Lognið fór svo hratt um Laugarás að það reif upp heilu trén Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. febrúar 2020 13:30 Miklir kraftar voru að verkum á föstudaginn ó óveðrinu sem gekk yfir landið. Mynd/Páll M. Skúlason „Ég er búinn að vera að halda því til haga og segja öllum sem ég hitti að það sé alltaf logn í Laugarási og nú er ég spurður „hvað var að gerast?“ þegar allt í einu fara að fjúka tré og gróðurhús,“ segir Páll M. Skúlason hlæjandi í samtali við Vísi. Hann hefur birt myndir af eftirköstum óveðursins sem gekk yfir landið á föstudaginn í síðustu viku og áhrifum þess á byggingar og gróður í Laugarási í Bláskógabyggð. Þar má sjá að heilu trén hafa rifnað upp með rótum. „Það hvín yfirleitt bara í trjátoppunum“ Óveðrið sem gekk yfir landið í síðustu viku hafði víðtæk áhrif um allt land en þó óvíða meiri en á Suðurlandi þar sem miklar skemmdir urðu. Hlaða á bæ á Rangárvöllum splundraðist meðal annars og átján tonna súrheysturn skemmdist í Landeyjunum. Þá brotnuðu margir rafmagnsstaurar í veðrinu. Laugarás var þar ekki undanskilinn, þrátt fyrir að Páll vilji meina að þar sé yfirleitt logn. Áratuga gamlar aspir lentu illa í því.Mynd/Páll M. Skúlason „Það hvín yfirleitt bara í trjátoppunum og maður veit lítið af þessu,“ segir Páll að gildi alla jafna um Laugarás þegar óveður gangi yfir Suðurlandið. Sú reyndist raunin ekki á föstudaginn þegar austanáttin barði á gróðurhúsum og trjám í þorpinu. „Það virðist eins og þetta hafi skellt sér niður á nokkrum stöðum,“ segir Páll en á meðfylgjandi myndum má meðal annars sjá hvernig áratugagamlar aspir hafa rifnað upp með rótum og illa leikið gróðurhús. Sammála bóndanum á Skíðbakka II um gagnsemi skógræktar til skjóls Páll tekur undir orð Elvar Eyvindssonar, bónda á Skíðbakka II í Austur-Landeyjum, í kvöldfréttum Stöðvar um helgina en hann varð fyrir því óláni að súrheysturn skemmdist í óveðrinu á föstudaginn. Elvar þakkaði því að ekki varð meira tjón á bænum hversu mikið af trjám og skjólbeltum er í kringum bæinn, sem gáfu gott skjól. Aspirnar voru nálægt þvíað lenda á húsinu.Mynd/Páll M. Skúlason „Áður en að trén komu og uxu upp var suðaustanáttin mjög slæm og skemmdi mikið gróðurhús en það hefur verið voðalega lítið um það undanfarin ár. Þetta fer dálítið eftir hvaða átt er,“ segir Páll. Töluverð vinna er framundan við að hreinsa upp eftir óveðrið. „Þetta er dálítið svakalegt og mikið verk að taka til eftir þetta.“ Fleiri myndir af eftirköstum óveðursins í Laugarási má finna á Flickr-síðu Páls. Gróðurhús sem þakin voru plasti skemmdust töluvert.Mynd/Páll M. Skúlason Bláskógabyggð Óveður 14. febrúar 2020 Skógrækt og landgræðsla Veður Tengdar fréttir Óvissustigi vegna veðurs aflýst Ríkislögreglustjóri í samráði við alla lögreglustjóra landsins aflýsir hér með óvissustigi almannavarna vegna óveðurs sem spáð var föstudaginn 14. febrúar í síðustu viku. 17. febrúar 2020 10:57 Íbúar á hluta Suðurlands beðnir um að spara rafmagn Bilun er í línu Landsnets og af þeim sökum eru íbúar austan Þjórsár beðnir um að fara sparlega með rafmagn. Á sjötta þúsund heimili og vinnustaðir misstu rafmagn vegna óveðursins í gær. 15. febrúar 2020 11:07 Truflanir í óveðri minna á þörf á uppbyggingu flutnings- og dreifikerfisins Forstjóri RARIK segir að það taki fimmtán ára að endurnýja raflínur miðað við núverandi áform. Verði þeim flýtt gæti það kallað á gjaldskrárhækkanir í dreifbýli. 16. febrúar 2020 12:22 Átján tonna súrheysturn lagðist saman í rokinu í Landeyjum Víða mátti sjá á Suðurlandi miklar skemmdir í dag eftir fárviðrið, sem gekk yfir landshlutann í gær. 15. febrúar 2020 18:30 Rennsli orðið eðlilegt í Skógafossi Svæðið við Skógafoss var rýmt síðdegis í gær vegna mögulegrar krapastíflu fyrir ofan fossinn. 15. febrúar 2020 16:00 Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ „Dæmi um hvernig rafræn skilríki geta verið útilokandi“ Fara með Intuens-málið fyrir dómstóla sem gæti reynst afdrifaríkt Fjölskyldan hrædd og brotin vegna sýkingarinnar á Mánagarði Maðurinn kominn upp úr fljótinu Segir Bjarna ekki hafa ruglast og Pawel fari sjálfur með rangt mál Risa vatnsrennibraut keypt í Þorlákshöfn fyrir 150 milljónir Sjá meira
„Ég er búinn að vera að halda því til haga og segja öllum sem ég hitti að það sé alltaf logn í Laugarási og nú er ég spurður „hvað var að gerast?“ þegar allt í einu fara að fjúka tré og gróðurhús,“ segir Páll M. Skúlason hlæjandi í samtali við Vísi. Hann hefur birt myndir af eftirköstum óveðursins sem gekk yfir landið á föstudaginn í síðustu viku og áhrifum þess á byggingar og gróður í Laugarási í Bláskógabyggð. Þar má sjá að heilu trén hafa rifnað upp með rótum. „Það hvín yfirleitt bara í trjátoppunum“ Óveðrið sem gekk yfir landið í síðustu viku hafði víðtæk áhrif um allt land en þó óvíða meiri en á Suðurlandi þar sem miklar skemmdir urðu. Hlaða á bæ á Rangárvöllum splundraðist meðal annars og átján tonna súrheysturn skemmdist í Landeyjunum. Þá brotnuðu margir rafmagnsstaurar í veðrinu. Laugarás var þar ekki undanskilinn, þrátt fyrir að Páll vilji meina að þar sé yfirleitt logn. Áratuga gamlar aspir lentu illa í því.Mynd/Páll M. Skúlason „Það hvín yfirleitt bara í trjátoppunum og maður veit lítið af þessu,“ segir Páll að gildi alla jafna um Laugarás þegar óveður gangi yfir Suðurlandið. Sú reyndist raunin ekki á föstudaginn þegar austanáttin barði á gróðurhúsum og trjám í þorpinu. „Það virðist eins og þetta hafi skellt sér niður á nokkrum stöðum,“ segir Páll en á meðfylgjandi myndum má meðal annars sjá hvernig áratugagamlar aspir hafa rifnað upp með rótum og illa leikið gróðurhús. Sammála bóndanum á Skíðbakka II um gagnsemi skógræktar til skjóls Páll tekur undir orð Elvar Eyvindssonar, bónda á Skíðbakka II í Austur-Landeyjum, í kvöldfréttum Stöðvar um helgina en hann varð fyrir því óláni að súrheysturn skemmdist í óveðrinu á föstudaginn. Elvar þakkaði því að ekki varð meira tjón á bænum hversu mikið af trjám og skjólbeltum er í kringum bæinn, sem gáfu gott skjól. Aspirnar voru nálægt þvíað lenda á húsinu.Mynd/Páll M. Skúlason „Áður en að trén komu og uxu upp var suðaustanáttin mjög slæm og skemmdi mikið gróðurhús en það hefur verið voðalega lítið um það undanfarin ár. Þetta fer dálítið eftir hvaða átt er,“ segir Páll. Töluverð vinna er framundan við að hreinsa upp eftir óveðrið. „Þetta er dálítið svakalegt og mikið verk að taka til eftir þetta.“ Fleiri myndir af eftirköstum óveðursins í Laugarási má finna á Flickr-síðu Páls. Gróðurhús sem þakin voru plasti skemmdust töluvert.Mynd/Páll M. Skúlason
Bláskógabyggð Óveður 14. febrúar 2020 Skógrækt og landgræðsla Veður Tengdar fréttir Óvissustigi vegna veðurs aflýst Ríkislögreglustjóri í samráði við alla lögreglustjóra landsins aflýsir hér með óvissustigi almannavarna vegna óveðurs sem spáð var föstudaginn 14. febrúar í síðustu viku. 17. febrúar 2020 10:57 Íbúar á hluta Suðurlands beðnir um að spara rafmagn Bilun er í línu Landsnets og af þeim sökum eru íbúar austan Þjórsár beðnir um að fara sparlega með rafmagn. Á sjötta þúsund heimili og vinnustaðir misstu rafmagn vegna óveðursins í gær. 15. febrúar 2020 11:07 Truflanir í óveðri minna á þörf á uppbyggingu flutnings- og dreifikerfisins Forstjóri RARIK segir að það taki fimmtán ára að endurnýja raflínur miðað við núverandi áform. Verði þeim flýtt gæti það kallað á gjaldskrárhækkanir í dreifbýli. 16. febrúar 2020 12:22 Átján tonna súrheysturn lagðist saman í rokinu í Landeyjum Víða mátti sjá á Suðurlandi miklar skemmdir í dag eftir fárviðrið, sem gekk yfir landshlutann í gær. 15. febrúar 2020 18:30 Rennsli orðið eðlilegt í Skógafossi Svæðið við Skógafoss var rýmt síðdegis í gær vegna mögulegrar krapastíflu fyrir ofan fossinn. 15. febrúar 2020 16:00 Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ „Dæmi um hvernig rafræn skilríki geta verið útilokandi“ Fara með Intuens-málið fyrir dómstóla sem gæti reynst afdrifaríkt Fjölskyldan hrædd og brotin vegna sýkingarinnar á Mánagarði Maðurinn kominn upp úr fljótinu Segir Bjarna ekki hafa ruglast og Pawel fari sjálfur með rangt mál Risa vatnsrennibraut keypt í Þorlákshöfn fyrir 150 milljónir Sjá meira
Óvissustigi vegna veðurs aflýst Ríkislögreglustjóri í samráði við alla lögreglustjóra landsins aflýsir hér með óvissustigi almannavarna vegna óveðurs sem spáð var föstudaginn 14. febrúar í síðustu viku. 17. febrúar 2020 10:57
Íbúar á hluta Suðurlands beðnir um að spara rafmagn Bilun er í línu Landsnets og af þeim sökum eru íbúar austan Þjórsár beðnir um að fara sparlega með rafmagn. Á sjötta þúsund heimili og vinnustaðir misstu rafmagn vegna óveðursins í gær. 15. febrúar 2020 11:07
Truflanir í óveðri minna á þörf á uppbyggingu flutnings- og dreifikerfisins Forstjóri RARIK segir að það taki fimmtán ára að endurnýja raflínur miðað við núverandi áform. Verði þeim flýtt gæti það kallað á gjaldskrárhækkanir í dreifbýli. 16. febrúar 2020 12:22
Átján tonna súrheysturn lagðist saman í rokinu í Landeyjum Víða mátti sjá á Suðurlandi miklar skemmdir í dag eftir fárviðrið, sem gekk yfir landshlutann í gær. 15. febrúar 2020 18:30
Rennsli orðið eðlilegt í Skógafossi Svæðið við Skógafoss var rýmt síðdegis í gær vegna mögulegrar krapastíflu fyrir ofan fossinn. 15. febrúar 2020 16:00