Innlent

Ferðamaðurinn á Sólheimasandi fundinn

Eiður Þór Árnason skrifar
Ekkert hafði heyrst frá manninum síðan um fimmleytið.
Ekkert hafði heyrst frá manninum síðan um fimmleytið. Vísir/Landmælingar

Ferðamaðurinn sem leitað var að á Sólheimasandi í kvöld er fundinn heill á húfi. Lögreglan á Suðurlandi óskaði í kvöld eftir aðstoð björgunarsveita á svæðinu við leit á manninum sem hafði verið með hópi ferðamanna en ekki skilað sér til baka.

Maðurinn var aldrei í neinni hættu að sögn Sveins Kristjáns Rúnarssonar, yfirlögregluþjóns á Suðurlandi. Hann komst í leitirnar um klukkan níu í kvöld en ekki hafði náðst í hann frá því um fimmleytið.

Málið er talið byggja á misskilningi en ferðamaðurinn taldi sig hafi gleymst þegar hann fann ekki hóp sinn. Þá yfirgaf maðurinn svæðið og húkkaði sér far á gististað. Í kjölfarið hafi verið kallað eftir aðstoð þegar maðurinn skilaði sér ekki í rútu hópsins. Ekki er vitað að svo stöddu hvers vegna ekki náðist í manninn.

112 björgunarsveitarmenn af Suðurlandi og úr Árnessýslu tóku þátt í leitinni af honum í kvöld, að sögn Davíðs Más Bjarnasonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar.

Þá voru björgunarsveitarmenn og leitarhundar komnir um borð í þyrlu í Reykjavík þegar tilkynning barst um það að maðurinn væri fundinn.


Tengdar fréttir

Leita að ferðamanni á Sólheimasandi

Lögreglan á Suðurlandi hefur óskað eftir aðstoð björgunarsveita á svæðinu við að leita að ferðamanni á Sólheimasandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×