Kokkalandsliðið vann gull á Ólympíuleikum matreiðslumeistara Sylvía Hall skrifar 16. febrúar 2020 15:19 Landsliðið. Facebook Íslenska kokkalandsliðið vann gullverðlaun á Ólympíuleikum matreiðslumeistara í Stuttgart í Þýskalandi í gær. Um var að ræða fyrri keppnisgrein af tveimur sem liðið keppir í þetta árið og því fer það inn í næstu grein með gull í farteskinu. Liðið hefur raðað inn gullverðlaunum undanfarin ár á alþjóðlegum mótum víðs vegar um heiminn og hefur þannig tryggt stöðu sína sem eitt fremsta kokkalandslið í heimi. Keppnisgreinin sem liðið vann gull fyrir er svokölluð Chef‘s Table þar sem framreiddur er sjö rétta hátíðarkvöldverður fyrir tíu manna borð auk tveggja dómara. Kvöldverðurinn samanstendur meðal annars af fiskréttafati, pinnamat, vegan rétt, lambakjöti og desert. „Ég er ótrúlega ánægður og þakklátur. Landsliðið hefur lagt ótrúlega mikið á sig bæði í undirbúningi og keppninni hérna úti og þau uppskera glæsilega,“ segir Björn Bragi Bragason, forseti Klúbbs matreiðslumanna sem er úti í Stuttgart með liðinu. Í fréttatilkynningu kemur fram að liðið hefur æft stíft undanfarna átta mánuði og voru hátt í fjögur tonn af búnaði sendur til Þýskalands. Liðið þarf að setja upp fullbúið eldhús á keppnisstaðnum og þakka sérstaklega Matarauði, Íslandsstofu, Ísey skyr og MS fyrir aðstoð í verkefninu. IKA Culinary Olympics, eru haldnir á fjögurra ára fresti og í ár fagnar keppnin 25 ára afmæli. Þar mætast um tvö þúsund af færustu kokkum heims sem keppa sín á milli um gull, silfur og brons verðlaun. Keppnin hefst 14. febrúar og stendur til 19. febrúar. Lið frá um 60 þjóðum keppa á leikunum. Í kokkalandsliðinu eru: Sigurjón Bragi Bragason, þjálfari Kokkalandsliðsins, Björn Bragi Bragason, forseti Klúbbs matreiðslumeistara, Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, varaforseti Klúbbs matreiðslumeistara, Kristinn Gísli Jónsson, Snorri Victor Gylfason, Sindri Guðbrandur Sigurðsson, Snædís Xyza Mae Jónsdóttir, Ísak Darri Þorsteinsson, Jakob Zarioh Sifjarson Baldvinsson, Ísak Aron Ernuson og Chidapha Kruasaeng. Auk þess fara með út aðstoðarmenn: Ari Þór Gunnarsson, Aþena Þöll Gunnarsdóttir, Dagur Hrafn Rúnarsson, Guðmundur Halldór Bender, Kristján Örn Hansson, Valur Bergmunsson, Jón Þór Friðgeirsson, Ragnar Marinó Kjartansson og Ívar Kjartansson Matur Kokkalandsliðið Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Íslenska kokkalandsliðið vann gullverðlaun á Ólympíuleikum matreiðslumeistara í Stuttgart í Þýskalandi í gær. Um var að ræða fyrri keppnisgrein af tveimur sem liðið keppir í þetta árið og því fer það inn í næstu grein með gull í farteskinu. Liðið hefur raðað inn gullverðlaunum undanfarin ár á alþjóðlegum mótum víðs vegar um heiminn og hefur þannig tryggt stöðu sína sem eitt fremsta kokkalandslið í heimi. Keppnisgreinin sem liðið vann gull fyrir er svokölluð Chef‘s Table þar sem framreiddur er sjö rétta hátíðarkvöldverður fyrir tíu manna borð auk tveggja dómara. Kvöldverðurinn samanstendur meðal annars af fiskréttafati, pinnamat, vegan rétt, lambakjöti og desert. „Ég er ótrúlega ánægður og þakklátur. Landsliðið hefur lagt ótrúlega mikið á sig bæði í undirbúningi og keppninni hérna úti og þau uppskera glæsilega,“ segir Björn Bragi Bragason, forseti Klúbbs matreiðslumanna sem er úti í Stuttgart með liðinu. Í fréttatilkynningu kemur fram að liðið hefur æft stíft undanfarna átta mánuði og voru hátt í fjögur tonn af búnaði sendur til Þýskalands. Liðið þarf að setja upp fullbúið eldhús á keppnisstaðnum og þakka sérstaklega Matarauði, Íslandsstofu, Ísey skyr og MS fyrir aðstoð í verkefninu. IKA Culinary Olympics, eru haldnir á fjögurra ára fresti og í ár fagnar keppnin 25 ára afmæli. Þar mætast um tvö þúsund af færustu kokkum heims sem keppa sín á milli um gull, silfur og brons verðlaun. Keppnin hefst 14. febrúar og stendur til 19. febrúar. Lið frá um 60 þjóðum keppa á leikunum. Í kokkalandsliðinu eru: Sigurjón Bragi Bragason, þjálfari Kokkalandsliðsins, Björn Bragi Bragason, forseti Klúbbs matreiðslumeistara, Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, varaforseti Klúbbs matreiðslumeistara, Kristinn Gísli Jónsson, Snorri Victor Gylfason, Sindri Guðbrandur Sigurðsson, Snædís Xyza Mae Jónsdóttir, Ísak Darri Þorsteinsson, Jakob Zarioh Sifjarson Baldvinsson, Ísak Aron Ernuson og Chidapha Kruasaeng. Auk þess fara með út aðstoðarmenn: Ari Þór Gunnarsson, Aþena Þöll Gunnarsdóttir, Dagur Hrafn Rúnarsson, Guðmundur Halldór Bender, Kristján Örn Hansson, Valur Bergmunsson, Jón Þór Friðgeirsson, Ragnar Marinó Kjartansson og Ívar Kjartansson
Matur Kokkalandsliðið Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira