Pep segist vera áfram þó bannið standi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. febrúar 2020 15:00 Pep þungt hugsi í 0-2 tapi City gegn Tottenham þann 2. febrúar. Vísir/Getty Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, hefur sagt vinum sínum að hann verði áfram hjá félaginu þó svo að bann þeirra frá Evrópukeppnum standi. Þetta kom fram á vef BBC fyrr í dag. Pep Guardiola has told friends he intends to stay at Manchester City despite the club's two-year ban from the Champions League. Full story: https://t.co/ExNOIarOZF#UCL#MCFCpic.twitter.com/edP4W5NL81— BBC Sport (@BBCSport) February 17, 2020 Manchester City var dæmt í tveggja ára bann frá Evrópukeppnum af knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA, vegna brota á fjárhagsreglugerð sambandsins [Financial Fair Play Regulations]. Það þýðir að Manchester City mun ekki geta keppt í keppnum á vegum UEFA, Meistaradeild Evrópu eða Evrópudeildinni, fyrr en tímabilið 2022/2023 ef bannið stendur. Samningur Guardiola við Manchester City rennur út 2021 og hefur mikið verið ritað og rætt um það hvort hann klári samning sinn en liðið hefur ekki staðið undir gríðar háum væntingum sínum á leiktíðinni. Talið er að hinn 49 ára gamli Guardiola muni í fyrsta skipti tjá sig um málið á blaðamannafundi á miðvikudaginn kemur. Man City mætir þá West Ham United í úrvalsdeildarleik sem var frestað þann 9. febrúar vegna veðurs. Í samningi Pep við enska félagið ku vera ákvæði sem gerir honum kleift að ganga frá borði eftir yfirstandandi tímabili lýkur. Er talið að hann muni nýta sér téð ákvæði takist City ekki að fá banninu hnekkt en félagið hefur áfrýjað dómi UEFA til alþjóða íþróttadómstólsins, CAS. Manchester City er sem stendur í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, 25 stigum á eftir Liverpool sem á titilinn næsta vísan. Real Madrid bíður svo í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu en fyrri leikur liðanna fer fram á Santiago Bernabéu í Madríd þann 26. febrúar. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Sex lykilspurningar varðandi bann Man. City | Líklegt að liðið missi stig Ýmsar spurningar vakna í kjölfar þess að Manchester City var í gær dæmt í bann frá Evrópukeppnum í fótbolta næstu tvö keppnistímabil, og sektað um 30 milljónir evra. 15. febrúar 2020 10:30 Leikmenn Man. City kallaðir á krísufund Forráðamenn Manchester City kölluðu leikmenn liðsins á sérstakan fund í gær í kjölfar þeirrar niðurstöðu að félagið hafði verið bannað frá Meistaradeild Evrópu næstu tvær leiktíðir. 16. febrúar 2020 11:30 Juventus ætlar að klófesta Guardiola og leyfir honum að velja sér samning Juventus telur að Pep Guardiola sé rétti maðurinn til að gera liðið að Evrópumeisturum í fyrsta sinn síðan 1996. 11. febrúar 2020 08:30 Man. City í tveggja ára bann frá Meistaradeild Evrópu Manchester City fær ekki að spila í Meistaradeild Evrópu næstu tvær leiktíðirnar en UEFA hefur úrskurðað félagið í bann frá keppninni vegna brota á reglum um fjárhagslega háttvísi. 14. febrúar 2020 18:37 Guardiola segir að Messi eigi að klára ferilinn hjá Barcelona Lionel Messi getur farið frítt frá Barcelona í sumar ef hann vill en gamli knattspyrnustjóri hjá Barca er í engum vafa með að Argentínumaðurinn eigi að klára ferilinn hjá Börsungum. 7. febrúar 2020 23:00 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Sóley Margrét heimsmeistari Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Sjá meira
Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, hefur sagt vinum sínum að hann verði áfram hjá félaginu þó svo að bann þeirra frá Evrópukeppnum standi. Þetta kom fram á vef BBC fyrr í dag. Pep Guardiola has told friends he intends to stay at Manchester City despite the club's two-year ban from the Champions League. Full story: https://t.co/ExNOIarOZF#UCL#MCFCpic.twitter.com/edP4W5NL81— BBC Sport (@BBCSport) February 17, 2020 Manchester City var dæmt í tveggja ára bann frá Evrópukeppnum af knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA, vegna brota á fjárhagsreglugerð sambandsins [Financial Fair Play Regulations]. Það þýðir að Manchester City mun ekki geta keppt í keppnum á vegum UEFA, Meistaradeild Evrópu eða Evrópudeildinni, fyrr en tímabilið 2022/2023 ef bannið stendur. Samningur Guardiola við Manchester City rennur út 2021 og hefur mikið verið ritað og rætt um það hvort hann klári samning sinn en liðið hefur ekki staðið undir gríðar háum væntingum sínum á leiktíðinni. Talið er að hinn 49 ára gamli Guardiola muni í fyrsta skipti tjá sig um málið á blaðamannafundi á miðvikudaginn kemur. Man City mætir þá West Ham United í úrvalsdeildarleik sem var frestað þann 9. febrúar vegna veðurs. Í samningi Pep við enska félagið ku vera ákvæði sem gerir honum kleift að ganga frá borði eftir yfirstandandi tímabili lýkur. Er talið að hann muni nýta sér téð ákvæði takist City ekki að fá banninu hnekkt en félagið hefur áfrýjað dómi UEFA til alþjóða íþróttadómstólsins, CAS. Manchester City er sem stendur í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, 25 stigum á eftir Liverpool sem á titilinn næsta vísan. Real Madrid bíður svo í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu en fyrri leikur liðanna fer fram á Santiago Bernabéu í Madríd þann 26. febrúar.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Sex lykilspurningar varðandi bann Man. City | Líklegt að liðið missi stig Ýmsar spurningar vakna í kjölfar þess að Manchester City var í gær dæmt í bann frá Evrópukeppnum í fótbolta næstu tvö keppnistímabil, og sektað um 30 milljónir evra. 15. febrúar 2020 10:30 Leikmenn Man. City kallaðir á krísufund Forráðamenn Manchester City kölluðu leikmenn liðsins á sérstakan fund í gær í kjölfar þeirrar niðurstöðu að félagið hafði verið bannað frá Meistaradeild Evrópu næstu tvær leiktíðir. 16. febrúar 2020 11:30 Juventus ætlar að klófesta Guardiola og leyfir honum að velja sér samning Juventus telur að Pep Guardiola sé rétti maðurinn til að gera liðið að Evrópumeisturum í fyrsta sinn síðan 1996. 11. febrúar 2020 08:30 Man. City í tveggja ára bann frá Meistaradeild Evrópu Manchester City fær ekki að spila í Meistaradeild Evrópu næstu tvær leiktíðirnar en UEFA hefur úrskurðað félagið í bann frá keppninni vegna brota á reglum um fjárhagslega háttvísi. 14. febrúar 2020 18:37 Guardiola segir að Messi eigi að klára ferilinn hjá Barcelona Lionel Messi getur farið frítt frá Barcelona í sumar ef hann vill en gamli knattspyrnustjóri hjá Barca er í engum vafa með að Argentínumaðurinn eigi að klára ferilinn hjá Börsungum. 7. febrúar 2020 23:00 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Sóley Margrét heimsmeistari Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Sjá meira
Sex lykilspurningar varðandi bann Man. City | Líklegt að liðið missi stig Ýmsar spurningar vakna í kjölfar þess að Manchester City var í gær dæmt í bann frá Evrópukeppnum í fótbolta næstu tvö keppnistímabil, og sektað um 30 milljónir evra. 15. febrúar 2020 10:30
Leikmenn Man. City kallaðir á krísufund Forráðamenn Manchester City kölluðu leikmenn liðsins á sérstakan fund í gær í kjölfar þeirrar niðurstöðu að félagið hafði verið bannað frá Meistaradeild Evrópu næstu tvær leiktíðir. 16. febrúar 2020 11:30
Juventus ætlar að klófesta Guardiola og leyfir honum að velja sér samning Juventus telur að Pep Guardiola sé rétti maðurinn til að gera liðið að Evrópumeisturum í fyrsta sinn síðan 1996. 11. febrúar 2020 08:30
Man. City í tveggja ára bann frá Meistaradeild Evrópu Manchester City fær ekki að spila í Meistaradeild Evrópu næstu tvær leiktíðirnar en UEFA hefur úrskurðað félagið í bann frá keppninni vegna brota á reglum um fjárhagslega háttvísi. 14. febrúar 2020 18:37
Guardiola segir að Messi eigi að klára ferilinn hjá Barcelona Lionel Messi getur farið frítt frá Barcelona í sumar ef hann vill en gamli knattspyrnustjóri hjá Barca er í engum vafa með að Argentínumaðurinn eigi að klára ferilinn hjá Börsungum. 7. febrúar 2020 23:00