Íbúar á hluta Suðurlands beðnir um að spara rafmagn Kjartan Kjartansson skrifar 15. febrúar 2020 11:07 Á sjötta þúsund heimili og vinnustaðir misstu rafmagn vegna óveðursins í gær. RARIK Bilun er í línu Landsnets og af þeim sökum eru íbúar austan Þjórsár beðnir um að fara sparlega með rafmagn. Á sjötta þúsund heimili og vinnustaðir misstu rafmagn vegna óveðursins í gær. Enn eru rafmagnstruflanir á landinu eftir óveðrið sem gekk yfir landið í gær. Íbúar á Suðurlandi austan Þjórsár voru beðnir um að spara rafmagn vegna bilana í kerfi Landsnets í morgun. RARIK segir að langflestir þeirra þúsunda sem misstu rafmagn á svæði fyrirtækisins í gær séu komnir með það aftur. Um hundrað rafmagnsstaurar RARIK brotnuðu í óveðrinu og var einnig eitthvað um vírslit og sláarbrot, að því er segir í stöðuyfirliti á vefsíðu fyrirtækisins í morgun. Alls misstu um 5.600 heimili og vinnustaðir rafmagn, flestir á Suðurlandi og Suðausturlandi. Langflestir séu komnir með rafmagn aftur. Einn bær í Hvalfirði er sagður rafmagnlaus en að gert verði vil bilun í dag ef aðstæður leyfa. Á vef Landsnets kemur fram að Hellulína 1 hafi leyst út þegar reynt var að setja hana inn að lokinni viðgerð í morgun. Áfram er leitað að bilun og því verði áfram „takmarkaðir afhendingarmöguleikar raforku“ á austanverðu Suðurlandi og í Vestmannaeyjum. Unnið var við viðgerðir hjá RARIK á Suðurlandi til klukkan fimm í morgun og var þráðurinn tekinn aftur upp klukkan átta. Í Vestur-Skaftafellssýslu er rafmagnslaust fyrir neðan Eystra-Hraun en töluvert er sagt af skemmdum einangrum og fleiru á þeim slóðum. Einnig er rafmagnslaust á Kaldrananesi og sumarhúsum í Neðri-Dal í Mýrdal. Um 26 staurar hafi brotnað milli Álftavers og Hrífuness. Rafstöð verði sett upp við Laufskálavörðu takist ekki að spennusetja línuna fljótlega. Í Rangárvallasýslu voru nokkrir bæir enn rafmagnslausir í morgun en vonast var til þess að rafmagn kæmist aftur á fljótt. Sums staðar var þegar búið að setja upp varaaflstöð eða það stóð til. Orkumál Óveður 14. febrúar 2020 Veður Tengdar fréttir Rafmagni sló út hjá Norðuráli og Elkem á Grundartanga Rafmagni sló út í báðum kerskálum álvers Norðuráls á Grundartanga í Hvalfirði í skamma stund nú í kvöld. 14. febrúar 2020 19:22 Víðtækt rafmagnsleysi vegna óveðursins Óveðrið hefur sett raforkukerfi landsins úr skorðum. Þannig liggja nokkrar línur Landsnets úti og yfir 5.700 notendur Rarik hafa orðið fyrir barðinu á rafmagnstruflunum. Erfitt hefur reynst fyrir vinnuflokka Rarik að athafna sig vegna veðurhamsins. 14. febrúar 2020 14:19 Gríðarlegur vatnselgur í Vík og íbúar spara rafmagn Varðstjóri í Vík í Mýrdal telur að veðrið hafi verið verst á svæðinu á milli klukkan sjö og átta í morgun. Síðan þá hefur hiti hækkað og nú er gríðarlegur vatnselgur á svæðinu. 14. febrúar 2020 10:12 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Bilun er í línu Landsnets og af þeim sökum eru íbúar austan Þjórsár beðnir um að fara sparlega með rafmagn. Á sjötta þúsund heimili og vinnustaðir misstu rafmagn vegna óveðursins í gær. Enn eru rafmagnstruflanir á landinu eftir óveðrið sem gekk yfir landið í gær. Íbúar á Suðurlandi austan Þjórsár voru beðnir um að spara rafmagn vegna bilana í kerfi Landsnets í morgun. RARIK segir að langflestir þeirra þúsunda sem misstu rafmagn á svæði fyrirtækisins í gær séu komnir með það aftur. Um hundrað rafmagnsstaurar RARIK brotnuðu í óveðrinu og var einnig eitthvað um vírslit og sláarbrot, að því er segir í stöðuyfirliti á vefsíðu fyrirtækisins í morgun. Alls misstu um 5.600 heimili og vinnustaðir rafmagn, flestir á Suðurlandi og Suðausturlandi. Langflestir séu komnir með rafmagn aftur. Einn bær í Hvalfirði er sagður rafmagnlaus en að gert verði vil bilun í dag ef aðstæður leyfa. Á vef Landsnets kemur fram að Hellulína 1 hafi leyst út þegar reynt var að setja hana inn að lokinni viðgerð í morgun. Áfram er leitað að bilun og því verði áfram „takmarkaðir afhendingarmöguleikar raforku“ á austanverðu Suðurlandi og í Vestmannaeyjum. Unnið var við viðgerðir hjá RARIK á Suðurlandi til klukkan fimm í morgun og var þráðurinn tekinn aftur upp klukkan átta. Í Vestur-Skaftafellssýslu er rafmagnslaust fyrir neðan Eystra-Hraun en töluvert er sagt af skemmdum einangrum og fleiru á þeim slóðum. Einnig er rafmagnslaust á Kaldrananesi og sumarhúsum í Neðri-Dal í Mýrdal. Um 26 staurar hafi brotnað milli Álftavers og Hrífuness. Rafstöð verði sett upp við Laufskálavörðu takist ekki að spennusetja línuna fljótlega. Í Rangárvallasýslu voru nokkrir bæir enn rafmagnslausir í morgun en vonast var til þess að rafmagn kæmist aftur á fljótt. Sums staðar var þegar búið að setja upp varaaflstöð eða það stóð til.
Orkumál Óveður 14. febrúar 2020 Veður Tengdar fréttir Rafmagni sló út hjá Norðuráli og Elkem á Grundartanga Rafmagni sló út í báðum kerskálum álvers Norðuráls á Grundartanga í Hvalfirði í skamma stund nú í kvöld. 14. febrúar 2020 19:22 Víðtækt rafmagnsleysi vegna óveðursins Óveðrið hefur sett raforkukerfi landsins úr skorðum. Þannig liggja nokkrar línur Landsnets úti og yfir 5.700 notendur Rarik hafa orðið fyrir barðinu á rafmagnstruflunum. Erfitt hefur reynst fyrir vinnuflokka Rarik að athafna sig vegna veðurhamsins. 14. febrúar 2020 14:19 Gríðarlegur vatnselgur í Vík og íbúar spara rafmagn Varðstjóri í Vík í Mýrdal telur að veðrið hafi verið verst á svæðinu á milli klukkan sjö og átta í morgun. Síðan þá hefur hiti hækkað og nú er gríðarlegur vatnselgur á svæðinu. 14. febrúar 2020 10:12 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Rafmagni sló út hjá Norðuráli og Elkem á Grundartanga Rafmagni sló út í báðum kerskálum álvers Norðuráls á Grundartanga í Hvalfirði í skamma stund nú í kvöld. 14. febrúar 2020 19:22
Víðtækt rafmagnsleysi vegna óveðursins Óveðrið hefur sett raforkukerfi landsins úr skorðum. Þannig liggja nokkrar línur Landsnets úti og yfir 5.700 notendur Rarik hafa orðið fyrir barðinu á rafmagnstruflunum. Erfitt hefur reynst fyrir vinnuflokka Rarik að athafna sig vegna veðurhamsins. 14. febrúar 2020 14:19
Gríðarlegur vatnselgur í Vík og íbúar spara rafmagn Varðstjóri í Vík í Mýrdal telur að veðrið hafi verið verst á svæðinu á milli klukkan sjö og átta í morgun. Síðan þá hefur hiti hækkað og nú er gríðarlegur vatnselgur á svæðinu. 14. febrúar 2020 10:12