Guðrún: Stolt af liðinu - Var ekki svona róleg sem leikmaður Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke skrifar 13. febrúar 2020 23:26 Guðrún Ósk Ámundadóttir stýrir Skallagrími í bikarúrslitaleik á laugardaginn. Guðrún Ósk Ámundadóttir, þjálfari Skallagríms, var gífurlega ánægð eftir sigurinn á Haukum í Geysisbikarnum í körfubolta og sagði tilfinninguna sem hún upplifði gífurlega sæta. Hún nefndi strax að hún væri fyrst og fremst stolt af liði sínu. Önnur spurningin sem Guðrún svaraði var út í hennar hegðun á hliðarlínunni en hún var pollróleg þegar hún fylgdist með leiknum. „Þetta er ný sjón hjá mér. Þetta er fyrsta árið mitt sem þjálfari og ég spilaði nokkrum sinnum hér í Laugardalshöll sem leikmaður. Þetta er aðeins erfiðara sem þjálfari en ég reyni að undirbúa mig vel og ég treysti öllu mínu liði 100%. Ég var ekki svona róleg sem leikmaður sjálf en maður reynir að halda ró því stelpurnar finna það ef ég verð æst." „Körfubolti er leikur áhlaupa og ég vissi að þrátt fyrir að þær myndu ná slíkum. Aðalatriðið var að standa þau af sér og koma sterkari til baka. Ég ræddi svo undir lokin við mína leikmenn að sækja á körfuna og það gekk glimrandi vel," sagði Guðrún aðspur út í þróun leiksins. Eftir þrjá leikhluta hafði Skallagríms-liðið einungis tapað þremur boltum. Hvernig útskýrir Guðrún það? „Ég er með mjög góðan leikstjórnanda (Keiru) sem passar boltann mjög vel. Liðið treystir á hana og hún stýrir sóknarleiknum. Það má þakka henni fyrir að passa svona vel upp á boltann." Hvað þurfa stelpurnar hennar Guðrúnar að gera til að vera klárar í leikinn gegn KR á laugardag? „Við þurfum að hugsa vel um leikmennina og passa að þær nái góðri endurheimt. Undirbúningur fyrir leikinn gegn KR hefst á morgun og við þurfum að passa upp á að borða vel og sofa vel. Svo kemur adrenalínið og hjálpar okkur á laugardag." Skallagrímur spilar ekki á mörgum leikmönnum, sex leikmenn léku meira en fimm mínútur í kvöld. Er það eitthvað sem Guðrún hefur áhyggjur af? „Nei alls ekki. Í rauninni hefur þetta verið svona í allan vetur. Ég hef spilað á fáum leikmönnum í vetur en allar stelpurnar á bekknum eru tilbúnar ef kallið kemur." „Ég vil að lokum biðja alla um að mæta á leikinn á laugardaginn. Stuðningsmenn eru klárlega sjötti maðurinn og svo förum við öll saman á þorrablót um kvöldið." Dominos-deild kvenna Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Fleiri fréttir Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Sjá meira
Guðrún Ósk Ámundadóttir, þjálfari Skallagríms, var gífurlega ánægð eftir sigurinn á Haukum í Geysisbikarnum í körfubolta og sagði tilfinninguna sem hún upplifði gífurlega sæta. Hún nefndi strax að hún væri fyrst og fremst stolt af liði sínu. Önnur spurningin sem Guðrún svaraði var út í hennar hegðun á hliðarlínunni en hún var pollróleg þegar hún fylgdist með leiknum. „Þetta er ný sjón hjá mér. Þetta er fyrsta árið mitt sem þjálfari og ég spilaði nokkrum sinnum hér í Laugardalshöll sem leikmaður. Þetta er aðeins erfiðara sem þjálfari en ég reyni að undirbúa mig vel og ég treysti öllu mínu liði 100%. Ég var ekki svona róleg sem leikmaður sjálf en maður reynir að halda ró því stelpurnar finna það ef ég verð æst." „Körfubolti er leikur áhlaupa og ég vissi að þrátt fyrir að þær myndu ná slíkum. Aðalatriðið var að standa þau af sér og koma sterkari til baka. Ég ræddi svo undir lokin við mína leikmenn að sækja á körfuna og það gekk glimrandi vel," sagði Guðrún aðspur út í þróun leiksins. Eftir þrjá leikhluta hafði Skallagríms-liðið einungis tapað þremur boltum. Hvernig útskýrir Guðrún það? „Ég er með mjög góðan leikstjórnanda (Keiru) sem passar boltann mjög vel. Liðið treystir á hana og hún stýrir sóknarleiknum. Það má þakka henni fyrir að passa svona vel upp á boltann." Hvað þurfa stelpurnar hennar Guðrúnar að gera til að vera klárar í leikinn gegn KR á laugardag? „Við þurfum að hugsa vel um leikmennina og passa að þær nái góðri endurheimt. Undirbúningur fyrir leikinn gegn KR hefst á morgun og við þurfum að passa upp á að borða vel og sofa vel. Svo kemur adrenalínið og hjálpar okkur á laugardag." Skallagrímur spilar ekki á mörgum leikmönnum, sex leikmenn léku meira en fimm mínútur í kvöld. Er það eitthvað sem Guðrún hefur áhyggjur af? „Nei alls ekki. Í rauninni hefur þetta verið svona í allan vetur. Ég hef spilað á fáum leikmönnum í vetur en allar stelpurnar á bekknum eru tilbúnar ef kallið kemur." „Ég vil að lokum biðja alla um að mæta á leikinn á laugardaginn. Stuðningsmenn eru klárlega sjötti maðurinn og svo förum við öll saman á þorrablót um kvöldið."
Dominos-deild kvenna Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Fleiri fréttir Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti