Ferðamenn nutu óveðursins í Reykjavík í dag Jóhann K. Jóhannsson skrifar 14. febrúar 2020 20:00 Ferðamenn nutu óveðursins í Reykjavík í dag. Vísir/Vilhelm Erlendir ferðamenn í Reykjavík kipptu sér lítið upp við óveðrið sem gekk yfir í morgun. Nokkrir þeirra hreinlega nutu þess að upplifa alíslenska vetrarlægð. Óveðrið sem gekk yfir suðurhluta landsins hafði áhrif á áætlanir fjölmargra erlendra ferðamanna þar sem vegir til og frá höfuðborginni, að helstu náttúr perlum landsins, voru lokaðir. Margir tóku á það ráð að njóta óveðursins í miðborg Reykjavíkur og fá hreint íslenskt loft beint í fangið á gönguleiðinni meðfram Sæbraut og við Hörpuna. Sumir áttu þó í mestu vandræðum þegar öflugar hviður hrifu þá með sér. Náttúran sýndi listir sínar þegar þegar brimaldan skall á varnargörðum. Uli Konig og Philipp Konig frá Ítalíu.Vísir/Stöð 2 „Við ætluðum að fara í bæinn og skoða hús en veðrið er hins vegar afar slæmt,“ sögðu feðgarnir Uli Konig og Philipp Konig frá Ítalíu. „Við komum sérstaklega til að upplifa slæmt verður,“ sagði Mauricio Morales, frá Mexíkó.Virkilega? „Við ákváðum það og við vissum af storminum og rauðu viðvöruninni. Við vildum því endilega upplifa það,“ sagði Mauricio. „Ég hélt að veðrið yrði verra en það varð. En þetta er tilbreyting,“ sagði Pedro Santos Frá Portúgal. Mauricio Morales, frá Mexíkó og Magdalena Markiewicz, frá Póllandi.Vísir/Stöð 2 „Maður upplifir kraft náttúrunnar. Þetta er magnað,“ sagði Magdalena Markiewicz, frá PóllandiFinnst ykkur þá að svona vont veður sé heillandi?„Já, ég er frá Mexíkó. Ég sagði við konuna mína að við fengjum stundum fellibylji og alls konar furðulegt veður og því fannst mér áhugavert að upplifa slíkt á Íslandi,“ sagði Mauricio. „Vonandi verður betra veður á morgun svo við getum skoðað okkur um á þessari fallegu eyju, Íslandi,“ sagði Uli. Pedro Santos frá Portúgal.Vísir/Stöð 2 Fannst þér merkilegt að upplifa veðrið í morgun? „Já.Þetta er ný upplifun og ég var að spá í það hvenær færi að snjóa. Mig langaði að sjá snjó,“ sagði Pedro. Óveður 14. febrúar 2020 Reykjavík Tengdar fréttir Mikið tjón víða um land eftir lægðina Gríðarlegt tjón varð víða þegar ein versta óveðurslægð síðustu ára gekk yfir landið. Maður slasaðist þegar þakplata fauk á hann. Bílar skemmdust, rúður brotnuðu og klæðningar á byggingum fuku. Þá sló rafmagni út þegar rafmagnsstaurar brotnuðu undan veðurhamnum. 14. febrúar 2020 18:31 Fjúkandi ferðamenn við Hörpu Óhætt er að segja að hvassviðrið við Reykjavíkurhöfn og Hörpu hafi verið mikið fyrir hádegi í dag. Svo mikið að þeir ferðamenn sem ákváðu að vaða út í óveðrið mættu á tíma ofjarli sínum. 14. febrúar 2020 11:56 800 björgunarsveitarmenn sinntu rúmlega 700 verkefnum Klæðningar fuku víða af byggingum, eitthvað var um að gluggar og hurðir brotnuðu og einnig þurfti að huga að bátum í höfnum. 14. febrúar 2020 18:40 Mest lesið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira
Erlendir ferðamenn í Reykjavík kipptu sér lítið upp við óveðrið sem gekk yfir í morgun. Nokkrir þeirra hreinlega nutu þess að upplifa alíslenska vetrarlægð. Óveðrið sem gekk yfir suðurhluta landsins hafði áhrif á áætlanir fjölmargra erlendra ferðamanna þar sem vegir til og frá höfuðborginni, að helstu náttúr perlum landsins, voru lokaðir. Margir tóku á það ráð að njóta óveðursins í miðborg Reykjavíkur og fá hreint íslenskt loft beint í fangið á gönguleiðinni meðfram Sæbraut og við Hörpuna. Sumir áttu þó í mestu vandræðum þegar öflugar hviður hrifu þá með sér. Náttúran sýndi listir sínar þegar þegar brimaldan skall á varnargörðum. Uli Konig og Philipp Konig frá Ítalíu.Vísir/Stöð 2 „Við ætluðum að fara í bæinn og skoða hús en veðrið er hins vegar afar slæmt,“ sögðu feðgarnir Uli Konig og Philipp Konig frá Ítalíu. „Við komum sérstaklega til að upplifa slæmt verður,“ sagði Mauricio Morales, frá Mexíkó.Virkilega? „Við ákváðum það og við vissum af storminum og rauðu viðvöruninni. Við vildum því endilega upplifa það,“ sagði Mauricio. „Ég hélt að veðrið yrði verra en það varð. En þetta er tilbreyting,“ sagði Pedro Santos Frá Portúgal. Mauricio Morales, frá Mexíkó og Magdalena Markiewicz, frá Póllandi.Vísir/Stöð 2 „Maður upplifir kraft náttúrunnar. Þetta er magnað,“ sagði Magdalena Markiewicz, frá PóllandiFinnst ykkur þá að svona vont veður sé heillandi?„Já, ég er frá Mexíkó. Ég sagði við konuna mína að við fengjum stundum fellibylji og alls konar furðulegt veður og því fannst mér áhugavert að upplifa slíkt á Íslandi,“ sagði Mauricio. „Vonandi verður betra veður á morgun svo við getum skoðað okkur um á þessari fallegu eyju, Íslandi,“ sagði Uli. Pedro Santos frá Portúgal.Vísir/Stöð 2 Fannst þér merkilegt að upplifa veðrið í morgun? „Já.Þetta er ný upplifun og ég var að spá í það hvenær færi að snjóa. Mig langaði að sjá snjó,“ sagði Pedro.
Óveður 14. febrúar 2020 Reykjavík Tengdar fréttir Mikið tjón víða um land eftir lægðina Gríðarlegt tjón varð víða þegar ein versta óveðurslægð síðustu ára gekk yfir landið. Maður slasaðist þegar þakplata fauk á hann. Bílar skemmdust, rúður brotnuðu og klæðningar á byggingum fuku. Þá sló rafmagni út þegar rafmagnsstaurar brotnuðu undan veðurhamnum. 14. febrúar 2020 18:31 Fjúkandi ferðamenn við Hörpu Óhætt er að segja að hvassviðrið við Reykjavíkurhöfn og Hörpu hafi verið mikið fyrir hádegi í dag. Svo mikið að þeir ferðamenn sem ákváðu að vaða út í óveðrið mættu á tíma ofjarli sínum. 14. febrúar 2020 11:56 800 björgunarsveitarmenn sinntu rúmlega 700 verkefnum Klæðningar fuku víða af byggingum, eitthvað var um að gluggar og hurðir brotnuðu og einnig þurfti að huga að bátum í höfnum. 14. febrúar 2020 18:40 Mest lesið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira
Mikið tjón víða um land eftir lægðina Gríðarlegt tjón varð víða þegar ein versta óveðurslægð síðustu ára gekk yfir landið. Maður slasaðist þegar þakplata fauk á hann. Bílar skemmdust, rúður brotnuðu og klæðningar á byggingum fuku. Þá sló rafmagni út þegar rafmagnsstaurar brotnuðu undan veðurhamnum. 14. febrúar 2020 18:31
Fjúkandi ferðamenn við Hörpu Óhætt er að segja að hvassviðrið við Reykjavíkurhöfn og Hörpu hafi verið mikið fyrir hádegi í dag. Svo mikið að þeir ferðamenn sem ákváðu að vaða út í óveðrið mættu á tíma ofjarli sínum. 14. febrúar 2020 11:56
800 björgunarsveitarmenn sinntu rúmlega 700 verkefnum Klæðningar fuku víða af byggingum, eitthvað var um að gluggar og hurðir brotnuðu og einnig þurfti að huga að bátum í höfnum. 14. febrúar 2020 18:40