Millilandaflug á áætlun seinni partinn Atli Ísleifsson skrifar 14. febrúar 2020 10:05 Upplýsingafulltrúi Isavia segir ljóst að óveðrið hafi áhrif á allar flugferðir á landinu í dag. vísir/vilhelm Búið er að aflýsa tugum flugferða til og frá landinu vegna óveðursins sem nú gengur yfir. Samkvæmt upplýsingum frá Icelandair er þó allt flug á áætlun seinni partinn í dag þegar reiknað er með að veður hafi gengið niður. Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir að flugferðum Icelandair frá Bandaríkjunum og Kanada á leið til landsins hafi verið seinkað í dag og sé gert ráð fyrir að sjö vélar lendi á Keflavíkurflugvelli um klukkan 15 í dag. Aflýsti 22 flugferðum Icelandair aflýsti á miðvikudaginn 22 brottförum til og frá Evrópu sem fyrirhugaðar voru í dag og hafði það áhrif á um átta þúsund farþega. Ásdís Ýr segir að til að bregðast við því hafi flugferðum verið fjölgað í gær og svo hafi verið haft samband við farþega og reynt að leysa úr málum. Air Iceland Connect hefur fellt niður ferðir í dag.Vísir/Sigurjón Ekkert innanlandsflug Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Air Iceland Connect, segir að öllu innanlandsflugi félagsins hafi verið aflýst í dag. Hann segir að þó að betur eigi eftir að fara yfir málin geri hann ráð fyrir að allt flug verði á áætlun á morgun. Er ljóst að raskanir dagsins í dag hafi haft áhrif á nokkur hundruð viðskiptavini, en alls áttu milli átta og níu hundruð farþegar bókað flug hjá Air Iceland Connect í dag. Sjá einnig: Óveðursvaktin: Illviðri og foktjón víða um land Flugfélagið Ernir hefur sömuleiðis aflýst sínum ferðum í dag. Vindstyrkur vel yfir viðmiðunarmörk Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, segir að ljóst megi vera að óveðrið hafi áhrif á allar flugferðir á landinu í dag. „Vindhraðinn hefur farið upp í 75 hnúta í verstu hviðum, sem er um 40 metrar á sekúndu. Til viðmiðunar má nefna að það sé 25 hnútum yfir viðmiðunarmörk þegar kemur að notkun landganga. En við hvetjum fólk til að fylgjast með á vefsíðunni okkar, en það er svo flugfélaganna að ákveða út frá aðstæðum hvenær flogið er,“ segir Guðjón. Fréttir af flugi Icelandair Keflavíkurflugvöllur Óveður 14. febrúar 2020 Veður Tengdar fréttir Óveðursvaktin: Illviðri og foktjón víða um land Vonskuveður er nú víða um landið en rauðar viðvaranir hafa verið gefnar út fyrir sunnanvert landið. 14. febrúar 2020 06:00 Þetta fellur niður eða raskast vegna óveðursins Þjónusta verður víða skert á suðvesturhluta landsins á morgun vegna aftakaveðurs. 13. febrúar 2020 22:52 Icelandair aflýsir 22 flugferðum á föstudag vegna óveðursins Átta nýjar flugferðir eru komnar á áætlun á morgun, 13. febrúar, vegna þessa. 12. febrúar 2020 18:43 Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Ófrjó eftir aðgerð en fær engar miskabætur Innlent Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Ófrjó eftir aðgerð en fær engar miskabætur Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Sjá meira
Búið er að aflýsa tugum flugferða til og frá landinu vegna óveðursins sem nú gengur yfir. Samkvæmt upplýsingum frá Icelandair er þó allt flug á áætlun seinni partinn í dag þegar reiknað er með að veður hafi gengið niður. Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir að flugferðum Icelandair frá Bandaríkjunum og Kanada á leið til landsins hafi verið seinkað í dag og sé gert ráð fyrir að sjö vélar lendi á Keflavíkurflugvelli um klukkan 15 í dag. Aflýsti 22 flugferðum Icelandair aflýsti á miðvikudaginn 22 brottförum til og frá Evrópu sem fyrirhugaðar voru í dag og hafði það áhrif á um átta þúsund farþega. Ásdís Ýr segir að til að bregðast við því hafi flugferðum verið fjölgað í gær og svo hafi verið haft samband við farþega og reynt að leysa úr málum. Air Iceland Connect hefur fellt niður ferðir í dag.Vísir/Sigurjón Ekkert innanlandsflug Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Air Iceland Connect, segir að öllu innanlandsflugi félagsins hafi verið aflýst í dag. Hann segir að þó að betur eigi eftir að fara yfir málin geri hann ráð fyrir að allt flug verði á áætlun á morgun. Er ljóst að raskanir dagsins í dag hafi haft áhrif á nokkur hundruð viðskiptavini, en alls áttu milli átta og níu hundruð farþegar bókað flug hjá Air Iceland Connect í dag. Sjá einnig: Óveðursvaktin: Illviðri og foktjón víða um land Flugfélagið Ernir hefur sömuleiðis aflýst sínum ferðum í dag. Vindstyrkur vel yfir viðmiðunarmörk Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, segir að ljóst megi vera að óveðrið hafi áhrif á allar flugferðir á landinu í dag. „Vindhraðinn hefur farið upp í 75 hnúta í verstu hviðum, sem er um 40 metrar á sekúndu. Til viðmiðunar má nefna að það sé 25 hnútum yfir viðmiðunarmörk þegar kemur að notkun landganga. En við hvetjum fólk til að fylgjast með á vefsíðunni okkar, en það er svo flugfélaganna að ákveða út frá aðstæðum hvenær flogið er,“ segir Guðjón.
Fréttir af flugi Icelandair Keflavíkurflugvöllur Óveður 14. febrúar 2020 Veður Tengdar fréttir Óveðursvaktin: Illviðri og foktjón víða um land Vonskuveður er nú víða um landið en rauðar viðvaranir hafa verið gefnar út fyrir sunnanvert landið. 14. febrúar 2020 06:00 Þetta fellur niður eða raskast vegna óveðursins Þjónusta verður víða skert á suðvesturhluta landsins á morgun vegna aftakaveðurs. 13. febrúar 2020 22:52 Icelandair aflýsir 22 flugferðum á föstudag vegna óveðursins Átta nýjar flugferðir eru komnar á áætlun á morgun, 13. febrúar, vegna þessa. 12. febrúar 2020 18:43 Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Ófrjó eftir aðgerð en fær engar miskabætur Innlent Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Ófrjó eftir aðgerð en fær engar miskabætur Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Sjá meira
Óveðursvaktin: Illviðri og foktjón víða um land Vonskuveður er nú víða um landið en rauðar viðvaranir hafa verið gefnar út fyrir sunnanvert landið. 14. febrúar 2020 06:00
Þetta fellur niður eða raskast vegna óveðursins Þjónusta verður víða skert á suðvesturhluta landsins á morgun vegna aftakaveðurs. 13. febrúar 2020 22:52
Icelandair aflýsir 22 flugferðum á föstudag vegna óveðursins Átta nýjar flugferðir eru komnar á áætlun á morgun, 13. febrúar, vegna þessa. 12. febrúar 2020 18:43