Hlaðvarpið Kviknar: „Mikilvægt að ná til foreldra með öllum mögulegum leiðum“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 17. febrúar 2020 11:30 Í hlaðvarpinu Kviknar fjallar Andrea Eyland um fæðingar frá ýmsum sjónarhornum, fær gesti í hljóðverið sem deila reynslusögum og talar við sérfræðinga. Vísir/Vilhelm Andrea Eyland, sem þekktust er fyrir bókina Kviknar og sjónvarpsþættina Líf kviknar, fer í þessari viku af stað með nýtt hlaðvarp hér á Vísi. Hlaðvarpið Kviknar er sett upp sem átta þættir um getnað, meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. Hlaðvarpið Kviknar fjallar líka um raunina eftir að barnið er komið í heiminn en Andrea setti af stað áhugaverða samfélagsmiðlaherferð undir merkinu #raunin þar sem foreldrar deildu persónulegum sögum og myndum. Hlaðvarpið Kviknar mun birtast hér á Vísi aðra hverja viku. Samhliða þessu vinnur hún sjónvarpsþættina Líf dafnar sem verða sýndir á Stöð 2 á næsta ári. Andrea er sjálf margra barna móðir og deilir reynslu sinni ásamt því að fá til sín aðra foreldra og svo sérfræðinga á þessu sviði. Andrea segir að síðan hún gerði sjónvarpsþættina hafi hún gengið með og fætt eitt barn til viðbótar. „Auk þess að hafa hemil á og hafa gaman með smábarni og systkinum hans. Reyndar fórum við Þorleifur kærasti minn og ég til Hawaii í jógakennaranám stuttu eftir Eddu, þurftum aðeins að ná okkur niður á jörðina,“ segir Andrea og hlær. „Eftir að Varmi, síðasti unginn okkar kom í heiminn, fluttum við að heiman í níu vikur og bjuggum hjá foreldrum, á Seyðisfirði og í Kaupmannahöfn. Það var upplifun út af fyrir sig, kærastinn minn segir oftast já við hvatvísishugmyndum mínum en þær verða oftar en ekki til að við endum í aðstæðum sem eru sannarlega fyrir utan þægindarammann. Við erum mjög samstíga í lífinu og styðjum vel við hugmyndir hvers annars. Svo er nú vert að bæta við að meðan við biðum eftir að Varmi kæmi í heiminn fór Instagram Kviknar á flug og ég get með sanni sagt að margar klukkustundir hvern dag fara í að eiga samskipti þar inni og deila eigin reynslu og annarra.“ Andrea Eyland var ólétt af sínu fimmta barni þegar hún tók á móti Eddunni fyrir þættina Líf kviknar.Mynd/Úr einkasafni Leitar í reynsluheim foreldra Andrea sá ekki fyrir sér að hún ætti eftir að eyða svona mörgum klukkustundum á dag á Instagram en þegar þetta er skrifað eru yfir 5.000 foreldrar að fylgja síðunni. Andrea segist svara öllum skilaboðum en það geti verið tímafrekt þar sem verðandi og nýbakaðir foreldrar hafi oft margar spurningar. „Þetta er átta þátta sería um getnað, meðgöngu, fæðingu og sængurlegu og fjallar líka um raunina eftir að barnið er komið í heiminn. Það er byggt á bókinni Kviknar og Instagrammi Kviknar og sjónvarpsþáttunum Líf Kviknar. Þetta er í raun sama barneignarferlissúpan bara með mismunandi boðleiðum. Það er mikilvægt að ná til foreldra með öllum mögulegum leiðum, hlaðvarpið er hluti af því, eitt hráefni í súpunni.“ Fylgjendur Andreu á Instagram eru ástæða þess að hún er að vinna áfram með Kviknar með þessum hætti. „Mér leiddist í sólbaði með ofurstórukúluna mína meðan ég beið eftir komu Varma. Var alltaf að tala við aðrar mæður á Instagram meðan á biðinni stóð og einn daginn spurði ég hvað þær vildu að ég gerði næst. Flestar nefndu hlaðvarp og aðra sjónvarpsþáttaröð. Svo ég hreinlega hlustaði og hlýddi.“ Andrea segir að Kviknar sé með ákveðna sérstöðu í þessum hlaðvarpsheimi af því að það er byggt á bókinni Kviknar sem hún var 14 ár að vinna. „Þannig skapaðist ákveðinn grunnur að því sem er núna orðið samfélag foreldra í kringum barneignarferlið. Ég leita mikið í sérfræðinga á þessu sviði en aðallega reyni ég að leita í reynsluheim foreldra og þannig miðla efninu milli þeirra og til þeirra. Það er magnað að sjá hvað vettvangurinn um þetta ferli hefur stækkað og margar byrjaðar að taka þátt í þessari umræðu með vefsíðum, hlaðvörpum, Facebook síðum og Instagram síðum. Þetta styður allt hvert við annað, bara yndislegt að sjá þessa samvinnu vaxa.“ Sjónvarpsþættir um fyrstu árin Hver þáttur hefur ákveðið þema en Andrea er samt enn opin fyrir hugmyndum um viðfangsefni og viðmælendur. „Ég fæ til mín skemmtilega viðmælendur bæði foreldra og sérfræðinga á sviði barneigna en blaðra nú líka eitthvað sjálf út frá eigin reynslu og tilfinningu. Ég er með ákveðið handrit uppsett en hvatvísi mín gerir að verkum að ég skipulegg mig ekki of mikið, þannig get ég verið opin fyrir breytingum og að framkvæma hugmyndir eða ábendingar með stuttum fyrirvara.“ Andrea vinnur nú einnig að sjónvarpsþáttunum Líf dafnar, sem verða sjálfstætt framhald af Líf kviknar. Þættirnir vöktu verðskuldaða athygli hlutu þeir Edduverðlaun fyrir mannlífsþátt ársins. „Þetta eru sex þættir sem fjalla um ferlið frá fæðingu barns og fram að fyrstu þremur árum þess. Í þáttunum tala ég við sérfræðinga og auðvitað allskonar foreldra í einlægum samtölum um af hverju við eignumst börn og tölum um hvernig það gengur. Þessa dagana er ég á fullu í undirbúningsviðtölum og leggja línurnar að uppsetningu og tökudögum sem erum framundan á árinu. Serían er framleidd af Glassriver og verður sýnd á Stöð 2 í byrjun næsta árs vona ég.“Fyrsti þáttur af hlaðvarpinu Kviknar fer í loftið á Vísi á miðvikudag. Börn og uppeldi Frjósemi Kviknar Tengdar fréttir Andrea og Þorleifur kynntust á Tinder og er nú fjölskyldan að verða tíu manna Andrea Eyland er 38 ára gömul, höfundur bókarinnar Líf kviknar og stjórnandi þáttarins Líf kviknar en bæði bókin og þættirnir fjalla um getnað, meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. 9. apríl 2019 10:30 Tók á móti Eddu ólétt af fimmta barni sínu Andrea Eyland Björgvinsdóttir lyfti á laugardaginn Edduverðlaunum fyrir mannlífsþátt ársins, Líf kviknar, en Andrea á von á sínu fimmta barni; áttunda barni hennar og kærastans samtals. 26. febrúar 2019 06:00 „Tunguhaft getur haft áhrif á brjóstagjöf, hvernig þau borða mat og tal í framtíðinni“ Andrea Eyland gagnrýnir að ekki sé fast verklag þegar kemur að vara- og tunguhafti ungbarna. 24. september 2019 14:15 Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Fleiri fréttir Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Sjá meira
Andrea Eyland, sem þekktust er fyrir bókina Kviknar og sjónvarpsþættina Líf kviknar, fer í þessari viku af stað með nýtt hlaðvarp hér á Vísi. Hlaðvarpið Kviknar er sett upp sem átta þættir um getnað, meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. Hlaðvarpið Kviknar fjallar líka um raunina eftir að barnið er komið í heiminn en Andrea setti af stað áhugaverða samfélagsmiðlaherferð undir merkinu #raunin þar sem foreldrar deildu persónulegum sögum og myndum. Hlaðvarpið Kviknar mun birtast hér á Vísi aðra hverja viku. Samhliða þessu vinnur hún sjónvarpsþættina Líf dafnar sem verða sýndir á Stöð 2 á næsta ári. Andrea er sjálf margra barna móðir og deilir reynslu sinni ásamt því að fá til sín aðra foreldra og svo sérfræðinga á þessu sviði. Andrea segir að síðan hún gerði sjónvarpsþættina hafi hún gengið með og fætt eitt barn til viðbótar. „Auk þess að hafa hemil á og hafa gaman með smábarni og systkinum hans. Reyndar fórum við Þorleifur kærasti minn og ég til Hawaii í jógakennaranám stuttu eftir Eddu, þurftum aðeins að ná okkur niður á jörðina,“ segir Andrea og hlær. „Eftir að Varmi, síðasti unginn okkar kom í heiminn, fluttum við að heiman í níu vikur og bjuggum hjá foreldrum, á Seyðisfirði og í Kaupmannahöfn. Það var upplifun út af fyrir sig, kærastinn minn segir oftast já við hvatvísishugmyndum mínum en þær verða oftar en ekki til að við endum í aðstæðum sem eru sannarlega fyrir utan þægindarammann. Við erum mjög samstíga í lífinu og styðjum vel við hugmyndir hvers annars. Svo er nú vert að bæta við að meðan við biðum eftir að Varmi kæmi í heiminn fór Instagram Kviknar á flug og ég get með sanni sagt að margar klukkustundir hvern dag fara í að eiga samskipti þar inni og deila eigin reynslu og annarra.“ Andrea Eyland var ólétt af sínu fimmta barni þegar hún tók á móti Eddunni fyrir þættina Líf kviknar.Mynd/Úr einkasafni Leitar í reynsluheim foreldra Andrea sá ekki fyrir sér að hún ætti eftir að eyða svona mörgum klukkustundum á dag á Instagram en þegar þetta er skrifað eru yfir 5.000 foreldrar að fylgja síðunni. Andrea segist svara öllum skilaboðum en það geti verið tímafrekt þar sem verðandi og nýbakaðir foreldrar hafi oft margar spurningar. „Þetta er átta þátta sería um getnað, meðgöngu, fæðingu og sængurlegu og fjallar líka um raunina eftir að barnið er komið í heiminn. Það er byggt á bókinni Kviknar og Instagrammi Kviknar og sjónvarpsþáttunum Líf Kviknar. Þetta er í raun sama barneignarferlissúpan bara með mismunandi boðleiðum. Það er mikilvægt að ná til foreldra með öllum mögulegum leiðum, hlaðvarpið er hluti af því, eitt hráefni í súpunni.“ Fylgjendur Andreu á Instagram eru ástæða þess að hún er að vinna áfram með Kviknar með þessum hætti. „Mér leiddist í sólbaði með ofurstórukúluna mína meðan ég beið eftir komu Varma. Var alltaf að tala við aðrar mæður á Instagram meðan á biðinni stóð og einn daginn spurði ég hvað þær vildu að ég gerði næst. Flestar nefndu hlaðvarp og aðra sjónvarpsþáttaröð. Svo ég hreinlega hlustaði og hlýddi.“ Andrea segir að Kviknar sé með ákveðna sérstöðu í þessum hlaðvarpsheimi af því að það er byggt á bókinni Kviknar sem hún var 14 ár að vinna. „Þannig skapaðist ákveðinn grunnur að því sem er núna orðið samfélag foreldra í kringum barneignarferlið. Ég leita mikið í sérfræðinga á þessu sviði en aðallega reyni ég að leita í reynsluheim foreldra og þannig miðla efninu milli þeirra og til þeirra. Það er magnað að sjá hvað vettvangurinn um þetta ferli hefur stækkað og margar byrjaðar að taka þátt í þessari umræðu með vefsíðum, hlaðvörpum, Facebook síðum og Instagram síðum. Þetta styður allt hvert við annað, bara yndislegt að sjá þessa samvinnu vaxa.“ Sjónvarpsþættir um fyrstu árin Hver þáttur hefur ákveðið þema en Andrea er samt enn opin fyrir hugmyndum um viðfangsefni og viðmælendur. „Ég fæ til mín skemmtilega viðmælendur bæði foreldra og sérfræðinga á sviði barneigna en blaðra nú líka eitthvað sjálf út frá eigin reynslu og tilfinningu. Ég er með ákveðið handrit uppsett en hvatvísi mín gerir að verkum að ég skipulegg mig ekki of mikið, þannig get ég verið opin fyrir breytingum og að framkvæma hugmyndir eða ábendingar með stuttum fyrirvara.“ Andrea vinnur nú einnig að sjónvarpsþáttunum Líf dafnar, sem verða sjálfstætt framhald af Líf kviknar. Þættirnir vöktu verðskuldaða athygli hlutu þeir Edduverðlaun fyrir mannlífsþátt ársins. „Þetta eru sex þættir sem fjalla um ferlið frá fæðingu barns og fram að fyrstu þremur árum þess. Í þáttunum tala ég við sérfræðinga og auðvitað allskonar foreldra í einlægum samtölum um af hverju við eignumst börn og tölum um hvernig það gengur. Þessa dagana er ég á fullu í undirbúningsviðtölum og leggja línurnar að uppsetningu og tökudögum sem erum framundan á árinu. Serían er framleidd af Glassriver og verður sýnd á Stöð 2 í byrjun næsta árs vona ég.“Fyrsti þáttur af hlaðvarpinu Kviknar fer í loftið á Vísi á miðvikudag.
Börn og uppeldi Frjósemi Kviknar Tengdar fréttir Andrea og Þorleifur kynntust á Tinder og er nú fjölskyldan að verða tíu manna Andrea Eyland er 38 ára gömul, höfundur bókarinnar Líf kviknar og stjórnandi þáttarins Líf kviknar en bæði bókin og þættirnir fjalla um getnað, meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. 9. apríl 2019 10:30 Tók á móti Eddu ólétt af fimmta barni sínu Andrea Eyland Björgvinsdóttir lyfti á laugardaginn Edduverðlaunum fyrir mannlífsþátt ársins, Líf kviknar, en Andrea á von á sínu fimmta barni; áttunda barni hennar og kærastans samtals. 26. febrúar 2019 06:00 „Tunguhaft getur haft áhrif á brjóstagjöf, hvernig þau borða mat og tal í framtíðinni“ Andrea Eyland gagnrýnir að ekki sé fast verklag þegar kemur að vara- og tunguhafti ungbarna. 24. september 2019 14:15 Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Fleiri fréttir Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Sjá meira
Andrea og Þorleifur kynntust á Tinder og er nú fjölskyldan að verða tíu manna Andrea Eyland er 38 ára gömul, höfundur bókarinnar Líf kviknar og stjórnandi þáttarins Líf kviknar en bæði bókin og þættirnir fjalla um getnað, meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. 9. apríl 2019 10:30
Tók á móti Eddu ólétt af fimmta barni sínu Andrea Eyland Björgvinsdóttir lyfti á laugardaginn Edduverðlaunum fyrir mannlífsþátt ársins, Líf kviknar, en Andrea á von á sínu fimmta barni; áttunda barni hennar og kærastans samtals. 26. febrúar 2019 06:00
„Tunguhaft getur haft áhrif á brjóstagjöf, hvernig þau borða mat og tal í framtíðinni“ Andrea Eyland gagnrýnir að ekki sé fast verklag þegar kemur að vara- og tunguhafti ungbarna. 24. september 2019 14:15