningu. Þau fengu fullkomna einkunn, 10 stig, frá öllum þremur dómurum fyrir báða dansana.Vísir/Marínó Flóvent Allt hægt með réttri pressu Vala viðurkennir að það hafi komið mikið á óvart að komast í úrslitin og svo hafi það verið enn óvæntara að standa uppi sem sigurvegari. „Það var ekki fyrr en í vikunni fyrir lokaþáttinn sem við gerðum okkur grein fyrir því að við gætum alveg unnið þetta alveg eins og allir aðrir. En við leyfðum okkur ekkert að hugsa um það, við einbeittum okkur bara að því að skila flottum lokadönsum og að geta gengið sátt frá borði. Það var mjög skrítið að heyra nafnið mitt kallað upp, ég er ekki vön að vinna.“ Siggi var duglegur að setja meiri kröfur á Völu jafn óðum og hún komst í betra dansform, kenndi henni erfiðari spor og flóknari samsetningar við hraðari lög. Hún fann því ekki fyrr en eftir á hversu ótrúlega miklum framförum hún hafði náð. „Ég lærði að með réttri pressu þá get ég allt.“ Innilegur miðill Vala hefur séð um útvarpsþætti á FM957 í fimm ár en það voru örlögin sem urðu til þess að hún ákvað að sækja um vinnuna. „Það er mjög lúðaleg saga. Ég hef alltaf verið í tónlist og leiklist og langaði alltaf að leggja fyrir mig fjölmiðlun samhliða þessu. Ég var búin að íhuga þetta í dálítið langan tíma, ég var búin að vera í útvarpinu á Akureyri þegar ég var 15 ára og var með þátt á Voice987. Ég var búin að fá smá smakk af þessu en svo las ég í stjörnuspá Siggu Kling einn daginn, þar sem hún sagði að ég þyrfti að taka stóra sénsa og nú þyrfti ég að breyta og hlusta á tilfinninguna.“ Á þessum tíma starfaði Vala við heimaaðhlynningu hjá Akureyrarbæ og sagði hún upp bæði vinnunni og íbúðinni sinni og flutti svo suður til Reykjavíkur. „Ég fékk fyrstu vinnuna sem ég sótti um þannig að það var skrifað í stjörnurnar.“ Vala er með þátt á dagskrá FM957 frá tíu til tvö alla virka daga og svo er hún einnig með kósýkvöld á sunnudögum frá 20 til 23. „Ég er rosalega hrifin af útvarpsmiðlinum. Ég hef alltaf verið rosalega hrifin af raddvinnu og líður mjög vel þar sem ég get setið ein inni í herbergi og miðlað mínu. Myndavélar hafa alltaf stressað mig en eftir þetta ferli er ég aðeins spenntari fyrir þeim. Ég hef gaman að því að geta verið í persónulegu sambandi við mína hlustendur, þetta er svo innilegur miðill. Af öllum miðlunum þá hugsa ég að þessi sé sá innilegasti. Ég á mína föstu hlustendur sem ég tala við í símann alla daga, sem að hringja inn og senda mér skilaboð. Mér þykir ótrúlega vænt um það og ég finn fyrir þeim.“ Þó að Vala hafi í gegnum tíðina ekki mætt með tilbúið handrit á þáttunum sínum þá velur hún umfjöllunarefnið vel og notar oft tækifærið til þess að tala um viðfangsefni sem eru henni mikilvæg. „Þetta er líka auðveld leið til að hafa áhrif, það er svo mikið af ungu fólki sem hlustar og ég reyni að nýta vettvanginn til góðs þó að ég verði auðvitað að fylgja ákveðnum reglum. Það er gott að vita að þú getur haft áhrif.“ View this post on Instagram A post shared by Valdís Eiríksdóttir (@valaeiriks) on Feb 3, 2020 at 2:27am PST Streitist ekki á móti Vala leyfir lífinu oft að ráða för og var það eins þegar hún fékk boð um að taka þátt í sjónvarpsþáttunum Allir geta dansað. Þó að hún væri ekki hrifin af myndavélum þá hikaði hún ekki við að segja já. „Ég vil ekki að fólk haldi að ég sé algjör furðufugl en það er líka rosalega „kosmískt“ hvernig ég ákvað að taka þátt í Allir geta dansað,“ segir Vala og hlær. „Ég fór til miðils sem sagði mér að það væri lest að fara og ég ætti að hoppa um borð, að það væri verkefni sem væri verið að reyna að fá mig með í og það ætti eftir að fara með mig á nýja staði og opna nýjar dyr. Svo fékk ég þetta tilboð nokkrum dögum seinna.“ Flestar ákvarðanir sem Vala tekur í lífinu í dag, lætur hún ráðast af örlögunum. Þetta hefur reynst henni einstaklega vel og komið henni þangað sem hún er í dag. „Ég treysti lífinu og hef lært að hlusta á það, að berjast ekki á móti. Ef að allt virðist vera að beina mér í einhverja átt og þó að hún hræði mig, er ég farin að hlusta og ég fer í þessa átt núna. Ég trúi því að allt gerist af ástæðu og ég er bara lítil manneskja, ég á ekkert að vera að taka stórar ákvarðanir. Ég veit að það er einhver vegur lagður fyrir mig og ég er bara tilbúin að fara hann.“ Vala ákvað að skella sér í sólarlandaferð með kærastanum eftir keppnina til þess að slaka á og hlaða batteríin. Fram undan hjá henni eru svo alls kyns breytingar og spennandi verkefni. „Ég ætla að nýta egóbústið í að fara loksins að vinna almennilega í minni eigin tónlist og þora að fara á eftir því sem ég vil og hélt áður að ég væri ekki fær um. Ég ætla að taka fleiri sénsa og leyfa lífinu að beina mér í þá átt sem mér er ætlað að fara,“ segir Vala að lokum. Allir geta dansað Helgarviðtal Viðtal Tengdar fréttir Athyglisverðar staðreyndir um Allir geta dansað Á föstudaginn varð ljóst að Vala Eiríks og Sigurður Már fóru alla leið í Allir geta dansað á Stöð 2 og tóku Glimmerbikarinn heim eftir magnaðan úrslitaþátt. 4. febrúar 2020 14:30 „Ég leyfði mér ekki einu sinni að vona“ Útvarpskonan Vala Eiríks og dansherra hennar, Sigurður Már Atlason báru sigur úr býtum í annarri þáttaröð skemmtiþáttarins Allir geta dansað en úrslitaþátturinn var sýndur í gærkvöldi á Stöð 2. 1. febrúar 2020 14:23 „Þetta er fyrsti bikarinn sem ég nokkurn tímann vinn“ Vala og Siggi eru sigurvegarar Allir geta dansað. 31. janúar 2020 21:30 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fleiri fréttir Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Sjá meira
Valdís Eiríksdóttir, betur þekkt sem Vala Eiríks, stóð uppi sem sigurvegari í úrslitaþætti Allir geta dansað ásamt dansfélaga sínum Sigurði Má Atlasyni. Útvarpskonan með stóra brosið og útgeislunina hefur látið örlögin stjórna lífi sínu og er ekki lengur hrædd við að taka áhættu. Hún barðist við átröskun á unglingsárum og óttaðist hvaða áhrif þyngdartapið í dansinum myndu hafa. „Þetta var ótrúlega einfalt svar alveg frá upphafi,“ segir Vala um ákvörðun sína að taka þátt í Allir geta dansað. „Ég var búin að vera að fást við sömu verkefnin í dálítinn tíma og ég þrífst vel ef ég er með einhver krefjandi verkefni á mér og er að fást við eitthvað nýtt og skemmtilegt. Ég var búin að vera í þægindum í svolítinn tíma og hafði það ótrúlega gott en vantaði eitthvað til að toga mig út fyrir þægindahringinn. Þetta kom því á hárréttum tíma. Ég hafði verið búin að ætla að taka heilsuna föstum tökum lengi þannig að ég ákvað að grípa tækifærið.“ Vala segir að það sem hafi komið mest á óvart hafi verið sú staðreynd að hún hafi getað þetta. „Ég byrjaði að hitta Sigga í september til þess að fara yfir alla dansana og fá tækifæri fyrir þessu. Þá fann ég strax taktinn, Siggi er svo góður kennari að ég fann að ég gæti lært þetta með tímanum. En miðað við þessa ótrúlegu tímapressu sem er á okkur þá hafði ég svolitlar áhyggjur af því að þetta myndi aldrei hafast, að setja saman heila rútínu á viku, æfa hana og skila henni vel.“ Mestu áhrifin frá þættinum er að Vala áttaði sig á því að hún hefði alveg tíma í sólarhringnum til að vinna í sinni ástríðu, tónlistinni. „Fyrir dansinn fannst mér ég aldrei hafa tíma í neitt, en þegar ég þurfti almennilega að byrja að skipuleggja mig, náði ég einhvern vegin að búa til pláss fyrir það að æfa í fjóra til sjö klukkutíma á dag, meðfram fullri vinnu.“ Hún hafði vissulega ekki tíma fyrir neitt annað á meðan, enda sat félagslíf og annað á hakanum í þessar vikur. „En ég lærði það allavega að ég get yfirleitt búið til tíma fyrir það að hugsa vel um mig og mun aldrei nota tímaleysi sem afsökun aftur.“ Vala og Siggi, sigurvegarar Allir Geta Dansað.Vísir/Marinó Flóvent Stress í lokaþættinum Vala segir að það hafi því komið sér mikið á óvart hvað dansinn flæddi vel hjá þeim. Dansparinu gekk almennt mjög vel í hverjum þætti og Vala náði miklum framförum í hverri vikunni sem leið. Hún segir að það hafi einnig komið á óvart hvað þetta var skemmtilegt verkefni. „Ég horfði ekki á þetta sem vinnu, ég var bara að hitta vin minn eftir vinnu og hafa gaman alla daga.“ Dómnefndin hrósaði Völu mikið fyrir útgeislun í þáttunum og virtist hún mjög afslöppuð á dansgólfinu. „Mér leið mjög vel en ég var rosalega stressuð,“ segir Vala um lokaþáttinn. Vala og Siggi dönsuðu tvo dansa og fengu fullt hús stiga, 10 stig frá öllum dómurum, fyrir bæði atriðin. „Það var mjög mismunandi eftir vikum hvernig dansarnir fóru í mig. Ég var minna stressuð í latin dönsunum því það er kannski aðeins minni umgjörð í kringum þá. Þú þarft að sinna tækninni rétt og skila sporunum rétt frá þér en ballrúm er mjög kassað. Að staðan sé rétt, þú ert ótrúlega fljótur að sjá það ef svo er ekki . Ég var til dæmis ótrúlega stressuð í foxtrottinum og í rauninni í öllum dönsunum á vissan hátt, því ég beið í hverri viku eftir því að ég myndi klúðra spori.“ Það gerðist þó aldrei og stærstu mistökin sem Vala gerði, ef mistök skyldi kalla, var að bæta einu sinni við auka spori. Siggi var þó svo fljótur að hugsa að enginn tók eftir því. „Í ballroom er maður með samtengda líkama og maður finnur fyrir hverju einasta skrefi sem hitt tekur, þannig að Siggi greip það bara á lofti og tók aukaskref með mér. Þegar þú ert að dansa saman svona mikið og ert að eyða svona mörgum klukkutímum með einhverri manneskju þá ertu farin að lesa hana svolítið vel. Sem betur fer flæddum við vel saman.“ Vala Eiríks á dansæfingu snemma í ferlinu. Hún fann ástríðu fyrir dansinum ætlar sér að halda áfram. Vísir/Vilhelm Hann tæknilegur og hún kærulaus Vala segir að þau séu samt miklar andstæður á allan hátt. „Hann er tæknilegur og ég er kærulaus. Hann er vandvirkur og ég rumpa hlutunum af með frjálsri aðferð. Ég held að þetta hafi því verið krefjandi fyrir okkur bæði en við mættumst í miðjunni og létum þetta ganga upp. Þetta fór ótrúlega vel saman því hann fékk smá af mínu kæruleysi og ég fékk helling af hans tækni.“ Margt af því sem Vala lærði af Sigga ætlar hún að nota í öðrum sviðum lífsins líka. „Hann kenndi mér að skipuleggja mig og æfa. Ég mæti alltaf óundirbúin í allt svo þetta var mér mjög framandi, að þurfa að vita hverja einustu mögulegu útkomu. En ég hafði mjög gott af því og þetta þroskaði mig heilmikið. Ég finn að ég er strax byrjuð að nota þetta í vinnunni minni þannig að Siggi er að hafa áhrif á öllum vígstöðum lífs míns.“ Þó að Vala sé ótrúlega þakklát fyrir Allir geta dansað ævintýrið, segir hún að fólk geri sér ekki endilega grein fyrir því hversu mikil vinna og tími er á bak við hvern þátt. „Ég myndi ráðleggja fólki að skoða þessa ákvörðun vel. Þetta eru nefnilega ofboðslega margir klukkutímar og mikil orka fer í þetta. Það er því mikilvægt að fólk viti hvað það er að fara út í. En ef fólk hefur tíma og möguleika þá er þetta eitthvað sem gerir þér ekkert nema gott. Ég myndi fara aftur í seríu þrjú ef mér væri boðið.“ Kærastinn nennir ekki á dansnámskeið Vala segir að það sem standi upp úr eftir þátttökuna sé hvað hún lærði mikið inn á sjálfa sig. „Ég komst í svo góð tengsl við sjálfa sig. Þetta byggði alveg gríðarlega mikið upp sjálfstraustið hjá mér og sjálfsöryggið. Eins og flestir þá er maður búinn að takmarka sjálfan sig svo mikið í huganum. Þarna fann ég að með réttri pressu og réttri þjálfun þá er allt hægt. Það kom mér skemmtilega á óvart að þetta gekk upp. Svo stóð upp úr allir frábæru vinirnir sem ég eignaðist.“ Ætlar hún að halda sambandi við þennan hóp áfram þó að keppninni sem er lokið. „Ég lærði það að ég get verið öguð, ég vissi það alls ekki. Ég lærði líka að ef ég vil eitthvað þá fylgi ég því eftir. Fram að þessu valdi ég nefnilega þægileg verkefni sem ég veit að ég er góð í og sagði nei takk við því sem var aðeins út fyrir minn ramma. Þetta verður til þess að ég mun frekar taka þátt í slíkum verkefnum því þetta er það skemmtilegasta sem ég hef tekið þátt í þrátt fyrir að vera ekki minn heimavöllur. Þetta opnaði alveg nýjan heim.“ Hún uppgötvaði einnig ást sína á dansi og ætlar að halda áfram að dansa út lífið. „Regína er að fara af stað með paranámskeið en málið er að kærastinn nennir því ekki, ég ætla því að sjá hvort að dagskráin hans Sigga passi við þetta og hvort hann geti þá bara verið dansherrann minn. Annars er ég búin að fá kærastann til að samþykkja að kíkja með mér á einstaka salsakvöld. Svo er ég að hugsa um að kíkja í Zumba og halda þessu inni sem líkamsrækt því þetta er svo skemmtileg og góð brennsla. Ég hef verið mikið í styrktaræfingum síðustu ár en ég er með astma og hef notað það sem afsökun fyrir því að fara ekki í hlaup eða eitthvað sem þarfnast úthalds. Þetta eru bara afsakanir, þetta var erfitt fyrst í dansinum en svo var þolið fljótt að koma. Ég vil ekki missa það svo ég vil þess vegna halda þessu áfram.“ Vala segir að það hafi komið sér á óvart að vinna Glimmerbikarinn í Allir geta dansað, enda var þetta fyrsti og eini bikarinn sem hún hefur unnið um ævina.Vísir/Marínó Flóvent Ástandið varð lífshættulegt Þyngdartap Völu í þáttunum vakti athygli, en Vala segir að það hafi ekki verið markmiðið sitt að léttast, það hafi einfaldlega gerst vegna breytinga á hreyfingu og mataræði. „Þetta er samt ekkert heilbrigt þyngdartap, að dansa í sjö tíma á dag og ég myndi ekki hvetja fólk til þess,“ útskýrir Vala. Sjálf hafði hún áhyggjur af því hvaða áhrif þyngdartapið myndi hafa á hennar andlegu heilsu. Öll sín unglingsár barðist Vala við átröskun og afleiðingarnar sem fylgdu á eftir. „Ég fór að veikjast um 13 ára aldur, þótt óöryggið hafi vissulega búið í mér í lengri tíma. 14 ára var ég komin í meðferð á BUGL, þar sem ég var undir nánu eftirliti í ár.“ BUGL er barna- og unglingageðdeild Landspítalans og er staðsett í Reykjavík. Vala bjó á Akureyri á þessum tíma og flaug móðir hennar því með hana suður í hverri viku í vigtun og mælingar. Vala barðist gegn því að vera lögð inn og fékk það í gegn en þurfti samt að samþykkja að hætta í skólasundi og íþróttum. Ári seinna var Vala ekki lengur í ástandi sem taldist lífshættulegt en hún átti samt langt í land á sínum bata. „Ég var léttust vigtuð 32 kíló, en hafði þá náð fullri hæð, 172 cm. Þau þurftu að þyngja mig hratt, svo hausinn náði ekki að meðtaka það sem var að gerast fyrr en löngu seinna. Ég var sett á sérstakan þyngingardrykk til að flýta fyrir líkamlegum bata, en andlega var ég langt á eftir og tók það mig mörg ár að sætta mig við inngripið. Ég var náttúrulega bara krakki og stjórnin var tekin af mér. Ég skil vel að þau voru bara að reyna að koma mér úr líkamlegri hættu. En það að vera neyddur til að þyngjast mikið áður en þú hefur samþykkt að þú viljir ná bata hægði á andlegum bata.“ Aldrei verið á betri stað Vala fjölskyldan hafi verið mjög stuðningsrík og haldið vel utan um hana á meðan hausinn áttaði sig á því sem var að gerast. „Þetta var barátta alveg fram undir tvítugt, þar sem ég hef farið aftur í sama hugarfarið. Fram að því var þetta barátta að halda hausnum á réttum stað. Þó að suma daga sé ég ekki sjálfsörugg bara eins og aðrir, þá hef ég ekki fundið í nokkur ár fyrir hvatanum til að fara þessa leið.“ Þetta var eitthvað sem hún var mjög meðvituð um þegar hún ákvað að taka þátt í Allir geta dansað. „Ég hef verið í bata lengi núna, en alltaf verið dálítið hrædd við að fara á fullt í líkamlegt átak af ótta við að enda á sama stað aftur. Þú ert aldrei læknaður af geðsjúkdómum, þetta er alltaf hangandi einhvers staðar í hausnum á þér. Því hafði ég alveg smá áhyggjur en svo kom það mér á óvart að það kom bara ekki ein einasta óheilbrigða hugsun. Allir Geta Dansað ferlið staðfesti það fyrir mér að ég hef aldrei verið á betri stað og ég upplifði engar slæmar tilfinningar í þessu ferli. Nema bara auma vöðva, en það var bara gaman. Því meira sem ég hreyfði mig því meira eldsneyti þurfti ég svo ég borðaði næringarríkan mat og passaði að borða reglulega.“ View this post on Instagram A post shared by Valdís Eiríksdóttir (@valaeiriks) on Mar 6, 2019 at 4:26pm PST Treystir líkamanum til að stoppa Systir Völu passaði hana í gegnum þetta ferli, hringdi reglulega í hana til þess að athuga með líðan hennar. Allir hennar nánustu voru meðvitaðir um hætturnar og fylgdust vel með. Sjálf hlustaði hún líka á líkamann og var meðvituð um líðan sína. „Kærastinn minn er kokkur og hann passar að ég næri mig vel. Hann er duglegur að segja mér í öllu þessu ferli hvað ég er sæt og fín, þannig að hausinn á mér fór aldrei þangað aftur. Ég var ekki að reyna að missa einhver kíló, þetta var bara eitthvað sem fylgdi. Mér langaði bara að verða sterk og skila góðum rútínum.“ Vala segir að hún geri sér alveg grein fyrir því að talan á vigtinni fari aðeins upp aftur fyrst hún er hætt að dansa svona mikið alla daga. „Líkaminn stoppar þar sem hann á að vera, ég hugsa vel um mig. Líkaminn mun því stoppa í heilbrigðri þyngd og ég verð bara að treysta því.“ Hún ákvað að opna sig um veikindin í lokaþættinum, til þess að geta mögulega verið fyrirmynd fyrir aðra sem væru að ganga í gegnum þetta núna. Sjálf hefði hún viljað sjá meira af batasögum sem enda vel þegar hún var hvað veikust. „Þættirnir styrktu og efldu sjálfstraustið mjög mikið. Með því að hugsa betur um mig líkamlega og þar með líða betur andlega og svo með því að mæta viku eftir viku og sinna mínum verkefnum. Ég hélt alltaf fyrsta æfingadaginn með hvern dans að þetta yrði lokapunkturinn.“ Vala Eiríks og Siggi stóðu uppi sem sigurvegarar Allir geta dansað eftir símakosningu. Þau fengu fullkomna einkunn, 10 stig, frá öllum þremur dómurum fyrir báða dansana.Vísir/Marínó Flóvent Allt hægt með réttri pressu Vala viðurkennir að það hafi komið mikið á óvart að komast í úrslitin og svo hafi það verið enn óvæntara að standa uppi sem sigurvegari. „Það var ekki fyrr en í vikunni fyrir lokaþáttinn sem við gerðum okkur grein fyrir því að við gætum alveg unnið þetta alveg eins og allir aðrir. En við leyfðum okkur ekkert að hugsa um það, við einbeittum okkur bara að því að skila flottum lokadönsum og að geta gengið sátt frá borði. Það var mjög skrítið að heyra nafnið mitt kallað upp, ég er ekki vön að vinna.“ Siggi var duglegur að setja meiri kröfur á Völu jafn óðum og hún komst í betra dansform, kenndi henni erfiðari spor og flóknari samsetningar við hraðari lög. Hún fann því ekki fyrr en eftir á hversu ótrúlega miklum framförum hún hafði náð. „Ég lærði að með réttri pressu þá get ég allt.“ Innilegur miðill Vala hefur séð um útvarpsþætti á FM957 í fimm ár en það voru örlögin sem urðu til þess að hún ákvað að sækja um vinnuna. „Það er mjög lúðaleg saga. Ég hef alltaf verið í tónlist og leiklist og langaði alltaf að leggja fyrir mig fjölmiðlun samhliða þessu. Ég var búin að íhuga þetta í dálítið langan tíma, ég var búin að vera í útvarpinu á Akureyri þegar ég var 15 ára og var með þátt á Voice987. Ég var búin að fá smá smakk af þessu en svo las ég í stjörnuspá Siggu Kling einn daginn, þar sem hún sagði að ég þyrfti að taka stóra sénsa og nú þyrfti ég að breyta og hlusta á tilfinninguna.“ Á þessum tíma starfaði Vala við heimaaðhlynningu hjá Akureyrarbæ og sagði hún upp bæði vinnunni og íbúðinni sinni og flutti svo suður til Reykjavíkur. „Ég fékk fyrstu vinnuna sem ég sótti um þannig að það var skrifað í stjörnurnar.“ Vala er með þátt á dagskrá FM957 frá tíu til tvö alla virka daga og svo er hún einnig með kósýkvöld á sunnudögum frá 20 til 23. „Ég er rosalega hrifin af útvarpsmiðlinum. Ég hef alltaf verið rosalega hrifin af raddvinnu og líður mjög vel þar sem ég get setið ein inni í herbergi og miðlað mínu. Myndavélar hafa alltaf stressað mig en eftir þetta ferli er ég aðeins spenntari fyrir þeim. Ég hef gaman að því að geta verið í persónulegu sambandi við mína hlustendur, þetta er svo innilegur miðill. Af öllum miðlunum þá hugsa ég að þessi sé sá innilegasti. Ég á mína föstu hlustendur sem ég tala við í símann alla daga, sem að hringja inn og senda mér skilaboð. Mér þykir ótrúlega vænt um það og ég finn fyrir þeim.“ Þó að Vala hafi í gegnum tíðina ekki mætt með tilbúið handrit á þáttunum sínum þá velur hún umfjöllunarefnið vel og notar oft tækifærið til þess að tala um viðfangsefni sem eru henni mikilvæg. „Þetta er líka auðveld leið til að hafa áhrif, það er svo mikið af ungu fólki sem hlustar og ég reyni að nýta vettvanginn til góðs þó að ég verði auðvitað að fylgja ákveðnum reglum. Það er gott að vita að þú getur haft áhrif.“ View this post on Instagram A post shared by Valdís Eiríksdóttir (@valaeiriks) on Feb 3, 2020 at 2:27am PST Streitist ekki á móti Vala leyfir lífinu oft að ráða för og var það eins þegar hún fékk boð um að taka þátt í sjónvarpsþáttunum Allir geta dansað. Þó að hún væri ekki hrifin af myndavélum þá hikaði hún ekki við að segja já. „Ég vil ekki að fólk haldi að ég sé algjör furðufugl en það er líka rosalega „kosmískt“ hvernig ég ákvað að taka þátt í Allir geta dansað,“ segir Vala og hlær. „Ég fór til miðils sem sagði mér að það væri lest að fara og ég ætti að hoppa um borð, að það væri verkefni sem væri verið að reyna að fá mig með í og það ætti eftir að fara með mig á nýja staði og opna nýjar dyr. Svo fékk ég þetta tilboð nokkrum dögum seinna.“ Flestar ákvarðanir sem Vala tekur í lífinu í dag, lætur hún ráðast af örlögunum. Þetta hefur reynst henni einstaklega vel og komið henni þangað sem hún er í dag. „Ég treysti lífinu og hef lært að hlusta á það, að berjast ekki á móti. Ef að allt virðist vera að beina mér í einhverja átt og þó að hún hræði mig, er ég farin að hlusta og ég fer í þessa átt núna. Ég trúi því að allt gerist af ástæðu og ég er bara lítil manneskja, ég á ekkert að vera að taka stórar ákvarðanir. Ég veit að það er einhver vegur lagður fyrir mig og ég er bara tilbúin að fara hann.“ Vala ákvað að skella sér í sólarlandaferð með kærastanum eftir keppnina til þess að slaka á og hlaða batteríin. Fram undan hjá henni eru svo alls kyns breytingar og spennandi verkefni. „Ég ætla að nýta egóbústið í að fara loksins að vinna almennilega í minni eigin tónlist og þora að fara á eftir því sem ég vil og hélt áður að ég væri ekki fær um. Ég ætla að taka fleiri sénsa og leyfa lífinu að beina mér í þá átt sem mér er ætlað að fara,“ segir Vala að lokum.
Allir geta dansað Helgarviðtal Viðtal Tengdar fréttir Athyglisverðar staðreyndir um Allir geta dansað Á föstudaginn varð ljóst að Vala Eiríks og Sigurður Már fóru alla leið í Allir geta dansað á Stöð 2 og tóku Glimmerbikarinn heim eftir magnaðan úrslitaþátt. 4. febrúar 2020 14:30 „Ég leyfði mér ekki einu sinni að vona“ Útvarpskonan Vala Eiríks og dansherra hennar, Sigurður Már Atlason báru sigur úr býtum í annarri þáttaröð skemmtiþáttarins Allir geta dansað en úrslitaþátturinn var sýndur í gærkvöldi á Stöð 2. 1. febrúar 2020 14:23 „Þetta er fyrsti bikarinn sem ég nokkurn tímann vinn“ Vala og Siggi eru sigurvegarar Allir geta dansað. 31. janúar 2020 21:30 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fleiri fréttir Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Sjá meira
Athyglisverðar staðreyndir um Allir geta dansað Á föstudaginn varð ljóst að Vala Eiríks og Sigurður Már fóru alla leið í Allir geta dansað á Stöð 2 og tóku Glimmerbikarinn heim eftir magnaðan úrslitaþátt. 4. febrúar 2020 14:30
„Ég leyfði mér ekki einu sinni að vona“ Útvarpskonan Vala Eiríks og dansherra hennar, Sigurður Már Atlason báru sigur úr býtum í annarri þáttaröð skemmtiþáttarins Allir geta dansað en úrslitaþátturinn var sýndur í gærkvöldi á Stöð 2. 1. febrúar 2020 14:23
„Þetta er fyrsti bikarinn sem ég nokkurn tímann vinn“ Vala og Siggi eru sigurvegarar Allir geta dansað. 31. janúar 2020 21:30