Gerrard mjög áhugasamur um það hvort enska úrvalsdeildin refsar Manchester City Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. febrúar 2020 11:00 Steven Gerrard gerði slæm mistök á úrslitastundu þegar Liverpool missti af Englandsmeistaratitlinum vorið 2014. Getty/Tom Jenkins Steven Gerrard varð aldrei enskur meistari með Liverpool en gæti það breyst þótt að hann sé löngu hættur að spila? Sky Sports spurði Steven Gerrard út í fréttirnar um að Manchester City gæti mögulega misst enska meistaratitil sinn frá 2014. Steven Gerrard var fyrirliði Liverpool liðsins sem endaði tveimur stigum á eftir Manchester City á 2013-14 tímabilinu. Knattspyrnusamband Evrópu hefur dæmt Manchester City í tveggja ára bann frá Meistaradeildinni vegna brota félagsins á rekstrarreglum fótboltafélaga á árunum 2012 til 2016. Manchester City gæti misst enska meistaratitilinn frá 2014 ákveði enska úrvalsdeildin að refsa félaginu fyrir þessu sömu brot. „Ég las þetta sjálfur í morgun. Við bíðum bara og sjáum til. Þetta er mjög hörð og grimm refsing hjá UEFA. Ég er viss um að þeir muni áfrýja þessu og við þurfum að bíða eftir því hvað kemur út úr því,“ sagði Steven Gerrard sem er núna knattspyrnustjóri Rangers í Skotlandi. „Í framhaldinu verður að koma í ljós hvort enska úrvalsdeildin ætli að aðhafast eitthvað. En ef við skoðum hversu hörð refsing UEFA er þá er ljóst að eitthvað hefur verið mikið rangt í gangi,“ sagði Gerrard. „Ég er mjög áhugasamur að sjá hvað kemur út úr því. Þangað til að við sjáum refsinguna hjá ensku úrvalsdeildinni þá mun ég ekki tjá mig frekar um þetta mál. Ég er samt virkilega áhugasamur af skiljanlegum ástæðum,“ sagði Steven Gerrard. „Það er alltaf hægt að segja ef eða hefði. Manchester City varð meistari. Ég get bara óskað þeim til hamingju. Þeir eru meistararnir. Þangað til að það breytist þá er þetta bara ef og hefði,“ sagði Gerrard. „Ég hef ekkert meira um þetta að segja. Það sem ég get sagt er að ég er mjög áhugasamur vegna alvarleika ásakana UEFA,“ sagði Gerrard. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Sex lykilspurningar varðandi bann Man. City | Líklegt að liðið missi stig Ýmsar spurningar vakna í kjölfar þess að Manchester City var í gær dæmt í bann frá Evrópukeppnum í fótbolta næstu tvö keppnistímabil, og sektað um 30 milljónir evra. 15. febrúar 2020 10:30 Leikmenn Man. City kallaðir á krísufund Forráðamenn Manchester City kölluðu leikmenn liðsins á sérstakan fund í gær í kjölfar þeirrar niðurstöðu að félagið hafði verið bannað frá Meistaradeild Evrópu næstu tvær leiktíðir. 16. febrúar 2020 11:30 Gæti þetta orðið titill númer 20 hjá Liverpool en ekki titill númer 19? Knattspyrnusamband Evrópu hefur nú tekið mjög hart á brotum Manchester City á reglunum yfir rekstur fótboltafélaga en enska úrvalsdeildin gæti einnig refsað ensku meisturunum. 17. febrúar 2020 09:30 Segja að De Bruyne ætti að fara til Liverpool ef það verður brunaútsala há City Manchester City gæti misst sínar stærstu stjörnur í sumar standi harður dómur Knattspyrnusambands Evrópu um tveggja ára bann frá Meistaradeildinni. Mörg félög gætu haft áhuga á að næla í þessa leikmenn. 17. febrúar 2020 08:00 Man. City í tveggja ára bann frá Meistaradeild Evrópu Manchester City fær ekki að spila í Meistaradeild Evrópu næstu tvær leiktíðirnar en UEFA hefur úrskurðað félagið í bann frá keppninni vegna brota á reglum um fjárhagslega háttvísi. 14. febrúar 2020 18:37 Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Sport Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig „Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ Joey Barton sparkaði í höfuð eiginkonu sinnar Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Haaland fær tíu milljarða hjálp Sér eftir því sem hann sagði Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Sjá meira
Steven Gerrard varð aldrei enskur meistari með Liverpool en gæti það breyst þótt að hann sé löngu hættur að spila? Sky Sports spurði Steven Gerrard út í fréttirnar um að Manchester City gæti mögulega misst enska meistaratitil sinn frá 2014. Steven Gerrard var fyrirliði Liverpool liðsins sem endaði tveimur stigum á eftir Manchester City á 2013-14 tímabilinu. Knattspyrnusamband Evrópu hefur dæmt Manchester City í tveggja ára bann frá Meistaradeildinni vegna brota félagsins á rekstrarreglum fótboltafélaga á árunum 2012 til 2016. Manchester City gæti misst enska meistaratitilinn frá 2014 ákveði enska úrvalsdeildin að refsa félaginu fyrir þessu sömu brot. „Ég las þetta sjálfur í morgun. Við bíðum bara og sjáum til. Þetta er mjög hörð og grimm refsing hjá UEFA. Ég er viss um að þeir muni áfrýja þessu og við þurfum að bíða eftir því hvað kemur út úr því,“ sagði Steven Gerrard sem er núna knattspyrnustjóri Rangers í Skotlandi. „Í framhaldinu verður að koma í ljós hvort enska úrvalsdeildin ætli að aðhafast eitthvað. En ef við skoðum hversu hörð refsing UEFA er þá er ljóst að eitthvað hefur verið mikið rangt í gangi,“ sagði Gerrard. „Ég er mjög áhugasamur að sjá hvað kemur út úr því. Þangað til að við sjáum refsinguna hjá ensku úrvalsdeildinni þá mun ég ekki tjá mig frekar um þetta mál. Ég er samt virkilega áhugasamur af skiljanlegum ástæðum,“ sagði Steven Gerrard. „Það er alltaf hægt að segja ef eða hefði. Manchester City varð meistari. Ég get bara óskað þeim til hamingju. Þeir eru meistararnir. Þangað til að það breytist þá er þetta bara ef og hefði,“ sagði Gerrard. „Ég hef ekkert meira um þetta að segja. Það sem ég get sagt er að ég er mjög áhugasamur vegna alvarleika ásakana UEFA,“ sagði Gerrard.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Sex lykilspurningar varðandi bann Man. City | Líklegt að liðið missi stig Ýmsar spurningar vakna í kjölfar þess að Manchester City var í gær dæmt í bann frá Evrópukeppnum í fótbolta næstu tvö keppnistímabil, og sektað um 30 milljónir evra. 15. febrúar 2020 10:30 Leikmenn Man. City kallaðir á krísufund Forráðamenn Manchester City kölluðu leikmenn liðsins á sérstakan fund í gær í kjölfar þeirrar niðurstöðu að félagið hafði verið bannað frá Meistaradeild Evrópu næstu tvær leiktíðir. 16. febrúar 2020 11:30 Gæti þetta orðið titill númer 20 hjá Liverpool en ekki titill númer 19? Knattspyrnusamband Evrópu hefur nú tekið mjög hart á brotum Manchester City á reglunum yfir rekstur fótboltafélaga en enska úrvalsdeildin gæti einnig refsað ensku meisturunum. 17. febrúar 2020 09:30 Segja að De Bruyne ætti að fara til Liverpool ef það verður brunaútsala há City Manchester City gæti misst sínar stærstu stjörnur í sumar standi harður dómur Knattspyrnusambands Evrópu um tveggja ára bann frá Meistaradeildinni. Mörg félög gætu haft áhuga á að næla í þessa leikmenn. 17. febrúar 2020 08:00 Man. City í tveggja ára bann frá Meistaradeild Evrópu Manchester City fær ekki að spila í Meistaradeild Evrópu næstu tvær leiktíðirnar en UEFA hefur úrskurðað félagið í bann frá keppninni vegna brota á reglum um fjárhagslega háttvísi. 14. febrúar 2020 18:37 Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Sport Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig „Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ Joey Barton sparkaði í höfuð eiginkonu sinnar Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Haaland fær tíu milljarða hjálp Sér eftir því sem hann sagði Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Sjá meira
Sex lykilspurningar varðandi bann Man. City | Líklegt að liðið missi stig Ýmsar spurningar vakna í kjölfar þess að Manchester City var í gær dæmt í bann frá Evrópukeppnum í fótbolta næstu tvö keppnistímabil, og sektað um 30 milljónir evra. 15. febrúar 2020 10:30
Leikmenn Man. City kallaðir á krísufund Forráðamenn Manchester City kölluðu leikmenn liðsins á sérstakan fund í gær í kjölfar þeirrar niðurstöðu að félagið hafði verið bannað frá Meistaradeild Evrópu næstu tvær leiktíðir. 16. febrúar 2020 11:30
Gæti þetta orðið titill númer 20 hjá Liverpool en ekki titill númer 19? Knattspyrnusamband Evrópu hefur nú tekið mjög hart á brotum Manchester City á reglunum yfir rekstur fótboltafélaga en enska úrvalsdeildin gæti einnig refsað ensku meisturunum. 17. febrúar 2020 09:30
Segja að De Bruyne ætti að fara til Liverpool ef það verður brunaútsala há City Manchester City gæti misst sínar stærstu stjörnur í sumar standi harður dómur Knattspyrnusambands Evrópu um tveggja ára bann frá Meistaradeildinni. Mörg félög gætu haft áhuga á að næla í þessa leikmenn. 17. febrúar 2020 08:00
Man. City í tveggja ára bann frá Meistaradeild Evrópu Manchester City fær ekki að spila í Meistaradeild Evrópu næstu tvær leiktíðirnar en UEFA hefur úrskurðað félagið í bann frá keppninni vegna brota á reglum um fjárhagslega háttvísi. 14. febrúar 2020 18:37